Viðskipti innlent

RÚV fær 800 milljón króna greiðslu vegna byggingarréttar

Sæunn Gísladóttir skrifar
Magnús Geir Þórðarson er útvarpsstjóri RÚV, hann hefur lagt áherslu á hagræðingar í sínu starfi.
Magnús Geir Þórðarson er útvarpsstjóri RÚV, hann hefur lagt áherslu á hagræðingar í sínu starfi. Vísir/Stefán
Í dag barst Ríkisútvarpinu ohf. innborgun vegna sölu byggingarréttar á hluta lóðar félagsins við Efstaleiti að upphæð 800 milljónir króna. Fjármunirnir eru nýttir til niðurgreiðslu skulda félagsins, segir í tilkynningu.Sala byggingarréttar er mikilvægur áfangi í fjárhagslegri endurskipulagningu Ríkisútvarpsins ohf. Áætlað er að ávinningur sölunnar í heild verði a.m.k. 1,5 milljarðar króna en hann ræðst af endanlega samþykktu deiliskipulagi. Nú er unnið að deiliskipulagi lóðarinnar á grundvelli vinningstillögu Arkþings um skipulag svæðisins. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um að ráðstöfunarheimild Ríkisútvarpsins yfir öllum lóðarréttindunum verði staðfest í samræmi við ákvæði þar um í fjáraukalögum fyrir árið 2015.Meðal hagræðingaaðgerða síðustu mánaða er endurskipulagning húsnæðismála RÚV, sem hefur minnkað við sig húsnæði í Útvarpshúsinu og leigt frá sér 2.750 fm til annarrar starfsemi. Þar kom einnig fram að nýlegt árshlutauppgjör félagsins sýnir jákvæðan viðsnúning í rekstri og að hagræðingaraðgerðir félagsins hafa skilað sér. Afkoma á tímabilinu 1.9.2014-31.8.2015 skilaði félagið hagnaði upp á 30,5 milljónir króna en tap ársins á undan (2013-2014) var 271 milljón króna eftir skatta. Rekstrarkostnaður lækkaði um 4,3% að raunvirði milli rekstrarára þrátt fyrir að kostnaður við dreifingu hækki á milli ára á grundvelli  samnings um stafræna dreifingu frá árinu 2013.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
1,04
18
257.231
SIMINN
0,65
6
220.620
SKEL
0,47
9
60.732
ORIGO
0,29
2
2.001
SYN
0,28
2
82

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-2,74
11
227.668
REGINN
-2,39
11
24.941
EIM
-1,7
5
81.625
TM
-1,59
9
93.496
ICEAIR
-1,41
119
182.558
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.