Ætlaði að gleyma afmælinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. október 2015 11:15 Guðmundur Árni með einu af fimm barnabörnum sínum, dóttursyninum Guðmundi Loka. Mynd/Jóna Dóra Karlsdóttir Mynd/Jóna Dóra Karlsdóttir Guðmundur Árni svarar síma í útlöndum þegar hann er beðinn um viðtal á tímamótasíðuna í tilefni sextugsafmælisins sem er í dag. „Oooh, ég er að reyna að gleyma þessu!“ eru fyrstu viðbrögðin. En svo lætur hann tilleiðast. Við byrjum á að ræða myndamálin. Þar sem hann er staddur í Varsjá hef ég ekki tök á að senda til hans ljósmyndara. „Þú hlýtur að eiga einhverja mynd frá því ég var ungur og slank að leika með FH í handboltanum í gamla daga,“ segir hann léttur. Hann kveðst vera rótgróinn Gaflari og FH-ingur og hafa notið þess að vera stjórnarformaður í fótboltanum þar þegar strákarnir urðu fyrst Íslandsmeistarar 2004. „Sú velgengni ætlaði engan endi að taka.“ Guðmundur Árni gekk ungur til liðs við Alþýðuflokkinn. Hann var bæjarstjóri í Hafnarfirði á árunum 1986 til 1993, þá fór hann á þing og sat þar til 2005. Kom líka að stjórn tveggja ráðuneyta snemma á þingmannsferlinum, félagsmála og heilbrigðis. „Pólitíkin er snar þáttur í lífi margra og hjá mér var þetta gríðarlega skemmtilegur tími,“ segir hann og bætir við: „Pólitíkin er lífið og unga fólkið þarf að vita það.“ En var hann ekki líka í útvarpinu um tíma? „Jú, við séra Önundur Björnsson vorum með mannlega og huggulega útvarpsþætti. Svo er ég gamall hundur í blaðamannastétt því ég var rannsóknarblaðamaður á Helgarpóstinum fyrri, með Árna Þórarinsson og Björn Vigni Sigurpálsson við stjórnvölinn. Það voru frábærir tímar, gaman að reyna að kreista eitthvað upp úr pólitíkusum sem vildu engu svara. Svo varð það mitt hlutskipti að fá fréttamannagammana yfir mig síðar. Það er bara eins og lífið er,“ rifjar hann upp. Síðustu tíu ár hefur Guðmundur Árni starfað í utanríkisþjónustunni, fyrst sem sendiherra í Svíþjóð, síðan í Bandaríkjunum. „Nú er ég svokallaður heimasendiherra og bý í Hafnarfirði hjá minni konu en meginverkefni mitt er að vera fulltrúi utanríkisráðuneytisins í Eystrasaltsráðinu sem er samband ellefu ríkja. Það er að mörgu leyti skemmtilegt. Við Íslendingar erum að taka við formennsku í því ráði á næsta ári,“ segir hann og kveðst einmitt vera í Varsjá í embættiserindum. Hann ætlar samt að vera mættur heima á afmælinu en ekki halda upp á það. „Ég hugsaði um það,“ viðurkennir hann. „Ákvað að gera það annaðhvort með stæl eða ekki neitt og valdi það síðarnefnda. En auðvitað hitti ég mitt nánasta fólk.“ Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira
Guðmundur Árni svarar síma í útlöndum þegar hann er beðinn um viðtal á tímamótasíðuna í tilefni sextugsafmælisins sem er í dag. „Oooh, ég er að reyna að gleyma þessu!“ eru fyrstu viðbrögðin. En svo lætur hann tilleiðast. Við byrjum á að ræða myndamálin. Þar sem hann er staddur í Varsjá hef ég ekki tök á að senda til hans ljósmyndara. „Þú hlýtur að eiga einhverja mynd frá því ég var ungur og slank að leika með FH í handboltanum í gamla daga,“ segir hann léttur. Hann kveðst vera rótgróinn Gaflari og FH-ingur og hafa notið þess að vera stjórnarformaður í fótboltanum þar þegar strákarnir urðu fyrst Íslandsmeistarar 2004. „Sú velgengni ætlaði engan endi að taka.“ Guðmundur Árni gekk ungur til liðs við Alþýðuflokkinn. Hann var bæjarstjóri í Hafnarfirði á árunum 1986 til 1993, þá fór hann á þing og sat þar til 2005. Kom líka að stjórn tveggja ráðuneyta snemma á þingmannsferlinum, félagsmála og heilbrigðis. „Pólitíkin er snar þáttur í lífi margra og hjá mér var þetta gríðarlega skemmtilegur tími,“ segir hann og bætir við: „Pólitíkin er lífið og unga fólkið þarf að vita það.“ En var hann ekki líka í útvarpinu um tíma? „Jú, við séra Önundur Björnsson vorum með mannlega og huggulega útvarpsþætti. Svo er ég gamall hundur í blaðamannastétt því ég var rannsóknarblaðamaður á Helgarpóstinum fyrri, með Árna Þórarinsson og Björn Vigni Sigurpálsson við stjórnvölinn. Það voru frábærir tímar, gaman að reyna að kreista eitthvað upp úr pólitíkusum sem vildu engu svara. Svo varð það mitt hlutskipti að fá fréttamannagammana yfir mig síðar. Það er bara eins og lífið er,“ rifjar hann upp. Síðustu tíu ár hefur Guðmundur Árni starfað í utanríkisþjónustunni, fyrst sem sendiherra í Svíþjóð, síðan í Bandaríkjunum. „Nú er ég svokallaður heimasendiherra og bý í Hafnarfirði hjá minni konu en meginverkefni mitt er að vera fulltrúi utanríkisráðuneytisins í Eystrasaltsráðinu sem er samband ellefu ríkja. Það er að mörgu leyti skemmtilegt. Við Íslendingar erum að taka við formennsku í því ráði á næsta ári,“ segir hann og kveðst einmitt vera í Varsjá í embættiserindum. Hann ætlar samt að vera mættur heima á afmælinu en ekki halda upp á það. „Ég hugsaði um það,“ viðurkennir hann. „Ákvað að gera það annaðhvort með stæl eða ekki neitt og valdi það síðarnefnda. En auðvitað hitti ég mitt nánasta fólk.“
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira