Stefna að skráningu Arion á markað Ingvar Haraldsson skrifar 17. nóvember 2015 06:00 Eigið fé Arion banka nemur 175 milljörðum króna. Um umtalsverða fjárfestingu yrði að ræða fyrir lífeyrissjóðina kaupi þeir allan hlut Kaupþings í bankanum. Vísir/Pjetur Fulltrúar þriggja stærstu lífeyrissjóða landsins, LSR, Gildis og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, funduðu í gærmorgun með slitastjórn Kaupþings þar sem þeir lýstu yfir áhuga á að hefja viðræður um kaup á Arion banka. Samkvæmt stöðugleikaskilyrðum sem Kaupþing hefur undirgengist skal stefnt að því að selja 87 prósenta hlut Kaupþings í Arion banka fyrir árslok 2016, svo lengi sem viðunandi verð fáist. Bókfært virði hlutar Kaupþings í Arion banka nemur 152 milljörðum króna. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, segir að þeim hafi verið vel tekið og slitastjórnin hafi haft áhuga á að halda viðræðunum áfram. Hann býst við því að fundað verði á ný í næstu viku. Ekki sé farið að ræða neinar verðhugmyndir. Lífeyrissjóðirnir stefna að því að í kjölfar kaupanna, ef af verður, verði Arion banki skráður á markað. „Hugsunin á bak við þetta er að það verði bara lífeyrissjóðir í fyrstu atrennu en almenningur og þá aðrir fjárfestar í framhaldinu. En þetta á allt eftir að móta frekar þegar við áttum okkur á því hvort við fáum þær undirtektir sem við þurfum,“ segir Árni.Árni GuðmundssonEkki hefur komið til tals að fá erlenda fjárfesta með lífeyrissjóðunum í viðræðurnar að sögn Árna. Hann útilokar hins vegar ekki að af því verði standi slíkt til boða. Öðrum lífeyrissjóðum hefur verið greint frá áformunum. „Ef af samningi verður, þá verður öllum lífeyrissjóðum boðið að taka þátt í verkefninu,“ segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, stærsta lífeyrissjóðs landsins. Þá útilokar hann ekki að fleiri lífeyrissjóðir taki þátt í viðræðunum þegar á líður. Haukur segir lífeyrissjóðina ekki hafa áhuga á því að fara með virkan eignarhlut í fjarmálafyrirtæki þannig að eignarhlutur hvers lífeyrissjóðs yrði alltaf undir tíu prósentum fari svo að af samningum verði. Ljóst er að um talsverða fjárfestingu yrði að ræða fyrir lífeyrissjóðina, sérstaklega þá minni verði af aðild þeirra. Þeir lífeyrissjóðir sem eru á eftir LSR, Gildi og Lífeyrissjóði verslunarmanna að stærð áttu um síðustu áramót ríflega 150 milljarða eignir hver. Því gæti tæplega tíu prósenta eignarhlutur í Arion banka numið tíu prósentum af heildareignum minni lífeyrissjóða. Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Fulltrúar þriggja stærstu lífeyrissjóða landsins, LSR, Gildis og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, funduðu í gærmorgun með slitastjórn Kaupþings þar sem þeir lýstu yfir áhuga á að hefja viðræður um kaup á Arion banka. Samkvæmt stöðugleikaskilyrðum sem Kaupþing hefur undirgengist skal stefnt að því að selja 87 prósenta hlut Kaupþings í Arion banka fyrir árslok 2016, svo lengi sem viðunandi verð fáist. Bókfært virði hlutar Kaupþings í Arion banka nemur 152 milljörðum króna. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, segir að þeim hafi verið vel tekið og slitastjórnin hafi haft áhuga á að halda viðræðunum áfram. Hann býst við því að fundað verði á ný í næstu viku. Ekki sé farið að ræða neinar verðhugmyndir. Lífeyrissjóðirnir stefna að því að í kjölfar kaupanna, ef af verður, verði Arion banki skráður á markað. „Hugsunin á bak við þetta er að það verði bara lífeyrissjóðir í fyrstu atrennu en almenningur og þá aðrir fjárfestar í framhaldinu. En þetta á allt eftir að móta frekar þegar við áttum okkur á því hvort við fáum þær undirtektir sem við þurfum,“ segir Árni.Árni GuðmundssonEkki hefur komið til tals að fá erlenda fjárfesta með lífeyrissjóðunum í viðræðurnar að sögn Árna. Hann útilokar hins vegar ekki að af því verði standi slíkt til boða. Öðrum lífeyrissjóðum hefur verið greint frá áformunum. „Ef af samningi verður, þá verður öllum lífeyrissjóðum boðið að taka þátt í verkefninu,“ segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, stærsta lífeyrissjóðs landsins. Þá útilokar hann ekki að fleiri lífeyrissjóðir taki þátt í viðræðunum þegar á líður. Haukur segir lífeyrissjóðina ekki hafa áhuga á því að fara með virkan eignarhlut í fjarmálafyrirtæki þannig að eignarhlutur hvers lífeyrissjóðs yrði alltaf undir tíu prósentum fari svo að af samningum verði. Ljóst er að um talsverða fjárfestingu yrði að ræða fyrir lífeyrissjóðina, sérstaklega þá minni verði af aðild þeirra. Þeir lífeyrissjóðir sem eru á eftir LSR, Gildi og Lífeyrissjóði verslunarmanna að stærð áttu um síðustu áramót ríflega 150 milljarða eignir hver. Því gæti tæplega tíu prósenta eignarhlutur í Arion banka numið tíu prósentum af heildareignum minni lífeyrissjóða.
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira