Frumsýnir stuttmynd á 18 ára afmælisdaginn Viktoría Hermannsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 10:00 Í mynd Ísaks, Aleinn?, er deilt á vinnubrögð lögreglu auk þess sem Litla-Hraun kemur við sögu enda gerist myndin á Eyrarbakka. Fréttablaðið/GVA „Ég ákvað eiginlega að frumsýna myndina á afmælisdaginn til þess að setja annað í forgrunn, ég er ekki mikill afmælismaður,“ segir Ísak Hinriksson, sem í dag frumsýnir stuttmyndina sína Aleinn? á 18 ára afmælisdaginn sinn. Þetta er fyrsta mynd Ísaks sem hefur þó töluverða reynslu af því að vera á hvíta tjaldinu sjálfur. „Ég hef verið að leika og verið í kringum leikhúsin frá því ég man eftir mér, lék meðal annars í kvikmyndunum Svartur á leik, Falskur fugl og Grafir og bein. Ætli áhuginn sé ekki sprottinn þaðan. Maður fær reynslu af því að vera fyrir framan myndavélina og langar þá að gera eitthvað meira úr því. Síðan langaði mig líka að skrifa og þegar maður byrjar á því langar mann að gera meira af því. Mér fannst mjög skemmtilegt í tökuferlinu að heyra leikarana fara með setningar sem ég hafði skrifað, þá finnur maður að þetta er eitthvað sem maður vill gera,“ segir Ísak. Handritið að myndinni skrifaði hann sumarið 2012, sama ár og fanginn Matthías Máni strauk af Litla-Hrauni en mikið var fjallað um það í kringum jólin það sama ár. „Það er svolítið fyndið að handritið er mjög líkt því að mörgu leyti. Myndin fjallar um eldri mann á Eyrarbakka sem er að fara að halda upp á aðfangadag þegar óvæntan gest ber að garði. Ég er með mjög skrýtinn áhuga á eldri körlum, hef alltaf haft gaman af því að umgangast eldri karla og sjá hvernig þeir haga sér. Svo var ég búinn að vera mikið í kringum Litla-Hraun og Eyrarbakka af því að við fjölskyldan erum með hesta á Eyrarbakka. Ég fór að sjá atburðarás þar í kring,“ segir hann. „Í myndinni er dregin upp ljót mynd af lögreglunni, það mætti halda að ég ætti eitthvað vantalað við lögregluna, en svo er ekki. Sem betur fer,“ segir Ísak. Myndin var tekin upp á Eyrarbakka í fyrra og skartar einvalaliði leikara. Þeir Theódór Júlíusson, Styr Júlíusson og Björn Jörundur Friðbjörnsson eru í stærstu hlutverkunum en auk þess leika þau Kristján Hafþórsson, Guðjón Þorsteinn Pálmarsson og Esther Talía Casey í myndinni. Ísak segist alltaf vera að fá hugmyndir. „Ég reyni að skrifa eins og ég get og losna ekki við að fá hugmyndir. Mig langar að prófa að skrifa bók líka. Það tekur svo mikinn tíma að framleiða kvikmynd og er kostnaðarsamt,“ segir Ísak sem fjármagnaði myndina að mestu leyti sjálfur en fékk lítinn styrk frá Kópavogsbæ. „Ég vann bara fyrir þessu. Fólk er að tala um að golf sé dýrt sport en ég held að kvikmyndagerð sé dýrasta sport sem þú getur verið í, þetta er auðvitað list en ekki sport. Þetta er mín fjárfesting til framtíðar – ég er að þjálfa mig og móta.“ Ísak er núna í Tækniskólanum á Upplýsinga og fjölmiðlabraut og stefnir á leiklistarnám í framhaldinu auk þess að gera vonandi fleiri myndir. Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís klukkan 17.15 í dag. „Það eru allir velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir,“ segir Ísak. Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Ég ákvað eiginlega að frumsýna myndina á afmælisdaginn til þess að setja annað í forgrunn, ég er ekki mikill afmælismaður,“ segir Ísak Hinriksson, sem í dag frumsýnir stuttmyndina sína Aleinn? á 18 ára afmælisdaginn sinn. Þetta er fyrsta mynd Ísaks sem hefur þó töluverða reynslu af því að vera á hvíta tjaldinu sjálfur. „Ég hef verið að leika og verið í kringum leikhúsin frá því ég man eftir mér, lék meðal annars í kvikmyndunum Svartur á leik, Falskur fugl og Grafir og bein. Ætli áhuginn sé ekki sprottinn þaðan. Maður fær reynslu af því að vera fyrir framan myndavélina og langar þá að gera eitthvað meira úr því. Síðan langaði mig líka að skrifa og þegar maður byrjar á því langar mann að gera meira af því. Mér fannst mjög skemmtilegt í tökuferlinu að heyra leikarana fara með setningar sem ég hafði skrifað, þá finnur maður að þetta er eitthvað sem maður vill gera,“ segir Ísak. Handritið að myndinni skrifaði hann sumarið 2012, sama ár og fanginn Matthías Máni strauk af Litla-Hrauni en mikið var fjallað um það í kringum jólin það sama ár. „Það er svolítið fyndið að handritið er mjög líkt því að mörgu leyti. Myndin fjallar um eldri mann á Eyrarbakka sem er að fara að halda upp á aðfangadag þegar óvæntan gest ber að garði. Ég er með mjög skrýtinn áhuga á eldri körlum, hef alltaf haft gaman af því að umgangast eldri karla og sjá hvernig þeir haga sér. Svo var ég búinn að vera mikið í kringum Litla-Hraun og Eyrarbakka af því að við fjölskyldan erum með hesta á Eyrarbakka. Ég fór að sjá atburðarás þar í kring,“ segir hann. „Í myndinni er dregin upp ljót mynd af lögreglunni, það mætti halda að ég ætti eitthvað vantalað við lögregluna, en svo er ekki. Sem betur fer,“ segir Ísak. Myndin var tekin upp á Eyrarbakka í fyrra og skartar einvalaliði leikara. Þeir Theódór Júlíusson, Styr Júlíusson og Björn Jörundur Friðbjörnsson eru í stærstu hlutverkunum en auk þess leika þau Kristján Hafþórsson, Guðjón Þorsteinn Pálmarsson og Esther Talía Casey í myndinni. Ísak segist alltaf vera að fá hugmyndir. „Ég reyni að skrifa eins og ég get og losna ekki við að fá hugmyndir. Mig langar að prófa að skrifa bók líka. Það tekur svo mikinn tíma að framleiða kvikmynd og er kostnaðarsamt,“ segir Ísak sem fjármagnaði myndina að mestu leyti sjálfur en fékk lítinn styrk frá Kópavogsbæ. „Ég vann bara fyrir þessu. Fólk er að tala um að golf sé dýrt sport en ég held að kvikmyndagerð sé dýrasta sport sem þú getur verið í, þetta er auðvitað list en ekki sport. Þetta er mín fjárfesting til framtíðar – ég er að þjálfa mig og móta.“ Ísak er núna í Tækniskólanum á Upplýsinga og fjölmiðlabraut og stefnir á leiklistarnám í framhaldinu auk þess að gera vonandi fleiri myndir. Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís klukkan 17.15 í dag. „Það eru allir velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir,“ segir Ísak.
Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira