Stefna að skráningu Arion á markað Ingvar Haraldsson skrifar 17. nóvember 2015 06:00 Eigið fé Arion banka nemur 175 milljörðum króna. Um umtalsverða fjárfestingu yrði að ræða fyrir lífeyrissjóðina kaupi þeir allan hlut Kaupþings í bankanum. Vísir/Pjetur Fulltrúar þriggja stærstu lífeyrissjóða landsins, LSR, Gildis og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, funduðu í gærmorgun með slitastjórn Kaupþings þar sem þeir lýstu yfir áhuga á að hefja viðræður um kaup á Arion banka. Samkvæmt stöðugleikaskilyrðum sem Kaupþing hefur undirgengist skal stefnt að því að selja 87 prósenta hlut Kaupþings í Arion banka fyrir árslok 2016, svo lengi sem viðunandi verð fáist. Bókfært virði hlutar Kaupþings í Arion banka nemur 152 milljörðum króna. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, segir að þeim hafi verið vel tekið og slitastjórnin hafi haft áhuga á að halda viðræðunum áfram. Hann býst við því að fundað verði á ný í næstu viku. Ekki sé farið að ræða neinar verðhugmyndir. Lífeyrissjóðirnir stefna að því að í kjölfar kaupanna, ef af verður, verði Arion banki skráður á markað. „Hugsunin á bak við þetta er að það verði bara lífeyrissjóðir í fyrstu atrennu en almenningur og þá aðrir fjárfestar í framhaldinu. En þetta á allt eftir að móta frekar þegar við áttum okkur á því hvort við fáum þær undirtektir sem við þurfum,“ segir Árni.Árni GuðmundssonEkki hefur komið til tals að fá erlenda fjárfesta með lífeyrissjóðunum í viðræðurnar að sögn Árna. Hann útilokar hins vegar ekki að af því verði standi slíkt til boða. Öðrum lífeyrissjóðum hefur verið greint frá áformunum. „Ef af samningi verður, þá verður öllum lífeyrissjóðum boðið að taka þátt í verkefninu,“ segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, stærsta lífeyrissjóðs landsins. Þá útilokar hann ekki að fleiri lífeyrissjóðir taki þátt í viðræðunum þegar á líður. Haukur segir lífeyrissjóðina ekki hafa áhuga á því að fara með virkan eignarhlut í fjarmálafyrirtæki þannig að eignarhlutur hvers lífeyrissjóðs yrði alltaf undir tíu prósentum fari svo að af samningum verði. Ljóst er að um talsverða fjárfestingu yrði að ræða fyrir lífeyrissjóðina, sérstaklega þá minni verði af aðild þeirra. Þeir lífeyrissjóðir sem eru á eftir LSR, Gildi og Lífeyrissjóði verslunarmanna að stærð áttu um síðustu áramót ríflega 150 milljarða eignir hver. Því gæti tæplega tíu prósenta eignarhlutur í Arion banka numið tíu prósentum af heildareignum minni lífeyrissjóða. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Fulltrúar þriggja stærstu lífeyrissjóða landsins, LSR, Gildis og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, funduðu í gærmorgun með slitastjórn Kaupþings þar sem þeir lýstu yfir áhuga á að hefja viðræður um kaup á Arion banka. Samkvæmt stöðugleikaskilyrðum sem Kaupþing hefur undirgengist skal stefnt að því að selja 87 prósenta hlut Kaupþings í Arion banka fyrir árslok 2016, svo lengi sem viðunandi verð fáist. Bókfært virði hlutar Kaupþings í Arion banka nemur 152 milljörðum króna. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, segir að þeim hafi verið vel tekið og slitastjórnin hafi haft áhuga á að halda viðræðunum áfram. Hann býst við því að fundað verði á ný í næstu viku. Ekki sé farið að ræða neinar verðhugmyndir. Lífeyrissjóðirnir stefna að því að í kjölfar kaupanna, ef af verður, verði Arion banki skráður á markað. „Hugsunin á bak við þetta er að það verði bara lífeyrissjóðir í fyrstu atrennu en almenningur og þá aðrir fjárfestar í framhaldinu. En þetta á allt eftir að móta frekar þegar við áttum okkur á því hvort við fáum þær undirtektir sem við þurfum,“ segir Árni.Árni GuðmundssonEkki hefur komið til tals að fá erlenda fjárfesta með lífeyrissjóðunum í viðræðurnar að sögn Árna. Hann útilokar hins vegar ekki að af því verði standi slíkt til boða. Öðrum lífeyrissjóðum hefur verið greint frá áformunum. „Ef af samningi verður, þá verður öllum lífeyrissjóðum boðið að taka þátt í verkefninu,“ segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, stærsta lífeyrissjóðs landsins. Þá útilokar hann ekki að fleiri lífeyrissjóðir taki þátt í viðræðunum þegar á líður. Haukur segir lífeyrissjóðina ekki hafa áhuga á því að fara með virkan eignarhlut í fjarmálafyrirtæki þannig að eignarhlutur hvers lífeyrissjóðs yrði alltaf undir tíu prósentum fari svo að af samningum verði. Ljóst er að um talsverða fjárfestingu yrði að ræða fyrir lífeyrissjóðina, sérstaklega þá minni verði af aðild þeirra. Þeir lífeyrissjóðir sem eru á eftir LSR, Gildi og Lífeyrissjóði verslunarmanna að stærð áttu um síðustu áramót ríflega 150 milljarða eignir hver. Því gæti tæplega tíu prósenta eignarhlutur í Arion banka numið tíu prósentum af heildareignum minni lífeyrissjóða.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira