Karl Berndsen allur að koma til eftir langa baráttu við krabbamein Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. nóvember 2015 20:52 Karl Berndsen er ekki dauður úr öllum æðum. Vísir Hárgreiðslu- og förðunarmeistarinn Karl Berndsen segist allur vera að braggast eftir langa og stranga sjúkrasögu síðustu missera. Greint var frá því árið 2013 að Karl væri að berjast við alvarleg veikindi en í fyrstu var ranglega talið að um heilaæxli væri að ræða. Síðar kom í ljós að meinið var krabbamein í eitlum og þurfti hann að fara í fjölda aðgerða til að hamla ofmyndun á heilavökva. Nú tveimur árum, ellefu heilaaðgerðum, nokkrum ventlum sem tappa af umframvökva í heila Karls og einni lyfjameðferð síðar hefur náðst að drepa niður meinið. „Síðan hefur leiðin legið uppávið og með hjálp góðra snillinga sem Reykjalundur hefur að geyma og ég orðið aðnjótandi af, er kallinn allur að koma til,” segir Karl sem er Íslendingum góðkunnur, meðal annars fyrir þættina „Kalli Berndsen í nýju ljósi“ sem sýndir voru á Stöð 2 árið 2012. Hann segir síðustu ár hafa einkennst af mikilli baráttu sem lærdómsríkt hafi verið að takast á við og þakkar þeim sem standa honum næst fyrir stuðninginn. „Núna er vel um mig hugsað í World Class hjá Dísu og Bjössa, sjúkraþjálfun hjá Arnari Má í Styrk, Bergi kírópraktor og Kolbeini nuddara og nálastungumeistara og ekki má gleyma Ljósinu, sem er yndislegur staður fyrir fólk, sem greinst hefur með krabbamein, stuðningur og fræðsla,“ segir Karl á Facebook og bætir við: „Bara svo það sé á hreinu er ég alls ekki dauður og sannarlega að byrja kafla tvö í lífi mínu. Ég vona að þið verðið mér áfram samferða.“ Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Hárgreiðslu- og förðunarmeistarinn Karl Berndsen segist allur vera að braggast eftir langa og stranga sjúkrasögu síðustu missera. Greint var frá því árið 2013 að Karl væri að berjast við alvarleg veikindi en í fyrstu var ranglega talið að um heilaæxli væri að ræða. Síðar kom í ljós að meinið var krabbamein í eitlum og þurfti hann að fara í fjölda aðgerða til að hamla ofmyndun á heilavökva. Nú tveimur árum, ellefu heilaaðgerðum, nokkrum ventlum sem tappa af umframvökva í heila Karls og einni lyfjameðferð síðar hefur náðst að drepa niður meinið. „Síðan hefur leiðin legið uppávið og með hjálp góðra snillinga sem Reykjalundur hefur að geyma og ég orðið aðnjótandi af, er kallinn allur að koma til,” segir Karl sem er Íslendingum góðkunnur, meðal annars fyrir þættina „Kalli Berndsen í nýju ljósi“ sem sýndir voru á Stöð 2 árið 2012. Hann segir síðustu ár hafa einkennst af mikilli baráttu sem lærdómsríkt hafi verið að takast á við og þakkar þeim sem standa honum næst fyrir stuðninginn. „Núna er vel um mig hugsað í World Class hjá Dísu og Bjössa, sjúkraþjálfun hjá Arnari Má í Styrk, Bergi kírópraktor og Kolbeini nuddara og nálastungumeistara og ekki má gleyma Ljósinu, sem er yndislegur staður fyrir fólk, sem greinst hefur með krabbamein, stuðningur og fræðsla,“ segir Karl á Facebook og bætir við: „Bara svo það sé á hreinu er ég alls ekki dauður og sannarlega að byrja kafla tvö í lífi mínu. Ég vona að þið verðið mér áfram samferða.“
Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira