Ég vil ekki leiða þig?… Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Fátt er foreldrum mikilvægara en að börnum þeirra líði vel í skólanum, eigi góða félaga og vini, hafi sjálfstraust og góða sjálfsmynd. „Þú mátt ekki vera með í leiknum“ eða „ég vil ekki leiða þig“ eru orð lítilla leikskólabarna í íslenskum leikskólum, barna sem eru að fóta sig í flóknum heimi og læra samskipti við jafnaldra sína. Svona samskipti virðast sakleysisleg, en ef þau eru endurtekin gagnvart sama barninu án þess að hinir fullorðnu grípi inn í, skapast mynstur sem getur þróast út í einelti eða útilokun og varað árum saman. Mikilvægt er að byrgja brunninn og það er á ábyrgð hinna fullorðnu. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða leikskólum nú til notkunar forvarnarefni gegn einelti. Efnið nefnist Vinátta, eða Fri for mobberi í Danmörku þar sem það er upprunnið. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og samanstendur af verkefnatösku með raunhæfum verkefnum fyrir börnin og leiðbeiningum fyrir starfsfólk, en efnið er einnig notað með foreldrum. Árangur af notkun þess er mældur reglulega og reynist mjög góður. Samkvæmt Vináttu er litið á einelti sem félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein, en ekki einstaklingsbundið vandamál eins og áður var gjarnan álitið. Vinátta leggur áherslu á hópinn sem heild og að vinna með viðhorf og samskiptamynstur. Ekki er einblínt á að einhver sé slæmur og annar góður, ekki á geranda eða þolanda. Í Vináttu eru börnin þjálfuð í að setja sér mörk og bregðast við órétti sem þau og félagarnir eru beitt. Umburðarlyndi og samkennd Það sem einkennir barnahópa þar sem einelti nær ekki að þrífast er hár þröskuldur umburðarlyndis og samkennd. Börnin njóta virðingar og viðurkenningar. Þau finna sér sinn eðlilega sess í hópnum sama hver þau eru, hvernig þau líta út, hvaða hlutverki þau gegna eða hvers þau eru megnug. Gildi margbreytileikans er virt og umburðarlyndi fyrir því að hópurinn sé samsettur úr mismunandi einstaklingum með mismunandi einkennum og styrkleikum. Þar er jákvæður og góður skólabragur. Á því byggir Vinátta. Haustið 2014 tóku starfsmenn í sex leikskólum í jafnmörgum sveitarfélögum þátt í námskeiði á vegum Barnaheilla til að öðlast rétt til að nota Vináttu-námsefnið. Það er óhætt að segja að mikil ánægja sé með efnið meðal starfsfólks, barna og foreldra og góður árangur er af notkun þess. Nú hafa 25 nýir leikskólar sótt um að fá efnið til notkunar og munu starfsmenn þeirra sækja námskeið í janúar 2016 og fá námsefnið afhent að því loknu. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja bjóða fleiri leikskólum þátttöku í verkefninu og benda áhugasömum á að hafa samband við undirritaða á margret@barnaheill.is. Á vefsíðu Barnaheilla má sjá frekari upplýsingar um Vináttu. Árlega er haldið upp á alþjóðlegan dag gegn einelti 8. nóvember. Það er von Barnaheilla að innan tíðar verði Vináttu-verkefnið komið í notkun það víða að það skapi íslenskum börnum umhverfi þar sem einelti nær ekki að festa rætur og þrífast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt er foreldrum mikilvægara en að börnum þeirra líði vel í skólanum, eigi góða félaga og vini, hafi sjálfstraust og góða sjálfsmynd. „Þú mátt ekki vera með í leiknum“ eða „ég vil ekki leiða þig“ eru orð lítilla leikskólabarna í íslenskum leikskólum, barna sem eru að fóta sig í flóknum heimi og læra samskipti við jafnaldra sína. Svona samskipti virðast sakleysisleg, en ef þau eru endurtekin gagnvart sama barninu án þess að hinir fullorðnu grípi inn í, skapast mynstur sem getur þróast út í einelti eða útilokun og varað árum saman. Mikilvægt er að byrgja brunninn og það er á ábyrgð hinna fullorðnu. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða leikskólum nú til notkunar forvarnarefni gegn einelti. Efnið nefnist Vinátta, eða Fri for mobberi í Danmörku þar sem það er upprunnið. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og samanstendur af verkefnatösku með raunhæfum verkefnum fyrir börnin og leiðbeiningum fyrir starfsfólk, en efnið er einnig notað með foreldrum. Árangur af notkun þess er mældur reglulega og reynist mjög góður. Samkvæmt Vináttu er litið á einelti sem félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein, en ekki einstaklingsbundið vandamál eins og áður var gjarnan álitið. Vinátta leggur áherslu á hópinn sem heild og að vinna með viðhorf og samskiptamynstur. Ekki er einblínt á að einhver sé slæmur og annar góður, ekki á geranda eða þolanda. Í Vináttu eru börnin þjálfuð í að setja sér mörk og bregðast við órétti sem þau og félagarnir eru beitt. Umburðarlyndi og samkennd Það sem einkennir barnahópa þar sem einelti nær ekki að þrífast er hár þröskuldur umburðarlyndis og samkennd. Börnin njóta virðingar og viðurkenningar. Þau finna sér sinn eðlilega sess í hópnum sama hver þau eru, hvernig þau líta út, hvaða hlutverki þau gegna eða hvers þau eru megnug. Gildi margbreytileikans er virt og umburðarlyndi fyrir því að hópurinn sé samsettur úr mismunandi einstaklingum með mismunandi einkennum og styrkleikum. Þar er jákvæður og góður skólabragur. Á því byggir Vinátta. Haustið 2014 tóku starfsmenn í sex leikskólum í jafnmörgum sveitarfélögum þátt í námskeiði á vegum Barnaheilla til að öðlast rétt til að nota Vináttu-námsefnið. Það er óhætt að segja að mikil ánægja sé með efnið meðal starfsfólks, barna og foreldra og góður árangur er af notkun þess. Nú hafa 25 nýir leikskólar sótt um að fá efnið til notkunar og munu starfsmenn þeirra sækja námskeið í janúar 2016 og fá námsefnið afhent að því loknu. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja bjóða fleiri leikskólum þátttöku í verkefninu og benda áhugasömum á að hafa samband við undirritaða á margret@barnaheill.is. Á vefsíðu Barnaheilla má sjá frekari upplýsingar um Vináttu. Árlega er haldið upp á alþjóðlegan dag gegn einelti 8. nóvember. Það er von Barnaheilla að innan tíðar verði Vináttu-verkefnið komið í notkun það víða að það skapi íslenskum börnum umhverfi þar sem einelti nær ekki að festa rætur og þrífast.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun