Hyundai hannar Genesis flaggskip Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2015 11:25 Svona kemur Genesis G90 til með að líta út. worldcarfans Hyundai er full alvara með stofnun nýrrar lúxusbíladeildar og hefur nú hannað flaggskip í þann flota sem fær nafnið Genesis G90. Heiti nýrrar lúxusbíladeildar verður Genesis og fá því allir bílar hennar það nafn og greinilega einhverja stafi í endann. Genesis G90 kemur til með að leysa af hólmi Hyundai Equus og verður framleiðslu hans hætt í kjölfarið. Genesis verður hlaðinn tækninýjungum og hannaður sem lúxusbíll af stærri gerðinni og sportlegur að auki. Til stendur að Genesis flotinn samanstandi af minnst 5 bílgerðum árið 2020. Genesis verður lágur og langur bíll með stóru húddi, smáum gluggum til að auka á sportlegt útlit og stekar línur og stórt grill til að ná fram sterkum karakter. Ekki er ljóst hvenær til stendur að hefja framleiðslu Genesis G90. Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent
Hyundai er full alvara með stofnun nýrrar lúxusbíladeildar og hefur nú hannað flaggskip í þann flota sem fær nafnið Genesis G90. Heiti nýrrar lúxusbíladeildar verður Genesis og fá því allir bílar hennar það nafn og greinilega einhverja stafi í endann. Genesis G90 kemur til með að leysa af hólmi Hyundai Equus og verður framleiðslu hans hætt í kjölfarið. Genesis verður hlaðinn tækninýjungum og hannaður sem lúxusbíll af stærri gerðinni og sportlegur að auki. Til stendur að Genesis flotinn samanstandi af minnst 5 bílgerðum árið 2020. Genesis verður lágur og langur bíll með stóru húddi, smáum gluggum til að auka á sportlegt útlit og stekar línur og stórt grill til að ná fram sterkum karakter. Ekki er ljóst hvenær til stendur að hefja framleiðslu Genesis G90.
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent