Hyundai hannar Genesis flaggskip Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2015 11:25 Svona kemur Genesis G90 til með að líta út. worldcarfans Hyundai er full alvara með stofnun nýrrar lúxusbíladeildar og hefur nú hannað flaggskip í þann flota sem fær nafnið Genesis G90. Heiti nýrrar lúxusbíladeildar verður Genesis og fá því allir bílar hennar það nafn og greinilega einhverja stafi í endann. Genesis G90 kemur til með að leysa af hólmi Hyundai Equus og verður framleiðslu hans hætt í kjölfarið. Genesis verður hlaðinn tækninýjungum og hannaður sem lúxusbíll af stærri gerðinni og sportlegur að auki. Til stendur að Genesis flotinn samanstandi af minnst 5 bílgerðum árið 2020. Genesis verður lágur og langur bíll með stóru húddi, smáum gluggum til að auka á sportlegt útlit og stekar línur og stórt grill til að ná fram sterkum karakter. Ekki er ljóst hvenær til stendur að hefja framleiðslu Genesis G90. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent
Hyundai er full alvara með stofnun nýrrar lúxusbíladeildar og hefur nú hannað flaggskip í þann flota sem fær nafnið Genesis G90. Heiti nýrrar lúxusbíladeildar verður Genesis og fá því allir bílar hennar það nafn og greinilega einhverja stafi í endann. Genesis G90 kemur til með að leysa af hólmi Hyundai Equus og verður framleiðslu hans hætt í kjölfarið. Genesis verður hlaðinn tækninýjungum og hannaður sem lúxusbíll af stærri gerðinni og sportlegur að auki. Til stendur að Genesis flotinn samanstandi af minnst 5 bílgerðum árið 2020. Genesis verður lágur og langur bíll með stóru húddi, smáum gluggum til að auka á sportlegt útlit og stekar línur og stórt grill til að ná fram sterkum karakter. Ekki er ljóst hvenær til stendur að hefja framleiðslu Genesis G90.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent