Segir fólk dæma sig fyrir að líta venjulega út Stefán Árni Pálsson skrifar 4. nóvember 2015 11:30 Ste Walker birti þessa mynd. vísir Ste Walker er 24 ára maður frá Halifax í Yorkshire en hann hefur vakið mikla athygli fyrir stöðufærslu sína á Facebook en þar vill hann vekja athygli á því sem hann kallar ósýnilegir sjúkdómar. Walker er semsagt með svæðisgarnabólgu eða Crohns-sjúkdóm. Sjúkdómur sem lýsir sér á þann hátt að ónæmisvarnir líkamans raskast og upplifir fólk langvarandi bólgusjúkdóma. Langvinn bólguviðbrögð valda bólgu, roða og sárum í þörmunum. Fólk með Crohns-sjúkdóm fær kviðverki, niðurgang og í slæmum tilvikum veldur sjúkdómurinn þyngdartapi. Walker hefur verið með sjúkdóminn síðan 2012 en hann setti mjög tilfinningaþrungna færslu á Facebook á dögunum þar sem hann talar um hvernig fólk dæmir hann öðruvísi fyrir að vera með erfiðan sjúkdóm sem sést ekki utan á honum. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa deilt færslunni og virðist fólk tengja vel við. „Fólk er alltof fljótt að dæma í dag. Bara útaf því að ég lít út fyrir að vera heilbrigður og tala eðlilega þýðir það ekki að ég sé fullkominn og get ég alveg eins verið með mjög erfiðan sjúkdóm sem raunin er,“ segir Walker í færslu sinni. Hann heldur síðan áfram og segir; „Ég lít út fyrir að vera mjög venjulegur maður á besta aldri en það er bara útaf því að ég vill að fólk horfi þannig á mig. Horfið samt aðeins nánar og spyrjið mig spurningar, þá mun koma í ljós að ég er mjög veikur.“ Hann setti tvær mjög mismunandi myndir af sér inn á Facebook sem sýna í raun hvað hann er að tala um. Hann segir meðal annars að hann þurfi sérstaka túbu til að nærast og einnig er hann með stómapoka. Walker hefur farið í þrjár stórar aðgerðir síðastliðin tvö ár og hafa þær í raun bjargað lífi hans. „Svo snýst þetta ekki bara um þá líkamlegu kvilla sem ég er haldinn, þetta er líka gríðarlega andlegt,“ segir Walker en hann hefur ekki borðað venjulega máltíð í 18 mánuði. Hann segist fá mjög slæm augnaráð frá fólki þegar hann notar klósett og bílastæði fyrir fatlaða. „Því vil ég biðja fólk að hugsa aðeins áður en það fer að dæma eða segja særandi hluti. Ég þarf að ganga í gegnum ótrúlega erfiða hluti, bara til þess að komast út úr rúminu mínu og klæða mig, já og það til að líta út fyrir að vera venjulegur.“People are too quick to judge these days, just because I look normal and speak normal, that doesn't mean I don't have a...Posted by Ste Walker on 25. október 2015 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Ste Walker er 24 ára maður frá Halifax í Yorkshire en hann hefur vakið mikla athygli fyrir stöðufærslu sína á Facebook en þar vill hann vekja athygli á því sem hann kallar ósýnilegir sjúkdómar. Walker er semsagt með svæðisgarnabólgu eða Crohns-sjúkdóm. Sjúkdómur sem lýsir sér á þann hátt að ónæmisvarnir líkamans raskast og upplifir fólk langvarandi bólgusjúkdóma. Langvinn bólguviðbrögð valda bólgu, roða og sárum í þörmunum. Fólk með Crohns-sjúkdóm fær kviðverki, niðurgang og í slæmum tilvikum veldur sjúkdómurinn þyngdartapi. Walker hefur verið með sjúkdóminn síðan 2012 en hann setti mjög tilfinningaþrungna færslu á Facebook á dögunum þar sem hann talar um hvernig fólk dæmir hann öðruvísi fyrir að vera með erfiðan sjúkdóm sem sést ekki utan á honum. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa deilt færslunni og virðist fólk tengja vel við. „Fólk er alltof fljótt að dæma í dag. Bara útaf því að ég lít út fyrir að vera heilbrigður og tala eðlilega þýðir það ekki að ég sé fullkominn og get ég alveg eins verið með mjög erfiðan sjúkdóm sem raunin er,“ segir Walker í færslu sinni. Hann heldur síðan áfram og segir; „Ég lít út fyrir að vera mjög venjulegur maður á besta aldri en það er bara útaf því að ég vill að fólk horfi þannig á mig. Horfið samt aðeins nánar og spyrjið mig spurningar, þá mun koma í ljós að ég er mjög veikur.“ Hann setti tvær mjög mismunandi myndir af sér inn á Facebook sem sýna í raun hvað hann er að tala um. Hann segir meðal annars að hann þurfi sérstaka túbu til að nærast og einnig er hann með stómapoka. Walker hefur farið í þrjár stórar aðgerðir síðastliðin tvö ár og hafa þær í raun bjargað lífi hans. „Svo snýst þetta ekki bara um þá líkamlegu kvilla sem ég er haldinn, þetta er líka gríðarlega andlegt,“ segir Walker en hann hefur ekki borðað venjulega máltíð í 18 mánuði. Hann segist fá mjög slæm augnaráð frá fólki þegar hann notar klósett og bílastæði fyrir fatlaða. „Því vil ég biðja fólk að hugsa aðeins áður en það fer að dæma eða segja særandi hluti. Ég þarf að ganga í gegnum ótrúlega erfiða hluti, bara til þess að komast út úr rúminu mínu og klæða mig, já og það til að líta út fyrir að vera venjulegur.“People are too quick to judge these days, just because I look normal and speak normal, that doesn't mean I don't have a...Posted by Ste Walker on 25. október 2015
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira