Formaður stjórnar Lífeyrissjóðs VR telur fjárfestingu í bönkunum betri nú en fyrir hrun Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2015 14:10 Höfuðstöðvar Arion í Borgartúni. Vísir/Pjetur Stjórnarformaður Lífeyrissjóðs VR segir enn ekki ákveðið hvort sjóðurinn taki þátt í að kaupa Arion banka með öðrum lífeyrissjóðum. Ef að kaupum verði yrði eignarhlutur sjóðsins mun minni en hann var í bönkunum fyrir hrun.Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins, LSR, Gildi og Lífeyrissjóður VR sé að skoða möguleika á að kaupa Arion banka og hefðu fundað með slitastjórn Kaupþings sem á 87 prósent í bankanum í gær. Lífeyrissjóðir landsins töpuðu um 480 milljörðum króna, sem svaraði þá til 12 ára iðgreiðsla sjóðsfélaga, á bankahruninu, meðal annars vegna eignarhluta sinna í bönkunum.Ásta Rut Jónasóttir stjórnarformaður Lífeyrissjóðs VRÁsta Rut Jónasóttir stjórnarformaður Lífeyrissjóðs VR segir að auðvitað hræði fortíðin í þessum efnum. Málið sé hins vegar komið mjög skammt á veg. Það er bara búið að taka ákvörðun innan stjórnarinnar um að skoða þetta mál og möguleika á kaupum. Það er ekki komin nein ákvörðun um að kaupa því það er heldur ekki komið neitt verða eða neitt slíkt. Það er bara verið að skoða hvort slitastjórn Arion banka sé tilbúin að selja bankann. Það er ekki komið neitt lengra,“ segir Ásta Rut. Ef af þessari fjárfestingu verði myndi það vera til langs tíma enda séu lífeyrissjóðirnir yfirleitt í langtíma fjárfestingum. „Það sem er auðvitað mikilvægt að hafa í huga varðandi þessa fjárfestingu ef að yrði, er að auðvitað er bankinn í allt öðru rekstrarformi í dag en hann var. Og í rauninni í miklu einfaldara formi,“ segir Ásta Rut. Ef að yrðu myndi eignarhlutur Lífeyrissjóðs VR verða miklu minni en hann var í bönkunum fyrir hrun. „Auvitað eru allar fjárfestingar að einhverju leyti áhættusamar og þessi yrði ekkert undanskilin því. En við teljum engu að síður eins og bankinn er uppbyggður núna og eins og rekstur bankans er sé þetta mun minni áhætta en kannski var fyrir hrun,“ segir Ásta Rut. Ef lífeyrissjóðirnir eignist Arion banka séu allir sammála um að bankinn færi á markað þannig að allir fjárfestar og almenningur gætu keypt hlut í bankanum. Hún ítrekar hins vegar að málið sé skammt á veg komið. „Þetta er ekkert að fara að gerast á næstu vikum eða fyrir áramót. Eflaust verða einhverjar viðræður í gangi ennþá fyrir áramót. En það verði ekki einhver taktur í þessu fyrir en eftir áramót,“ segir Ásta Rut Jónasdóttir. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Stjórnarformaður Lífeyrissjóðs VR segir enn ekki ákveðið hvort sjóðurinn taki þátt í að kaupa Arion banka með öðrum lífeyrissjóðum. Ef að kaupum verði yrði eignarhlutur sjóðsins mun minni en hann var í bönkunum fyrir hrun.Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins, LSR, Gildi og Lífeyrissjóður VR sé að skoða möguleika á að kaupa Arion banka og hefðu fundað með slitastjórn Kaupþings sem á 87 prósent í bankanum í gær. Lífeyrissjóðir landsins töpuðu um 480 milljörðum króna, sem svaraði þá til 12 ára iðgreiðsla sjóðsfélaga, á bankahruninu, meðal annars vegna eignarhluta sinna í bönkunum.Ásta Rut Jónasóttir stjórnarformaður Lífeyrissjóðs VRÁsta Rut Jónasóttir stjórnarformaður Lífeyrissjóðs VR segir að auðvitað hræði fortíðin í þessum efnum. Málið sé hins vegar komið mjög skammt á veg. Það er bara búið að taka ákvörðun innan stjórnarinnar um að skoða þetta mál og möguleika á kaupum. Það er ekki komin nein ákvörðun um að kaupa því það er heldur ekki komið neitt verða eða neitt slíkt. Það er bara verið að skoða hvort slitastjórn Arion banka sé tilbúin að selja bankann. Það er ekki komið neitt lengra,“ segir Ásta Rut. Ef af þessari fjárfestingu verði myndi það vera til langs tíma enda séu lífeyrissjóðirnir yfirleitt í langtíma fjárfestingum. „Það sem er auðvitað mikilvægt að hafa í huga varðandi þessa fjárfestingu ef að yrði, er að auðvitað er bankinn í allt öðru rekstrarformi í dag en hann var. Og í rauninni í miklu einfaldara formi,“ segir Ásta Rut. Ef að yrðu myndi eignarhlutur Lífeyrissjóðs VR verða miklu minni en hann var í bönkunum fyrir hrun. „Auvitað eru allar fjárfestingar að einhverju leyti áhættusamar og þessi yrði ekkert undanskilin því. En við teljum engu að síður eins og bankinn er uppbyggður núna og eins og rekstur bankans er sé þetta mun minni áhætta en kannski var fyrir hrun,“ segir Ásta Rut. Ef lífeyrissjóðirnir eignist Arion banka séu allir sammála um að bankinn færi á markað þannig að allir fjárfestar og almenningur gætu keypt hlut í bankanum. Hún ítrekar hins vegar að málið sé skammt á veg komið. „Þetta er ekkert að fara að gerast á næstu vikum eða fyrir áramót. Eflaust verða einhverjar viðræður í gangi ennþá fyrir áramót. En það verði ekki einhver taktur í þessu fyrir en eftir áramót,“ segir Ásta Rut Jónasdóttir.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira