Landflóttinn mikli? Frosti Ólafsson skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Meintur landflótti ungra Íslendinga hefur farið hátt í umræðu undanfarinna daga og ýmsar kenningar á lofti um orsakirnar. Fáir hafa þó velt fyrir sér hvort fyrirliggjandi gögn endurspegli raunverulegan vanda. Við nánari athugun er alls ekki ljóst að svo sé. Kveikjan að umræðunni eru tölur Hagstofunnar um mannfjöldaþróun sem birtust í upphafi mánaðarins. Í þeim kemur fram að brottfluttir Íslendingar voru 640 umfram aðflutta á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Þetta er talið skjóta skökku við í ljósi þess að hér er mikill hagvöxtur, atvinnuþátttaka að nálgast hámark og efnahagshorfur góðar. Sú tilgáta hefur fest sig í sessi að brottflutninginn megi einkum rekja til ungra, menntaðra Íslendinga. Þegar þessar tölur eru rýndar kemur þó eftirfarandi í ljós: Brottflutningur Íslendinga á haustin er ekki nýr af nálinni. Á Hagstofunni ná ársfjórðungsleg gögn um flutning milli landa aftur til ársins 2010. Öll árin eiga það sammerkt að á þriðja ársfjórðungi flytja mun fleiri Íslendingar frá landi en til landsins, eða 575 á ári að meðaltali. Þetta má vafalaust rekja til ungra Íslendinga sem hefja nám erlendis að hausti til. Alþjóðavæðing breytir stöðugt íbúasamsetningu. Ef horft er til þróunarinnar síðustu þrjá áratugi hafa að meðaltali 540 fleiri Íslendingar flutt úr landi en til landsins á ári hverju. Á sama tíma hafa einstaklingar hvaðanæva úr heiminum ákveðið að setjast að á Íslandi. Meðaltal aðfluttra erlendra ríkisborgara umfram brottflutta á umræddu tímabili er 980 manns. Heilt yfir flytja því fleiri einstaklingar til landsins en frá því. Það sama á við um árið í ár. Ungir Íslendingar hafa alltaf verið meginþorri brottfluttra. Á síðustu þremur áratugum hafa að meðaltali 330 fleiri Íslendingar á aldrinum 21 til 30 ára flutt úr landi en til landsins, samtals um 10.000 manns. Hlutdeild þessa hóps í heildarbrottflutningi nemur því um 60% á tímabilinu. Árið 2015 er hlutdeildin 47% og hlutdeild ungs fólks því minni en á meðalári. Hagvöxtur hefur hverfandi áhrif á brottflutning ungs fólks. Hjá ungu fólki er fylgni á milli brottflutnings og hagvaxtar mjög lítil. Hvort sem er góðæri eða kreppa þá flytur ungt fólk úr landi. Aðeins tvö dæmi eru um að fleira fólk á aldrinum 21 til 30 ára hafi flutt til landsins en frá því á síðustu þremur áratugum; árin 1987 og 1988. Þannig vill svo til að árið 1987 var skattalaust ár á Íslandi. Það er fjölmargt sem gera má til að bæta lífskjör á Íslandi. Ef staðreyndir sýna að einn þjóðfélagshópur stendur sérstaklega höllum fæti á Íslandi samanborið við önnur ríki ætti að taka slíkt alvarlega. Það er aftur á móti ekki líklegt til árangurs að byggja efnahagsaðgerðir á getgátum eða síbreytilegri fjölmiðlaumræðu. Fullyrðingar um landflótta ungs menntafólks hafa sprottið upp víða og málið verið tekið sérstaklega upp á Alþingi. Þar vísa aðilar til fjölmiðlaumfjöllunar máli sínu til stuðnings. Fyrirliggjandi gögn sýna aftur á móti að lítið hefur breyst hjá ungu fólki og ekkert liggur fyrir um menntunarstig brottfluttra. Orsakir þess að brottflutningur Íslendinga er meiri en á meðalári geta verið fjölmargar, bæði jákvæðar og neikvæðar, og um að gera að kanna þær nánar. Þar til sú greining hefur átt sér stað verður umræða um nauðsynlegar aðgerðir þó marklítil. Landflóttinn mikli gæti allt eins verið lítill eða enginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Meintur landflótti ungra Íslendinga hefur farið hátt í umræðu undanfarinna daga og ýmsar kenningar á lofti um orsakirnar. Fáir hafa þó velt fyrir sér hvort fyrirliggjandi gögn endurspegli raunverulegan vanda. Við nánari athugun er alls ekki ljóst að svo sé. Kveikjan að umræðunni eru tölur Hagstofunnar um mannfjöldaþróun sem birtust í upphafi mánaðarins. Í þeim kemur fram að brottfluttir Íslendingar voru 640 umfram aðflutta á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Þetta er talið skjóta skökku við í ljósi þess að hér er mikill hagvöxtur, atvinnuþátttaka að nálgast hámark og efnahagshorfur góðar. Sú tilgáta hefur fest sig í sessi að brottflutninginn megi einkum rekja til ungra, menntaðra Íslendinga. Þegar þessar tölur eru rýndar kemur þó eftirfarandi í ljós: Brottflutningur Íslendinga á haustin er ekki nýr af nálinni. Á Hagstofunni ná ársfjórðungsleg gögn um flutning milli landa aftur til ársins 2010. Öll árin eiga það sammerkt að á þriðja ársfjórðungi flytja mun fleiri Íslendingar frá landi en til landsins, eða 575 á ári að meðaltali. Þetta má vafalaust rekja til ungra Íslendinga sem hefja nám erlendis að hausti til. Alþjóðavæðing breytir stöðugt íbúasamsetningu. Ef horft er til þróunarinnar síðustu þrjá áratugi hafa að meðaltali 540 fleiri Íslendingar flutt úr landi en til landsins á ári hverju. Á sama tíma hafa einstaklingar hvaðanæva úr heiminum ákveðið að setjast að á Íslandi. Meðaltal aðfluttra erlendra ríkisborgara umfram brottflutta á umræddu tímabili er 980 manns. Heilt yfir flytja því fleiri einstaklingar til landsins en frá því. Það sama á við um árið í ár. Ungir Íslendingar hafa alltaf verið meginþorri brottfluttra. Á síðustu þremur áratugum hafa að meðaltali 330 fleiri Íslendingar á aldrinum 21 til 30 ára flutt úr landi en til landsins, samtals um 10.000 manns. Hlutdeild þessa hóps í heildarbrottflutningi nemur því um 60% á tímabilinu. Árið 2015 er hlutdeildin 47% og hlutdeild ungs fólks því minni en á meðalári. Hagvöxtur hefur hverfandi áhrif á brottflutning ungs fólks. Hjá ungu fólki er fylgni á milli brottflutnings og hagvaxtar mjög lítil. Hvort sem er góðæri eða kreppa þá flytur ungt fólk úr landi. Aðeins tvö dæmi eru um að fleira fólk á aldrinum 21 til 30 ára hafi flutt til landsins en frá því á síðustu þremur áratugum; árin 1987 og 1988. Þannig vill svo til að árið 1987 var skattalaust ár á Íslandi. Það er fjölmargt sem gera má til að bæta lífskjör á Íslandi. Ef staðreyndir sýna að einn þjóðfélagshópur stendur sérstaklega höllum fæti á Íslandi samanborið við önnur ríki ætti að taka slíkt alvarlega. Það er aftur á móti ekki líklegt til árangurs að byggja efnahagsaðgerðir á getgátum eða síbreytilegri fjölmiðlaumræðu. Fullyrðingar um landflótta ungs menntafólks hafa sprottið upp víða og málið verið tekið sérstaklega upp á Alþingi. Þar vísa aðilar til fjölmiðlaumfjöllunar máli sínu til stuðnings. Fyrirliggjandi gögn sýna aftur á móti að lítið hefur breyst hjá ungu fólki og ekkert liggur fyrir um menntunarstig brottfluttra. Orsakir þess að brottflutningur Íslendinga er meiri en á meðalári geta verið fjölmargar, bæði jákvæðar og neikvæðar, og um að gera að kanna þær nánar. Þar til sú greining hefur átt sér stað verður umræða um nauðsynlegar aðgerðir þó marklítil. Landflóttinn mikli gæti allt eins verið lítill eða enginn.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun