Grunaður um að stela fatnaði fyrir hátt í milljón króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2015 17:01 Maðurinn gat ekki gefið skýringar hjá lögreglu hvers vegna fatnaðurinn var í herbergi hans. vísir/getty Hæstiréttur hefur úrskurðað karlmann í gæsluvarðhald til 17. nóvember næstkomandi en hann er grunaður um fjársvik. Felast meint brot mannsins í því að hann sveik út flugmiða með því að gefa upp greiðslukortanúmer annars manns og þjófnaði á fatnaði. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður dæmt manninn í farbann. Maðurinn var í gæsluvarðhaldi frá 28. júlí til 26. ágúst en hefur verið í farbanni síðan þá grunaður um fjársvik þar sem hann sveik út flugmiða með illa fengnum greiðslukortaupplýsingum. Vegna þeirra sakargifta var gefin út ákæra á hendur manninum í síðustu viku, eða þann 4. nóvember. Nokkrum dögum áður, þann 31. október, barst lögreglunni tilkynning frá ótilgreindu flugfélagi um að dagana á undan hefði ítrekað verið reynt að kaupa flugmiða á söluvef félagsins með illa fengnum greiðslukortanúmerum fyrir nafngreindan aðila, en um móður mannsins var að ræða.Kom á söluskrifstofuna og greiddi fyrir flugmiðann með reiðufé Grunur lögreglu beindist því að manninum en hann kom síðan á söluskrifstofu flugfélagsins og greiddi fyrir flugmiða móður sinnar með reiðufé. Var hann handtekinn vegna þessa þann 2. nóvember „og við skýrslutöku daginn eftir kannaðist hann við að hafa við bókun á farmiða gefið upp greiðslukortanúmer sér óviðkomandi,“ eins og segir í dómi Hæstaréttar. Eftir að maðurinn var handtekinn leitaði lögreglan í herbergi á gistiheimili sem maðurinn hafði til umráða fannst þar ónotaður fatnaður með verðmerkingum fyrir tæpa milljón króna, eða 943.730 krónur. Maðurinn neitaði að gefa skýringar á því hjá lögreglu hvernig stæði á því að fötin hafi fundist í herberginu.Að mati Hæstaréttar benda gögn málsins eindregið til þess að maðurinn hafi ítrekað brotið af sér á meðan fyrra brot hans var til rannsóknar. Því megi ætla að hann muni halda áfram uppteknu hætti ef hann gengur laus og var hann því úrskurðaður í gæsluvarðhald. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur úrskurðað karlmann í gæsluvarðhald til 17. nóvember næstkomandi en hann er grunaður um fjársvik. Felast meint brot mannsins í því að hann sveik út flugmiða með því að gefa upp greiðslukortanúmer annars manns og þjófnaði á fatnaði. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður dæmt manninn í farbann. Maðurinn var í gæsluvarðhaldi frá 28. júlí til 26. ágúst en hefur verið í farbanni síðan þá grunaður um fjársvik þar sem hann sveik út flugmiða með illa fengnum greiðslukortaupplýsingum. Vegna þeirra sakargifta var gefin út ákæra á hendur manninum í síðustu viku, eða þann 4. nóvember. Nokkrum dögum áður, þann 31. október, barst lögreglunni tilkynning frá ótilgreindu flugfélagi um að dagana á undan hefði ítrekað verið reynt að kaupa flugmiða á söluvef félagsins með illa fengnum greiðslukortanúmerum fyrir nafngreindan aðila, en um móður mannsins var að ræða.Kom á söluskrifstofuna og greiddi fyrir flugmiðann með reiðufé Grunur lögreglu beindist því að manninum en hann kom síðan á söluskrifstofu flugfélagsins og greiddi fyrir flugmiða móður sinnar með reiðufé. Var hann handtekinn vegna þessa þann 2. nóvember „og við skýrslutöku daginn eftir kannaðist hann við að hafa við bókun á farmiða gefið upp greiðslukortanúmer sér óviðkomandi,“ eins og segir í dómi Hæstaréttar. Eftir að maðurinn var handtekinn leitaði lögreglan í herbergi á gistiheimili sem maðurinn hafði til umráða fannst þar ónotaður fatnaður með verðmerkingum fyrir tæpa milljón króna, eða 943.730 krónur. Maðurinn neitaði að gefa skýringar á því hjá lögreglu hvernig stæði á því að fötin hafi fundist í herberginu.Að mati Hæstaréttar benda gögn málsins eindregið til þess að maðurinn hafi ítrekað brotið af sér á meðan fyrra brot hans var til rannsóknar. Því megi ætla að hann muni halda áfram uppteknu hætti ef hann gengur laus og var hann því úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira