Erlent

Einn leiðtoga mexíkósks eiturlyfjahrings tekinn höndum

Atli Ísleifsson skrifar
42 liðsmenn samtakanna féllu í átökum við lögreglu í Michoacán-fylki í maí.
42 liðsmenn samtakanna féllu í átökum við lögreglu í Michoacán-fylki í maí. Vísir/EPA
Lögregla í Mexíkó hefur handtekið einn af hæst settu mönnunum í glæpasamtökunum Jalisco New Generation. Ivan Cazarin Molina er grunaður um eiturlyfjasmygl, mannrán og morð.

Í frétt SVT kemur fram að Molina sé meðal annars sakaður um að hafa skotið niður herþyrlu í Jalisco-fylki í maí síðastliðinn þar sem átta her- og lögreglumenn fórust.

Fyrr í sumar var annar leiðtogi innan samtakanna, Ruben Oseguera, sem er sonur æðsta stjórnandans Nemesio Oseguera, handtekinn.

Jalisco New Generation er talinn vera einn stærsti og hættulegasti eiturlyfjahringurinn í landinu, en liðsmenn hans hafa myrt um þrjátíu lögreglumenn og hermenn frá í maí.

42 liðsmenn samtakanna féllu í átökum við lögreglu í Michoacán-fylki í maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×