Míkadó í Herjólfi Frosti Ólafsson skrifar 4. nóvember 2015 10:00 Ég átti vin í barnæsku sem var snillingur í Míkadó. Fyrir þá sem ekki muna þá gengur leikurinn út á að draga ofvaxna tannstöngla úr tannstönglahrúgu án þess að skapa minnstu hreyfingu í hrúgunni. Kænska æskuvinarins fólst í því að tryggja hagfelldar ytri aðstæður. Öllum gluggum var lokað, grafarþögn átti að ríkja og spilað var á teppi. Leikurinn entist sjaldnast lengur en eina umferð.Að skapa meira úr minnu Mikið hefur verið rætt og ritað um framleiðni á Íslandi. Í sinni einföldustu mynd gengur aukin framleiðni út á það að skapa meira með minna. Með þeim hætti má skapa meiri verðmæti sem mynda grundvöll bæði kaupmáttar og velferðar. Framleiðni hérlendis er lág. Mikil atvinnuþátttaka og margar vinnustundir gera Íslendingum þó kleift að jafna leikinn. Það breytir ekki þeirri staðreynd að til mikils væri að vinna með aukinni framleiðni. Ábatinn fælist í svigrúmi til fækkunar vinnustunda og aukningu kaupmáttar. Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company benti á að stærstu tækifæri til aukinnar framleiðni á Íslandi lægju í þjónustugeiranum. Of margir starfa í innlendri þjónustu og of fáir starfa við útflutning. Margt má betur fara í þjónustugeiranum. Viðskiptaráð hefur bent á umfangsmikil tækifæri til aukinnar framleiðni í opinbera hluta hans. Þá eru jafnframt brotalamir í umgjörð einkageirans, einkum hvað varðar regluverk og eftirlit. Engin áskorun er þó stærri en þær hagsveiflur sem íslensk fyrirtæki búa við.Hvar liggja tækifærin? Ekki þarf að horfa langt aftur í tímann til að sjá hvernig þessi vandi brýst fram. Á þenslutímanum 2003 til 2008 fjölgaði störfum í innlenda þjónustugeiranum um ríflega 20 þúsund. Neysla var mikil, krónan var sterk og kaupmáttur hár. Yfir sama tímabil fækkaði störfum við útflutning. Þessi þróun snerist harkalega við í samdrættinum sem fylgdi árin á eftir. Þannig fækkaði störfum í innlendri þjónustu um 12 þúsund árin 2008 til 2014. Störfum í útflutningi fjölgaði hins vegar á sama tíma. Þessi sveifla endurspeglar ágætlega rekstrarskilyrði fyrirtækja á Íslandi.Fínpússun á fleygiferð Aukin framleiðni gengur út á fínstillingar. Að kreista fram aukna hagkvæmni í rekstri með öllum tiltækum leiðum. Þegar framleiðsluþættir eru á fleygiferð og jafnvægi ríkir sjaldnast lengur en nokkra mánuði í senn er ómögulegt að einbeita sér að fínstillingum. Mikilvægi efnahagslegs stöðugleika verður seint vanmetið. Ef Ísland ætlar að skipa sér í fremstu röð er því óhjákvæmilegt að endurskoða hagstjórn og verklag aðila vinnumarkaðarins. Það nær enginn árangri í Míkadó ef spilað er á parketi um borð í Herjólfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég átti vin í barnæsku sem var snillingur í Míkadó. Fyrir þá sem ekki muna þá gengur leikurinn út á að draga ofvaxna tannstöngla úr tannstönglahrúgu án þess að skapa minnstu hreyfingu í hrúgunni. Kænska æskuvinarins fólst í því að tryggja hagfelldar ytri aðstæður. Öllum gluggum var lokað, grafarþögn átti að ríkja og spilað var á teppi. Leikurinn entist sjaldnast lengur en eina umferð.Að skapa meira úr minnu Mikið hefur verið rætt og ritað um framleiðni á Íslandi. Í sinni einföldustu mynd gengur aukin framleiðni út á það að skapa meira með minna. Með þeim hætti má skapa meiri verðmæti sem mynda grundvöll bæði kaupmáttar og velferðar. Framleiðni hérlendis er lág. Mikil atvinnuþátttaka og margar vinnustundir gera Íslendingum þó kleift að jafna leikinn. Það breytir ekki þeirri staðreynd að til mikils væri að vinna með aukinni framleiðni. Ábatinn fælist í svigrúmi til fækkunar vinnustunda og aukningu kaupmáttar. Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company benti á að stærstu tækifæri til aukinnar framleiðni á Íslandi lægju í þjónustugeiranum. Of margir starfa í innlendri þjónustu og of fáir starfa við útflutning. Margt má betur fara í þjónustugeiranum. Viðskiptaráð hefur bent á umfangsmikil tækifæri til aukinnar framleiðni í opinbera hluta hans. Þá eru jafnframt brotalamir í umgjörð einkageirans, einkum hvað varðar regluverk og eftirlit. Engin áskorun er þó stærri en þær hagsveiflur sem íslensk fyrirtæki búa við.Hvar liggja tækifærin? Ekki þarf að horfa langt aftur í tímann til að sjá hvernig þessi vandi brýst fram. Á þenslutímanum 2003 til 2008 fjölgaði störfum í innlenda þjónustugeiranum um ríflega 20 þúsund. Neysla var mikil, krónan var sterk og kaupmáttur hár. Yfir sama tímabil fækkaði störfum við útflutning. Þessi þróun snerist harkalega við í samdrættinum sem fylgdi árin á eftir. Þannig fækkaði störfum í innlendri þjónustu um 12 þúsund árin 2008 til 2014. Störfum í útflutningi fjölgaði hins vegar á sama tíma. Þessi sveifla endurspeglar ágætlega rekstrarskilyrði fyrirtækja á Íslandi.Fínpússun á fleygiferð Aukin framleiðni gengur út á fínstillingar. Að kreista fram aukna hagkvæmni í rekstri með öllum tiltækum leiðum. Þegar framleiðsluþættir eru á fleygiferð og jafnvægi ríkir sjaldnast lengur en nokkra mánuði í senn er ómögulegt að einbeita sér að fínstillingum. Mikilvægi efnahagslegs stöðugleika verður seint vanmetið. Ef Ísland ætlar að skipa sér í fremstu röð er því óhjákvæmilegt að endurskoða hagstjórn og verklag aðila vinnumarkaðarins. Það nær enginn árangri í Míkadó ef spilað er á parketi um borð í Herjólfi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar