Hafnarfjörður breytist í draugabæ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 31. október 2015 11:30 Lúðrasveit verkalýðsins heldur hrekkjavökutónleika í Bæjarbíói í tilefni hátíðarinnar og klæðist tilheyrandi búningum. Fréttablaðið/Anton Brink Frá verslunarmannahelgi og fram að jólum eru engar skemmtilegar hátíðir í gangi þannig að okkur fannst tilvalið að fagna vetrinum og myrkrinu hér heima á Íslandi, þar sem hefur ekki verið mikil hefð fyrir því hér á landi,“ segir Kristinn Sæmundsson sem kalla mætti bæjarstjóra draugabæjarins, hátíðar sem fram fer í Hafnarfirði um helgina í tilefni hrekkjavöku. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en hún hófst á fimmtudag. „Við Íslendingar erum ekki alveg rétt stemmdir gagnvart forferðum okkar, dýrkum ekki og dáum forfeður okkar eins og margar aðrar þjóðir gera. Allraheilagramessa snýst í grunninn um það að minnast forfeðranna. Tengja yfir í heim hinna dauðu og færa gjafir og tengingar á milli heimanna. Þetta er mjög fagur tilgangur í eðli sínu og verið að búa til smá gleði og glaum í kringum þetta. Það má sprella, hrekkja, klæða sig í búninga, ærslast um og hafa gaman,“ segir Kristinn. Það er Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar og fyrirtæki og stofnanir í bænum sem hafa sameinast um að standa fyrir hátíðinni. Dagskráin er af fjölbreyttum toga. Meðal annars draugadiskó, nornaleit, tónleikar, andlitsmálning, upplestrar og margt fleira. „Við erum með nornaleit sem hefst klukkan tólf í dag og stendur til fjögur. Það er vísbendingaleikur þar sem krakkarnir safna vísbendingum víðsvegar um Strandgötuna en þær vísa á nornina sem gefur þeim svo nammi og þar verður draugadiskó líka,“ segir hann. „Tvö af aðalatriðum draugabæjarins þetta árið eru annars vegar tónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins í Bæjarbíói klukkan tvö og fimm í dag. Fyrri tónleikarnir eru fyrir börn og þeir seinni fyrir fullorðna. Þetta er mjög metnaðarfull dagskrá sem þau eru búin að æfa, þau eru í flottum búningum og það er frítt inn fyrir alla. Svo um kvöldið mun Samúel J. Samúelsson Big band mun blása til vúdúveislu í Bæjarbíói,“ segir hann og tekur fram að hægt sé að nálgast miða á tónleikana um kvöldið á midi.is og eins verði selt inn við innganginn. Kristinn segir mikla stemmingu hafa myndast fyrir hátíðinni í bænum og margir taki þátt. Nánast allar búðir í verslunarmiðstöðinni Firði eru skreyttar í anda hátíðarinnar auk þess sem margir íbúar skreyti heima hjá sér. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-síðu Draugabæjar Hafnarfjarðar en fjölbreytt dagskrá verður alla helgina. „Við vonumst til að sjá sem flesta alveg hræðilega hressa og það eru allir velkomnir, bæjarbúar og allir landsmenn.“ Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira
Frá verslunarmannahelgi og fram að jólum eru engar skemmtilegar hátíðir í gangi þannig að okkur fannst tilvalið að fagna vetrinum og myrkrinu hér heima á Íslandi, þar sem hefur ekki verið mikil hefð fyrir því hér á landi,“ segir Kristinn Sæmundsson sem kalla mætti bæjarstjóra draugabæjarins, hátíðar sem fram fer í Hafnarfirði um helgina í tilefni hrekkjavöku. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en hún hófst á fimmtudag. „Við Íslendingar erum ekki alveg rétt stemmdir gagnvart forferðum okkar, dýrkum ekki og dáum forfeður okkar eins og margar aðrar þjóðir gera. Allraheilagramessa snýst í grunninn um það að minnast forfeðranna. Tengja yfir í heim hinna dauðu og færa gjafir og tengingar á milli heimanna. Þetta er mjög fagur tilgangur í eðli sínu og verið að búa til smá gleði og glaum í kringum þetta. Það má sprella, hrekkja, klæða sig í búninga, ærslast um og hafa gaman,“ segir Kristinn. Það er Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar og fyrirtæki og stofnanir í bænum sem hafa sameinast um að standa fyrir hátíðinni. Dagskráin er af fjölbreyttum toga. Meðal annars draugadiskó, nornaleit, tónleikar, andlitsmálning, upplestrar og margt fleira. „Við erum með nornaleit sem hefst klukkan tólf í dag og stendur til fjögur. Það er vísbendingaleikur þar sem krakkarnir safna vísbendingum víðsvegar um Strandgötuna en þær vísa á nornina sem gefur þeim svo nammi og þar verður draugadiskó líka,“ segir hann. „Tvö af aðalatriðum draugabæjarins þetta árið eru annars vegar tónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins í Bæjarbíói klukkan tvö og fimm í dag. Fyrri tónleikarnir eru fyrir börn og þeir seinni fyrir fullorðna. Þetta er mjög metnaðarfull dagskrá sem þau eru búin að æfa, þau eru í flottum búningum og það er frítt inn fyrir alla. Svo um kvöldið mun Samúel J. Samúelsson Big band mun blása til vúdúveislu í Bæjarbíói,“ segir hann og tekur fram að hægt sé að nálgast miða á tónleikana um kvöldið á midi.is og eins verði selt inn við innganginn. Kristinn segir mikla stemmingu hafa myndast fyrir hátíðinni í bænum og margir taki þátt. Nánast allar búðir í verslunarmiðstöðinni Firði eru skreyttar í anda hátíðarinnar auk þess sem margir íbúar skreyti heima hjá sér. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-síðu Draugabæjar Hafnarfjarðar en fjölbreytt dagskrá verður alla helgina. „Við vonumst til að sjá sem flesta alveg hræðilega hressa og það eru allir velkomnir, bæjarbúar og allir landsmenn.“
Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira