Míkadó í Herjólfi Frosti Ólafsson skrifar 4. nóvember 2015 10:00 Ég átti vin í barnæsku sem var snillingur í Míkadó. Fyrir þá sem ekki muna þá gengur leikurinn út á að draga ofvaxna tannstöngla úr tannstönglahrúgu án þess að skapa minnstu hreyfingu í hrúgunni. Kænska æskuvinarins fólst í því að tryggja hagfelldar ytri aðstæður. Öllum gluggum var lokað, grafarþögn átti að ríkja og spilað var á teppi. Leikurinn entist sjaldnast lengur en eina umferð.Að skapa meira úr minnu Mikið hefur verið rætt og ritað um framleiðni á Íslandi. Í sinni einföldustu mynd gengur aukin framleiðni út á það að skapa meira með minna. Með þeim hætti má skapa meiri verðmæti sem mynda grundvöll bæði kaupmáttar og velferðar. Framleiðni hérlendis er lág. Mikil atvinnuþátttaka og margar vinnustundir gera Íslendingum þó kleift að jafna leikinn. Það breytir ekki þeirri staðreynd að til mikils væri að vinna með aukinni framleiðni. Ábatinn fælist í svigrúmi til fækkunar vinnustunda og aukningu kaupmáttar. Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company benti á að stærstu tækifæri til aukinnar framleiðni á Íslandi lægju í þjónustugeiranum. Of margir starfa í innlendri þjónustu og of fáir starfa við útflutning. Margt má betur fara í þjónustugeiranum. Viðskiptaráð hefur bent á umfangsmikil tækifæri til aukinnar framleiðni í opinbera hluta hans. Þá eru jafnframt brotalamir í umgjörð einkageirans, einkum hvað varðar regluverk og eftirlit. Engin áskorun er þó stærri en þær hagsveiflur sem íslensk fyrirtæki búa við.Hvar liggja tækifærin? Ekki þarf að horfa langt aftur í tímann til að sjá hvernig þessi vandi brýst fram. Á þenslutímanum 2003 til 2008 fjölgaði störfum í innlenda þjónustugeiranum um ríflega 20 þúsund. Neysla var mikil, krónan var sterk og kaupmáttur hár. Yfir sama tímabil fækkaði störfum við útflutning. Þessi þróun snerist harkalega við í samdrættinum sem fylgdi árin á eftir. Þannig fækkaði störfum í innlendri þjónustu um 12 þúsund árin 2008 til 2014. Störfum í útflutningi fjölgaði hins vegar á sama tíma. Þessi sveifla endurspeglar ágætlega rekstrarskilyrði fyrirtækja á Íslandi.Fínpússun á fleygiferð Aukin framleiðni gengur út á fínstillingar. Að kreista fram aukna hagkvæmni í rekstri með öllum tiltækum leiðum. Þegar framleiðsluþættir eru á fleygiferð og jafnvægi ríkir sjaldnast lengur en nokkra mánuði í senn er ómögulegt að einbeita sér að fínstillingum. Mikilvægi efnahagslegs stöðugleika verður seint vanmetið. Ef Ísland ætlar að skipa sér í fremstu röð er því óhjákvæmilegt að endurskoða hagstjórn og verklag aðila vinnumarkaðarins. Það nær enginn árangri í Míkadó ef spilað er á parketi um borð í Herjólfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Ég átti vin í barnæsku sem var snillingur í Míkadó. Fyrir þá sem ekki muna þá gengur leikurinn út á að draga ofvaxna tannstöngla úr tannstönglahrúgu án þess að skapa minnstu hreyfingu í hrúgunni. Kænska æskuvinarins fólst í því að tryggja hagfelldar ytri aðstæður. Öllum gluggum var lokað, grafarþögn átti að ríkja og spilað var á teppi. Leikurinn entist sjaldnast lengur en eina umferð.Að skapa meira úr minnu Mikið hefur verið rætt og ritað um framleiðni á Íslandi. Í sinni einföldustu mynd gengur aukin framleiðni út á það að skapa meira með minna. Með þeim hætti má skapa meiri verðmæti sem mynda grundvöll bæði kaupmáttar og velferðar. Framleiðni hérlendis er lág. Mikil atvinnuþátttaka og margar vinnustundir gera Íslendingum þó kleift að jafna leikinn. Það breytir ekki þeirri staðreynd að til mikils væri að vinna með aukinni framleiðni. Ábatinn fælist í svigrúmi til fækkunar vinnustunda og aukningu kaupmáttar. Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company benti á að stærstu tækifæri til aukinnar framleiðni á Íslandi lægju í þjónustugeiranum. Of margir starfa í innlendri þjónustu og of fáir starfa við útflutning. Margt má betur fara í þjónustugeiranum. Viðskiptaráð hefur bent á umfangsmikil tækifæri til aukinnar framleiðni í opinbera hluta hans. Þá eru jafnframt brotalamir í umgjörð einkageirans, einkum hvað varðar regluverk og eftirlit. Engin áskorun er þó stærri en þær hagsveiflur sem íslensk fyrirtæki búa við.Hvar liggja tækifærin? Ekki þarf að horfa langt aftur í tímann til að sjá hvernig þessi vandi brýst fram. Á þenslutímanum 2003 til 2008 fjölgaði störfum í innlenda þjónustugeiranum um ríflega 20 þúsund. Neysla var mikil, krónan var sterk og kaupmáttur hár. Yfir sama tímabil fækkaði störfum við útflutning. Þessi þróun snerist harkalega við í samdrættinum sem fylgdi árin á eftir. Þannig fækkaði störfum í innlendri þjónustu um 12 þúsund árin 2008 til 2014. Störfum í útflutningi fjölgaði hins vegar á sama tíma. Þessi sveifla endurspeglar ágætlega rekstrarskilyrði fyrirtækja á Íslandi.Fínpússun á fleygiferð Aukin framleiðni gengur út á fínstillingar. Að kreista fram aukna hagkvæmni í rekstri með öllum tiltækum leiðum. Þegar framleiðsluþættir eru á fleygiferð og jafnvægi ríkir sjaldnast lengur en nokkra mánuði í senn er ómögulegt að einbeita sér að fínstillingum. Mikilvægi efnahagslegs stöðugleika verður seint vanmetið. Ef Ísland ætlar að skipa sér í fremstu röð er því óhjákvæmilegt að endurskoða hagstjórn og verklag aðila vinnumarkaðarins. Það nær enginn árangri í Míkadó ef spilað er á parketi um borð í Herjólfi.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun