Mikilvægt að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra Höskuldur Kári Schram skrifar 17. nóvember 2015 18:45 Bjarni Benediktsson. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fagnar áhuga lífeyrissjóða á að kaupa hlut í Arionbanka. Hann segir þó mikilvægt að koma í veg fyrir óeðlilega hagsmunaárekstra þegar virkir fjárfestar koma að eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum. Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins skoða nú þann möguleika að kaupa Arionbanka og hafa fulltrúar þeirra þegar rætt við slitastjórn Kaupþings um málið. Fréttablaðið greindi frá þessu í dag en um er að ræða LSR, Gildi og Lífeyrissjóð Verslunarmanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fagnar þessum áhuga en segir þó mikilvægt að skoða hvernig það fari saman að lífeyrissjóðirnir, sem eru stórir fjárfestar á markaði , séu með ráðandi hlut í banka. „Mér finnst ekkert að því að einhver hlutur í bönkunum sé í eigu lífeyrissjóðanna jafnvel þó að það væru allir bankarnir þar undir. Í þessum tilvikum eru uppi sömu álitamál og við höfum áður staðið frammi fyrir. Hvernig tryggjum við að það verði ekki óeðlilegir hagsmunaárekstrar t.d. á milli fjárfestingarstarfsemi og viðskiptabankastarfsemi? Hvernig viljum við sjá aðila sem eru virkir fjárfestar koma að eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum? Það eru svona álitamál sem við þurfum að taka til umfjöllunar og afgreiða,“ segir Bjarni. Aðrir fjárfestingaraðilar höfðu áður óska eftir samfloti með lífeyrissjóðunum en sjóðirnir ákváðu hins vegar að ganga einir til viðræðna. „Ég er hins vegar dálítið hugsi yfir því hvernig fréttir hafa borist af þessum viðræðum, því það virðist blasa við manni að sjóðirnir vilja helst starfa með öðrum sjóðum og umfram aðra fjárfesta. Það vekur mann til umhugsunar um það hvort að þetta séu mjög aðskildir sjóðir eða ekki,“ segir Bjarni. Tengdar fréttir Formaður stjórnar Lífeyrissjóðs VR telur fjárfestingu í bönkunum betri nú en fyrir hrun Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins eru að skoða kaup á Arion banka. Lífeyrissjóðirnir töpuðu 480 milljörðum á bankahruninu. 17. nóvember 2015 14:10 Stefna að skráningu Arion á markað Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins funda með slitastjórn Kaupþings. Aðrir bíða á hliðarlínunni. 17. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fagnar áhuga lífeyrissjóða á að kaupa hlut í Arionbanka. Hann segir þó mikilvægt að koma í veg fyrir óeðlilega hagsmunaárekstra þegar virkir fjárfestar koma að eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum. Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins skoða nú þann möguleika að kaupa Arionbanka og hafa fulltrúar þeirra þegar rætt við slitastjórn Kaupþings um málið. Fréttablaðið greindi frá þessu í dag en um er að ræða LSR, Gildi og Lífeyrissjóð Verslunarmanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fagnar þessum áhuga en segir þó mikilvægt að skoða hvernig það fari saman að lífeyrissjóðirnir, sem eru stórir fjárfestar á markaði , séu með ráðandi hlut í banka. „Mér finnst ekkert að því að einhver hlutur í bönkunum sé í eigu lífeyrissjóðanna jafnvel þó að það væru allir bankarnir þar undir. Í þessum tilvikum eru uppi sömu álitamál og við höfum áður staðið frammi fyrir. Hvernig tryggjum við að það verði ekki óeðlilegir hagsmunaárekstrar t.d. á milli fjárfestingarstarfsemi og viðskiptabankastarfsemi? Hvernig viljum við sjá aðila sem eru virkir fjárfestar koma að eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum? Það eru svona álitamál sem við þurfum að taka til umfjöllunar og afgreiða,“ segir Bjarni. Aðrir fjárfestingaraðilar höfðu áður óska eftir samfloti með lífeyrissjóðunum en sjóðirnir ákváðu hins vegar að ganga einir til viðræðna. „Ég er hins vegar dálítið hugsi yfir því hvernig fréttir hafa borist af þessum viðræðum, því það virðist blasa við manni að sjóðirnir vilja helst starfa með öðrum sjóðum og umfram aðra fjárfesta. Það vekur mann til umhugsunar um það hvort að þetta séu mjög aðskildir sjóðir eða ekki,“ segir Bjarni.
Tengdar fréttir Formaður stjórnar Lífeyrissjóðs VR telur fjárfestingu í bönkunum betri nú en fyrir hrun Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins eru að skoða kaup á Arion banka. Lífeyrissjóðirnir töpuðu 480 milljörðum á bankahruninu. 17. nóvember 2015 14:10 Stefna að skráningu Arion á markað Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins funda með slitastjórn Kaupþings. Aðrir bíða á hliðarlínunni. 17. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Formaður stjórnar Lífeyrissjóðs VR telur fjárfestingu í bönkunum betri nú en fyrir hrun Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins eru að skoða kaup á Arion banka. Lífeyrissjóðirnir töpuðu 480 milljörðum á bankahruninu. 17. nóvember 2015 14:10
Stefna að skráningu Arion á markað Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins funda með slitastjórn Kaupþings. Aðrir bíða á hliðarlínunni. 17. nóvember 2015 06:00