Afríka verður illa úti vegna samdráttar í Kína Lars Christensen skrifar 4. nóvember 2015 10:15 Velgengnissaga sem sjaldan er sögð úr hinu hnattræna hagkerfi síðustu tuttugu ára hefur verið Afríka. Af þeim tuttugu hagkerfum sem vaxið hafa hraðast í heiminum síðustu tvo áratugi er helmingurinn í Afríku. Mikilvægasti þátturinn í velgengni Afríku er sennilega sú staðreynd að lok kalda stríðsins, snemma á 10. áratug síðustu aldar, þýddu að stuðningi vesturveldanna og austurblokkarinnar við einræðisstjórnir í Afríku var hætt, og afleiðingin var sú að lýðræði – þótt ófullkomið sé – hefur smám saman breiðst út um Afríku og um leið meiri virðing fyrir réttarríkinu. Annar mjög mikilvægur þáttur er skörp hækkun á hrávöruverði í heiminum sem átti sér stað frá því seint á 10. áratugnum og til 2008. Og þar sem mörg Afríkuríki eru hrávöruútflytjendur hafa þau hagnast gríðarlega á hækkandi olíuverði. Hækkunin á hrávöruverði hefur að sjálfsögðu að miklu leyti verið afleiðing af mjög miklum hagvexti í Kína síðan snemma á 10. áratugnum. Þess vegna eru sterk tengsl á milli mikils kínversks hagvaxtar og hærra hrávöruverðs, sem aftur hefur stutt við hagvöxt í Afríku. En það eru líka sterkari tengsl á milli Afríku og Kína – miklar beinar fjárfestingar Kínverja í Afríku. En gæfan gæti verið á þrotum.Samdráttur í Kína slær á hagvöxt í Afríku Hægt hefur verulega á hagvexti í Kína á síðustu árum og það er ástæða til að ætla að samdrátturinn haldi áfram næstu áratugi þar sem Kína stendur frammi fyrir alvarlegum kerfislægum mótbyr, sérstaklega vegna mjög neikvæðrar mannfjöldaþróunar. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Afríku. Annars vegar hefur hrávöruverð hrapað samfara samdrættinum í Kína og hins vegar hefur komið fram aukinn þrýstingur á beinar fjárfestingar Kínverja í Afríku. Þannig hafa fjárfestingar Kínverja, samkvæmt mati sumra, minnkað um allt að 85% á þessu ári. „Kínverska áfallið“ hefur komið fram bæði á fjármálamörkuðum – þar sem gjaldmiðlar Afríku hafa veikst verulega á þessu ári – og í samdrætti hagvaxtar í Afríku. Svo með samdrætti í Kína er meðbyrinn að breytast í mótvind fyrir Afríku og það hefur ekki aðeins áhrif á markaði og hagvöxt heldur er líklegt að það hafi neikvæð pólitísk áhrif. Þegar þrengir að hagvexti er því líklegt að við sjáum aukin vandamál í ríkisfjármálum um alla Afríku og því fylgir aukin efnahagsleg óvissa og getur auðveldlega aukið pólitíska spennu í mörgum af viðkvæmustu lýðræðisríkjum Afríku. Niðurstaðan: Afríka hefur verið velgengnissaga sem sjaldan er sögð, en nú kunnum við að standa á krossgötum þar sem auðveldir kostir eru ekki lengur í boði. Að því sögðu: Mörg ríki Afríku hafa gert raunverulegar endurbætur á síðustu tíu til fimmtán árum og vonandi gerir það þeim kleift að komast í gegnum þrengingarnar þegar samdrátturinn heldur áfram í Kína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Velgengnissaga sem sjaldan er sögð úr hinu hnattræna hagkerfi síðustu tuttugu ára hefur verið Afríka. Af þeim tuttugu hagkerfum sem vaxið hafa hraðast í heiminum síðustu tvo áratugi er helmingurinn í Afríku. Mikilvægasti þátturinn í velgengni Afríku er sennilega sú staðreynd að lok kalda stríðsins, snemma á 10. áratug síðustu aldar, þýddu að stuðningi vesturveldanna og austurblokkarinnar við einræðisstjórnir í Afríku var hætt, og afleiðingin var sú að lýðræði – þótt ófullkomið sé – hefur smám saman breiðst út um Afríku og um leið meiri virðing fyrir réttarríkinu. Annar mjög mikilvægur þáttur er skörp hækkun á hrávöruverði í heiminum sem átti sér stað frá því seint á 10. áratugnum og til 2008. Og þar sem mörg Afríkuríki eru hrávöruútflytjendur hafa þau hagnast gríðarlega á hækkandi olíuverði. Hækkunin á hrávöruverði hefur að sjálfsögðu að miklu leyti verið afleiðing af mjög miklum hagvexti í Kína síðan snemma á 10. áratugnum. Þess vegna eru sterk tengsl á milli mikils kínversks hagvaxtar og hærra hrávöruverðs, sem aftur hefur stutt við hagvöxt í Afríku. En það eru líka sterkari tengsl á milli Afríku og Kína – miklar beinar fjárfestingar Kínverja í Afríku. En gæfan gæti verið á þrotum.Samdráttur í Kína slær á hagvöxt í Afríku Hægt hefur verulega á hagvexti í Kína á síðustu árum og það er ástæða til að ætla að samdrátturinn haldi áfram næstu áratugi þar sem Kína stendur frammi fyrir alvarlegum kerfislægum mótbyr, sérstaklega vegna mjög neikvæðrar mannfjöldaþróunar. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Afríku. Annars vegar hefur hrávöruverð hrapað samfara samdrættinum í Kína og hins vegar hefur komið fram aukinn þrýstingur á beinar fjárfestingar Kínverja í Afríku. Þannig hafa fjárfestingar Kínverja, samkvæmt mati sumra, minnkað um allt að 85% á þessu ári. „Kínverska áfallið“ hefur komið fram bæði á fjármálamörkuðum – þar sem gjaldmiðlar Afríku hafa veikst verulega á þessu ári – og í samdrætti hagvaxtar í Afríku. Svo með samdrætti í Kína er meðbyrinn að breytast í mótvind fyrir Afríku og það hefur ekki aðeins áhrif á markaði og hagvöxt heldur er líklegt að það hafi neikvæð pólitísk áhrif. Þegar þrengir að hagvexti er því líklegt að við sjáum aukin vandamál í ríkisfjármálum um alla Afríku og því fylgir aukin efnahagsleg óvissa og getur auðveldlega aukið pólitíska spennu í mörgum af viðkvæmustu lýðræðisríkjum Afríku. Niðurstaðan: Afríka hefur verið velgengnissaga sem sjaldan er sögð, en nú kunnum við að standa á krossgötum þar sem auðveldir kostir eru ekki lengur í boði. Að því sögðu: Mörg ríki Afríku hafa gert raunverulegar endurbætur á síðustu tíu til fimmtán árum og vonandi gerir það þeim kleift að komast í gegnum þrengingarnar þegar samdrátturinn heldur áfram í Kína.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun