Viðskipti innlent

Orka náttúrunnar uppfærir allar hraðhleðslustöðvar

Sæunn Gísladóttir skrifar
Fyrsta uppfærða stöðin er komin í notkun og er hún við Smáralind.
Fyrsta uppfærða stöðin er komin í notkun og er hún við Smáralind. Vísir/ON
Orka náttúrunnar (ON) vinnur nú að því að uppfæra allar hraðhleðslustöðvar fyrirtækisins svo rafdælurnar þjóni sem flestum gerðum rafbíla. Fyrsta uppfærða stöðin er komin í notkun og er hún við Smáralind, segir í tilkynningu.

ON hlaut nú í haust Umhverfisverðlaun atvinnulífsins fyrir þetta metnaðarfulla verkefni

Snemma árs 2014 hóf ON, í samstarfi við fjölda aðila, að setja upp hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla.  Þær uppfylltu svokallaðan ChadeMo staðal, sem er japanskur að uppruna. Síðan þá hafa Evrópuríki komið sér saman um Combo-staðalinn og AC43 er sá þriðji. Tesla er með eigin staðal en eigendur slíkra bíla geta notað stöðvarnar með millistykki.

Með uppfærslunni munu allar stöðvarnar þjóna eigendum rafbíla samkvæmt algengustu stöðlunum, Combo og ChadeMo og fimm þeirra samkvæmt AC43 staðlinum. Hægt verður að fylgjast með framvindu verkefnisins á heimasíðu ON,

Tvær hraðhleðslustöðvar á Akureyri

Nú vinnur ON að því í samstarfi við Vistorku á Akureyri að koma upp tveimur hraðhleðslustöðvum í bænum. Reikna má með að þær komist í rekstur fljótlega upp úr áramótum.


Tengdar fréttir

Hringvegurinn illfær rafmagnsbílum

Einungis tíu hraðhleðslustöðvar eru hér á landi og allar eru þær á suðvesturhorninu. Viðskiptastjóri Orku náttúrunnar segir standa til að fjölga þeim en ekki liggi fyrir áætlun um að leggja þær hringinn í kringum landið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×