Ætlaði að gleyma afmælinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. október 2015 11:15 Guðmundur Árni með einu af fimm barnabörnum sínum, dóttursyninum Guðmundi Loka. Mynd/Jóna Dóra Karlsdóttir Mynd/Jóna Dóra Karlsdóttir Guðmundur Árni svarar síma í útlöndum þegar hann er beðinn um viðtal á tímamótasíðuna í tilefni sextugsafmælisins sem er í dag. „Oooh, ég er að reyna að gleyma þessu!“ eru fyrstu viðbrögðin. En svo lætur hann tilleiðast. Við byrjum á að ræða myndamálin. Þar sem hann er staddur í Varsjá hef ég ekki tök á að senda til hans ljósmyndara. „Þú hlýtur að eiga einhverja mynd frá því ég var ungur og slank að leika með FH í handboltanum í gamla daga,“ segir hann léttur. Hann kveðst vera rótgróinn Gaflari og FH-ingur og hafa notið þess að vera stjórnarformaður í fótboltanum þar þegar strákarnir urðu fyrst Íslandsmeistarar 2004. „Sú velgengni ætlaði engan endi að taka.“ Guðmundur Árni gekk ungur til liðs við Alþýðuflokkinn. Hann var bæjarstjóri í Hafnarfirði á árunum 1986 til 1993, þá fór hann á þing og sat þar til 2005. Kom líka að stjórn tveggja ráðuneyta snemma á þingmannsferlinum, félagsmála og heilbrigðis. „Pólitíkin er snar þáttur í lífi margra og hjá mér var þetta gríðarlega skemmtilegur tími,“ segir hann og bætir við: „Pólitíkin er lífið og unga fólkið þarf að vita það.“ En var hann ekki líka í útvarpinu um tíma? „Jú, við séra Önundur Björnsson vorum með mannlega og huggulega útvarpsþætti. Svo er ég gamall hundur í blaðamannastétt því ég var rannsóknarblaðamaður á Helgarpóstinum fyrri, með Árna Þórarinsson og Björn Vigni Sigurpálsson við stjórnvölinn. Það voru frábærir tímar, gaman að reyna að kreista eitthvað upp úr pólitíkusum sem vildu engu svara. Svo varð það mitt hlutskipti að fá fréttamannagammana yfir mig síðar. Það er bara eins og lífið er,“ rifjar hann upp. Síðustu tíu ár hefur Guðmundur Árni starfað í utanríkisþjónustunni, fyrst sem sendiherra í Svíþjóð, síðan í Bandaríkjunum. „Nú er ég svokallaður heimasendiherra og bý í Hafnarfirði hjá minni konu en meginverkefni mitt er að vera fulltrúi utanríkisráðuneytisins í Eystrasaltsráðinu sem er samband ellefu ríkja. Það er að mörgu leyti skemmtilegt. Við Íslendingar erum að taka við formennsku í því ráði á næsta ári,“ segir hann og kveðst einmitt vera í Varsjá í embættiserindum. Hann ætlar samt að vera mættur heima á afmælinu en ekki halda upp á það. „Ég hugsaði um það,“ viðurkennir hann. „Ákvað að gera það annaðhvort með stæl eða ekki neitt og valdi það síðarnefnda. En auðvitað hitti ég mitt nánasta fólk.“ Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
Guðmundur Árni svarar síma í útlöndum þegar hann er beðinn um viðtal á tímamótasíðuna í tilefni sextugsafmælisins sem er í dag. „Oooh, ég er að reyna að gleyma þessu!“ eru fyrstu viðbrögðin. En svo lætur hann tilleiðast. Við byrjum á að ræða myndamálin. Þar sem hann er staddur í Varsjá hef ég ekki tök á að senda til hans ljósmyndara. „Þú hlýtur að eiga einhverja mynd frá því ég var ungur og slank að leika með FH í handboltanum í gamla daga,“ segir hann léttur. Hann kveðst vera rótgróinn Gaflari og FH-ingur og hafa notið þess að vera stjórnarformaður í fótboltanum þar þegar strákarnir urðu fyrst Íslandsmeistarar 2004. „Sú velgengni ætlaði engan endi að taka.“ Guðmundur Árni gekk ungur til liðs við Alþýðuflokkinn. Hann var bæjarstjóri í Hafnarfirði á árunum 1986 til 1993, þá fór hann á þing og sat þar til 2005. Kom líka að stjórn tveggja ráðuneyta snemma á þingmannsferlinum, félagsmála og heilbrigðis. „Pólitíkin er snar þáttur í lífi margra og hjá mér var þetta gríðarlega skemmtilegur tími,“ segir hann og bætir við: „Pólitíkin er lífið og unga fólkið þarf að vita það.“ En var hann ekki líka í útvarpinu um tíma? „Jú, við séra Önundur Björnsson vorum með mannlega og huggulega útvarpsþætti. Svo er ég gamall hundur í blaðamannastétt því ég var rannsóknarblaðamaður á Helgarpóstinum fyrri, með Árna Þórarinsson og Björn Vigni Sigurpálsson við stjórnvölinn. Það voru frábærir tímar, gaman að reyna að kreista eitthvað upp úr pólitíkusum sem vildu engu svara. Svo varð það mitt hlutskipti að fá fréttamannagammana yfir mig síðar. Það er bara eins og lífið er,“ rifjar hann upp. Síðustu tíu ár hefur Guðmundur Árni starfað í utanríkisþjónustunni, fyrst sem sendiherra í Svíþjóð, síðan í Bandaríkjunum. „Nú er ég svokallaður heimasendiherra og bý í Hafnarfirði hjá minni konu en meginverkefni mitt er að vera fulltrúi utanríkisráðuneytisins í Eystrasaltsráðinu sem er samband ellefu ríkja. Það er að mörgu leyti skemmtilegt. Við Íslendingar erum að taka við formennsku í því ráði á næsta ári,“ segir hann og kveðst einmitt vera í Varsjá í embættiserindum. Hann ætlar samt að vera mættur heima á afmælinu en ekki halda upp á það. „Ég hugsaði um það,“ viðurkennir hann. „Ákvað að gera það annaðhvort með stæl eða ekki neitt og valdi það síðarnefnda. En auðvitað hitti ég mitt nánasta fólk.“
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira