Heimsfrægur söngvari deildi mynd íslensks menntskælings Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2015 13:34 Laufey (t.h.) birti myndina af Sean Kingston á Instagram-reikningnum sínum og bjóst ekki við því að hinn heimsfrægi myndi nýta sér hana. myndir/laufey Menntskælingurinn Laufey Jónsdóttir öðlaðist örlitla heimsfrægð í nótt þegar rapparinn góðkunni Sean Kingston birti mynd sem Laufey tók á tónleikum hans á dögunum. Hún segir að tónleikarnir, sem voru á vegum Nemendafélags Verslunarskóla Íslands og fóru fram í Vodafonehöllinni, hafi boðið upp á þetta „ótrúlega góða móment“ sem hún fangaði á filmu. Myndina setti hún svo á Instagram-síðuna sína í gærkvöldi. Hún átt sér einskis ills von þegar hún lagðist á koddann í nótt. Þá brá Kingston á leik og birti mynd Laufeyjar á sínum reikningi. Færsluna má sjá hér að neðan. A photo posted by Sean Kingston (@seankingston) on Nov 13, 2015 at 4:15pm PST „Þegar ég er að fara að sofa í nótt skrifar vinkona mín við myndina hans Kingston og merkir mig inn á hana. Ég fer inn á þetta og sé myndina og ég fæ bara sjokk. „Guð, Sean Kingston að setja inn myndina mína!“ segir Laufey.Laufey JónsdóttirLjóst er að ekki einungis Kingston féll fyrir myndinni því að um 2000 aðdáendur hans hafa líkað við hana síðan hún birtist á miðnætti í nótt. Laufey gerir ráð fyrir því að myndbirtinguna megi rekja til þess að hún merkti söngvarann inn á myndina sína. Það sé þó alla jafna ekki ávísun á birtingu á reikningum stjarnanna. „Það sem mér finnst ótrúlega merkilegt er að það eru ótrúlega margir sem tagga Sean Kingston inn á myndirnar sínar en hann hefur greinilega valið mína mynd og sett hana á Instagramið sitt,“ segir Laufey. Þrátt fyrir birtinguna segist Laufey ekki ætla að rukka Kingston fyrir birtinguna, þó hún gæti alveg hugsað sér að fá boð á næstu tónleika söngvarans – enda gengst hún alveg við því að vera hirðljósmyndari þess bandaríska. Kingston hefur birt fleiri myndir frá heimsókn sinni hingað en þær má nálgast á Instagram-reikningi söngvarans. Sömuleiðis má nálgast upprunalegu færslu Laufeyjar á Instagram-reikningum hennar. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Menntskælingurinn Laufey Jónsdóttir öðlaðist örlitla heimsfrægð í nótt þegar rapparinn góðkunni Sean Kingston birti mynd sem Laufey tók á tónleikum hans á dögunum. Hún segir að tónleikarnir, sem voru á vegum Nemendafélags Verslunarskóla Íslands og fóru fram í Vodafonehöllinni, hafi boðið upp á þetta „ótrúlega góða móment“ sem hún fangaði á filmu. Myndina setti hún svo á Instagram-síðuna sína í gærkvöldi. Hún átt sér einskis ills von þegar hún lagðist á koddann í nótt. Þá brá Kingston á leik og birti mynd Laufeyjar á sínum reikningi. Færsluna má sjá hér að neðan. A photo posted by Sean Kingston (@seankingston) on Nov 13, 2015 at 4:15pm PST „Þegar ég er að fara að sofa í nótt skrifar vinkona mín við myndina hans Kingston og merkir mig inn á hana. Ég fer inn á þetta og sé myndina og ég fæ bara sjokk. „Guð, Sean Kingston að setja inn myndina mína!“ segir Laufey.Laufey JónsdóttirLjóst er að ekki einungis Kingston féll fyrir myndinni því að um 2000 aðdáendur hans hafa líkað við hana síðan hún birtist á miðnætti í nótt. Laufey gerir ráð fyrir því að myndbirtinguna megi rekja til þess að hún merkti söngvarann inn á myndina sína. Það sé þó alla jafna ekki ávísun á birtingu á reikningum stjarnanna. „Það sem mér finnst ótrúlega merkilegt er að það eru ótrúlega margir sem tagga Sean Kingston inn á myndirnar sínar en hann hefur greinilega valið mína mynd og sett hana á Instagramið sitt,“ segir Laufey. Þrátt fyrir birtinguna segist Laufey ekki ætla að rukka Kingston fyrir birtinguna, þó hún gæti alveg hugsað sér að fá boð á næstu tónleika söngvarans – enda gengst hún alveg við því að vera hirðljósmyndari þess bandaríska. Kingston hefur birt fleiri myndir frá heimsókn sinni hingað en þær má nálgast á Instagram-reikningi söngvarans. Sömuleiðis má nálgast upprunalegu færslu Laufeyjar á Instagram-reikningum hennar.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira