Kött Grá Pjé milli steins og sleggju: Klippa eða safna? Guðrún Ansnes skrifar 11. nóvember 2015 15:30 Fagurbláar neglurnar heilla vissulega, enda hefur Kött Grá Pjé hugsað um þær af einstakri natni. Vísir/Vilhelm „Sjálfur reyni ég að hugsa ekki um þetta, það er ekki þægilegt að hafa þessar neglur en þær eru orðnar svo langar og fallegar,“ segir rapparinn Kött Grá Pje, sem hefur aldeilis verið að gera garðinn frægan með tónlistinni sinni en hann steig meðal annarra á svið á Airwaves-hátíðinni um liðna helgi. Segist hann koma nokkuð vel undan hátíðinni. „Ég er pínu þreyttur, raddlaus og hamingjusamur og er ekki frá því að draumagiggið mitt hafi farið fram á Húrra, aðfaranótt sunnudagsins. Ég er hálf klökkur yfir viðbrögðunum sem ég fékk þar,“ segir hann. Þar vakti hann ekki aðeins athygli fyrir tónlistarflutning, en rapparinn skartaði stæðilegum nöglum sem margir hafa eflaust horft öfundaraugum á. Segist hann hafa safnað umræddum nöglum í heilan mánuð fyrir hátíðina og hefur hugsað einkar vel um þær.Ostaneglur? Kannski.Vísir/Vilhelm„Ég valdi mér nýjan túrkisbláan lit fyrir þessa helgi, en hef mikið verið að vinna með fjólubláan. Þennan bláa sá ég og kolféll fyrir honum,“ segir rapparinn. Spurður hvort það sé tímafrekt að halda nöglunum snyrtilegum, með tilliti til þess að Airwaves-tónlistarhátíðin verður seint lögð að jöfnu við afslöppun, sér í lagi fyrir tónlistarmennina sem fram koma, segist hann hafa notið þeirrar blessunar að engin hafi brotnað og bætir við: „Ég lakkaði þær þrisvar sinnum þessa helgi, svona til að halda þeim alveg góðum.“ Kött Grá Pje segist alltaf hafa haft smekk fyrir fallegum nöglum, og lekkerum litum, en segist þó ekki endilega skarta lökkuðum alla daga. „Nei, það er nú allur gangur á því hjá mér. En ég lakka þær oftast ef ég er að fara að gera eitthvað fínt, svona upp á punt,“ svarar hann til. „Ég hef heldur ekki alltaf lakkað á mér neglurnar, það er nú svona frekar nýtilkomið. Ég held þetta tengist því að ég sé að þroskast.“ Í samfélagi þar sem fyrirframgefnar hugmyndir um hvað geti talist karlmannlegt hefur heldur hallað á naglalökkun karla, en Kött Grá Pje segist ekki hafa orðið fyrir neinu sérstöku flóði athugasemda. „Þvert á móti reyndar og merkilegt nokk, þá hef ég bara fengið jákvæð viðbrögð.“ Erfitt er að láta sér rapparann úr greipum renna án þess að spyrja hvert leyndarmálið sé á bak við jafn sterkbyggðar neglur og stendur ekki á svörum: „Ég held að þetta sé mikið osti að þakka. Ég borða mikinn cheddar-ost og hef svona sterkar neglur, það gæti alveg verið ástæðan.“ Tengdar fréttir Kött Grá Pje og Jónas Sig með nýtt lag Sömdu þjóðlega óðinn Eilífðar smáblóm fyrir leikritið Útlenski drengurinn. 14. nóvember 2014 17:30 Erindið sem allir eru að tala um Rapparinn Kött Grá Pjé fer yfir vísanirnar og duldar líkingar í erindinu sínu í laginu Brennum allt. Hann grípur í bókmenntir, kvikmyndir, skoðanir þýsks listamanns og stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. 24. ágúst 2015 09:00 Úlfur Úlfur með nýtt myndband: Með slefandi St. Bernard hunda yfir sér „Tvær Plánetur er fyrst og fremst fjölbreytt og persónuleg. Það eru lög þarna til að bæði dansa og kúra við. Sum fá þig til að hugsa og önnur til þess að kýla næsta mann,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur í hljómsveitinni Úlfur Úlfur. 11. júní 2015 10:57 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
„Sjálfur reyni ég að hugsa ekki um þetta, það er ekki þægilegt að hafa þessar neglur en þær eru orðnar svo langar og fallegar,“ segir rapparinn Kött Grá Pje, sem hefur aldeilis verið að gera garðinn frægan með tónlistinni sinni en hann steig meðal annarra á svið á Airwaves-hátíðinni um liðna helgi. Segist hann koma nokkuð vel undan hátíðinni. „Ég er pínu þreyttur, raddlaus og hamingjusamur og er ekki frá því að draumagiggið mitt hafi farið fram á Húrra, aðfaranótt sunnudagsins. Ég er hálf klökkur yfir viðbrögðunum sem ég fékk þar,“ segir hann. Þar vakti hann ekki aðeins athygli fyrir tónlistarflutning, en rapparinn skartaði stæðilegum nöglum sem margir hafa eflaust horft öfundaraugum á. Segist hann hafa safnað umræddum nöglum í heilan mánuð fyrir hátíðina og hefur hugsað einkar vel um þær.Ostaneglur? Kannski.Vísir/Vilhelm„Ég valdi mér nýjan túrkisbláan lit fyrir þessa helgi, en hef mikið verið að vinna með fjólubláan. Þennan bláa sá ég og kolféll fyrir honum,“ segir rapparinn. Spurður hvort það sé tímafrekt að halda nöglunum snyrtilegum, með tilliti til þess að Airwaves-tónlistarhátíðin verður seint lögð að jöfnu við afslöppun, sér í lagi fyrir tónlistarmennina sem fram koma, segist hann hafa notið þeirrar blessunar að engin hafi brotnað og bætir við: „Ég lakkaði þær þrisvar sinnum þessa helgi, svona til að halda þeim alveg góðum.“ Kött Grá Pje segist alltaf hafa haft smekk fyrir fallegum nöglum, og lekkerum litum, en segist þó ekki endilega skarta lökkuðum alla daga. „Nei, það er nú allur gangur á því hjá mér. En ég lakka þær oftast ef ég er að fara að gera eitthvað fínt, svona upp á punt,“ svarar hann til. „Ég hef heldur ekki alltaf lakkað á mér neglurnar, það er nú svona frekar nýtilkomið. Ég held þetta tengist því að ég sé að þroskast.“ Í samfélagi þar sem fyrirframgefnar hugmyndir um hvað geti talist karlmannlegt hefur heldur hallað á naglalökkun karla, en Kött Grá Pje segist ekki hafa orðið fyrir neinu sérstöku flóði athugasemda. „Þvert á móti reyndar og merkilegt nokk, þá hef ég bara fengið jákvæð viðbrögð.“ Erfitt er að láta sér rapparann úr greipum renna án þess að spyrja hvert leyndarmálið sé á bak við jafn sterkbyggðar neglur og stendur ekki á svörum: „Ég held að þetta sé mikið osti að þakka. Ég borða mikinn cheddar-ost og hef svona sterkar neglur, það gæti alveg verið ástæðan.“
Tengdar fréttir Kött Grá Pje og Jónas Sig með nýtt lag Sömdu þjóðlega óðinn Eilífðar smáblóm fyrir leikritið Útlenski drengurinn. 14. nóvember 2014 17:30 Erindið sem allir eru að tala um Rapparinn Kött Grá Pjé fer yfir vísanirnar og duldar líkingar í erindinu sínu í laginu Brennum allt. Hann grípur í bókmenntir, kvikmyndir, skoðanir þýsks listamanns og stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. 24. ágúst 2015 09:00 Úlfur Úlfur með nýtt myndband: Með slefandi St. Bernard hunda yfir sér „Tvær Plánetur er fyrst og fremst fjölbreytt og persónuleg. Það eru lög þarna til að bæði dansa og kúra við. Sum fá þig til að hugsa og önnur til þess að kýla næsta mann,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur í hljómsveitinni Úlfur Úlfur. 11. júní 2015 10:57 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Kött Grá Pje og Jónas Sig með nýtt lag Sömdu þjóðlega óðinn Eilífðar smáblóm fyrir leikritið Útlenski drengurinn. 14. nóvember 2014 17:30
Erindið sem allir eru að tala um Rapparinn Kött Grá Pjé fer yfir vísanirnar og duldar líkingar í erindinu sínu í laginu Brennum allt. Hann grípur í bókmenntir, kvikmyndir, skoðanir þýsks listamanns og stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. 24. ágúst 2015 09:00
Úlfur Úlfur með nýtt myndband: Með slefandi St. Bernard hunda yfir sér „Tvær Plánetur er fyrst og fremst fjölbreytt og persónuleg. Það eru lög þarna til að bæði dansa og kúra við. Sum fá þig til að hugsa og önnur til þess að kýla næsta mann,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur í hljómsveitinni Úlfur Úlfur. 11. júní 2015 10:57