Landflóttinn mikli? Frosti Ólafsson skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Meintur landflótti ungra Íslendinga hefur farið hátt í umræðu undanfarinna daga og ýmsar kenningar á lofti um orsakirnar. Fáir hafa þó velt fyrir sér hvort fyrirliggjandi gögn endurspegli raunverulegan vanda. Við nánari athugun er alls ekki ljóst að svo sé. Kveikjan að umræðunni eru tölur Hagstofunnar um mannfjöldaþróun sem birtust í upphafi mánaðarins. Í þeim kemur fram að brottfluttir Íslendingar voru 640 umfram aðflutta á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Þetta er talið skjóta skökku við í ljósi þess að hér er mikill hagvöxtur, atvinnuþátttaka að nálgast hámark og efnahagshorfur góðar. Sú tilgáta hefur fest sig í sessi að brottflutninginn megi einkum rekja til ungra, menntaðra Íslendinga. Þegar þessar tölur eru rýndar kemur þó eftirfarandi í ljós: Brottflutningur Íslendinga á haustin er ekki nýr af nálinni. Á Hagstofunni ná ársfjórðungsleg gögn um flutning milli landa aftur til ársins 2010. Öll árin eiga það sammerkt að á þriðja ársfjórðungi flytja mun fleiri Íslendingar frá landi en til landsins, eða 575 á ári að meðaltali. Þetta má vafalaust rekja til ungra Íslendinga sem hefja nám erlendis að hausti til. Alþjóðavæðing breytir stöðugt íbúasamsetningu. Ef horft er til þróunarinnar síðustu þrjá áratugi hafa að meðaltali 540 fleiri Íslendingar flutt úr landi en til landsins á ári hverju. Á sama tíma hafa einstaklingar hvaðanæva úr heiminum ákveðið að setjast að á Íslandi. Meðaltal aðfluttra erlendra ríkisborgara umfram brottflutta á umræddu tímabili er 980 manns. Heilt yfir flytja því fleiri einstaklingar til landsins en frá því. Það sama á við um árið í ár. Ungir Íslendingar hafa alltaf verið meginþorri brottfluttra. Á síðustu þremur áratugum hafa að meðaltali 330 fleiri Íslendingar á aldrinum 21 til 30 ára flutt úr landi en til landsins, samtals um 10.000 manns. Hlutdeild þessa hóps í heildarbrottflutningi nemur því um 60% á tímabilinu. Árið 2015 er hlutdeildin 47% og hlutdeild ungs fólks því minni en á meðalári. Hagvöxtur hefur hverfandi áhrif á brottflutning ungs fólks. Hjá ungu fólki er fylgni á milli brottflutnings og hagvaxtar mjög lítil. Hvort sem er góðæri eða kreppa þá flytur ungt fólk úr landi. Aðeins tvö dæmi eru um að fleira fólk á aldrinum 21 til 30 ára hafi flutt til landsins en frá því á síðustu þremur áratugum; árin 1987 og 1988. Þannig vill svo til að árið 1987 var skattalaust ár á Íslandi. Það er fjölmargt sem gera má til að bæta lífskjör á Íslandi. Ef staðreyndir sýna að einn þjóðfélagshópur stendur sérstaklega höllum fæti á Íslandi samanborið við önnur ríki ætti að taka slíkt alvarlega. Það er aftur á móti ekki líklegt til árangurs að byggja efnahagsaðgerðir á getgátum eða síbreytilegri fjölmiðlaumræðu. Fullyrðingar um landflótta ungs menntafólks hafa sprottið upp víða og málið verið tekið sérstaklega upp á Alþingi. Þar vísa aðilar til fjölmiðlaumfjöllunar máli sínu til stuðnings. Fyrirliggjandi gögn sýna aftur á móti að lítið hefur breyst hjá ungu fólki og ekkert liggur fyrir um menntunarstig brottfluttra. Orsakir þess að brottflutningur Íslendinga er meiri en á meðalári geta verið fjölmargar, bæði jákvæðar og neikvæðar, og um að gera að kanna þær nánar. Þar til sú greining hefur átt sér stað verður umræða um nauðsynlegar aðgerðir þó marklítil. Landflóttinn mikli gæti allt eins verið lítill eða enginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mannauður í mjólkinni Ari Edwald og Inga Guðrún Birgisdóttir Skoðun Tvöfeldni Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Ástarsögur Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Hamskipti húsa Skoðun Nýr veruleiki Hörður Ægisson Skoðun Á eftir áætlun Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Strákurinn í fiskvinnslunni Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Ertu enn?? Óttar Guðmundsson Bakþankar Nýtum færið Skoðun Lýðræði allra Davíð Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Meintur landflótti ungra Íslendinga hefur farið hátt í umræðu undanfarinna daga og ýmsar kenningar á lofti um orsakirnar. Fáir hafa þó velt fyrir sér hvort fyrirliggjandi gögn endurspegli raunverulegan vanda. Við nánari athugun er alls ekki ljóst að svo sé. Kveikjan að umræðunni eru tölur Hagstofunnar um mannfjöldaþróun sem birtust í upphafi mánaðarins. Í þeim kemur fram að brottfluttir Íslendingar voru 640 umfram aðflutta á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Þetta er talið skjóta skökku við í ljósi þess að hér er mikill hagvöxtur, atvinnuþátttaka að nálgast hámark og efnahagshorfur góðar. Sú tilgáta hefur fest sig í sessi að brottflutninginn megi einkum rekja til ungra, menntaðra Íslendinga. Þegar þessar tölur eru rýndar kemur þó eftirfarandi í ljós: Brottflutningur Íslendinga á haustin er ekki nýr af nálinni. Á Hagstofunni ná ársfjórðungsleg gögn um flutning milli landa aftur til ársins 2010. Öll árin eiga það sammerkt að á þriðja ársfjórðungi flytja mun fleiri Íslendingar frá landi en til landsins, eða 575 á ári að meðaltali. Þetta má vafalaust rekja til ungra Íslendinga sem hefja nám erlendis að hausti til. Alþjóðavæðing breytir stöðugt íbúasamsetningu. Ef horft er til þróunarinnar síðustu þrjá áratugi hafa að meðaltali 540 fleiri Íslendingar flutt úr landi en til landsins á ári hverju. Á sama tíma hafa einstaklingar hvaðanæva úr heiminum ákveðið að setjast að á Íslandi. Meðaltal aðfluttra erlendra ríkisborgara umfram brottflutta á umræddu tímabili er 980 manns. Heilt yfir flytja því fleiri einstaklingar til landsins en frá því. Það sama á við um árið í ár. Ungir Íslendingar hafa alltaf verið meginþorri brottfluttra. Á síðustu þremur áratugum hafa að meðaltali 330 fleiri Íslendingar á aldrinum 21 til 30 ára flutt úr landi en til landsins, samtals um 10.000 manns. Hlutdeild þessa hóps í heildarbrottflutningi nemur því um 60% á tímabilinu. Árið 2015 er hlutdeildin 47% og hlutdeild ungs fólks því minni en á meðalári. Hagvöxtur hefur hverfandi áhrif á brottflutning ungs fólks. Hjá ungu fólki er fylgni á milli brottflutnings og hagvaxtar mjög lítil. Hvort sem er góðæri eða kreppa þá flytur ungt fólk úr landi. Aðeins tvö dæmi eru um að fleira fólk á aldrinum 21 til 30 ára hafi flutt til landsins en frá því á síðustu þremur áratugum; árin 1987 og 1988. Þannig vill svo til að árið 1987 var skattalaust ár á Íslandi. Það er fjölmargt sem gera má til að bæta lífskjör á Íslandi. Ef staðreyndir sýna að einn þjóðfélagshópur stendur sérstaklega höllum fæti á Íslandi samanborið við önnur ríki ætti að taka slíkt alvarlega. Það er aftur á móti ekki líklegt til árangurs að byggja efnahagsaðgerðir á getgátum eða síbreytilegri fjölmiðlaumræðu. Fullyrðingar um landflótta ungs menntafólks hafa sprottið upp víða og málið verið tekið sérstaklega upp á Alþingi. Þar vísa aðilar til fjölmiðlaumfjöllunar máli sínu til stuðnings. Fyrirliggjandi gögn sýna aftur á móti að lítið hefur breyst hjá ungu fólki og ekkert liggur fyrir um menntunarstig brottfluttra. Orsakir þess að brottflutningur Íslendinga er meiri en á meðalári geta verið fjölmargar, bæði jákvæðar og neikvæðar, og um að gera að kanna þær nánar. Þar til sú greining hefur átt sér stað verður umræða um nauðsynlegar aðgerðir þó marklítil. Landflóttinn mikli gæti allt eins verið lítill eða enginn.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar