Hafnarfjörður breytist í draugabæ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 31. október 2015 11:30 Lúðrasveit verkalýðsins heldur hrekkjavökutónleika í Bæjarbíói í tilefni hátíðarinnar og klæðist tilheyrandi búningum. Fréttablaðið/Anton Brink Frá verslunarmannahelgi og fram að jólum eru engar skemmtilegar hátíðir í gangi þannig að okkur fannst tilvalið að fagna vetrinum og myrkrinu hér heima á Íslandi, þar sem hefur ekki verið mikil hefð fyrir því hér á landi,“ segir Kristinn Sæmundsson sem kalla mætti bæjarstjóra draugabæjarins, hátíðar sem fram fer í Hafnarfirði um helgina í tilefni hrekkjavöku. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en hún hófst á fimmtudag. „Við Íslendingar erum ekki alveg rétt stemmdir gagnvart forferðum okkar, dýrkum ekki og dáum forfeður okkar eins og margar aðrar þjóðir gera. Allraheilagramessa snýst í grunninn um það að minnast forfeðranna. Tengja yfir í heim hinna dauðu og færa gjafir og tengingar á milli heimanna. Þetta er mjög fagur tilgangur í eðli sínu og verið að búa til smá gleði og glaum í kringum þetta. Það má sprella, hrekkja, klæða sig í búninga, ærslast um og hafa gaman,“ segir Kristinn. Það er Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar og fyrirtæki og stofnanir í bænum sem hafa sameinast um að standa fyrir hátíðinni. Dagskráin er af fjölbreyttum toga. Meðal annars draugadiskó, nornaleit, tónleikar, andlitsmálning, upplestrar og margt fleira. „Við erum með nornaleit sem hefst klukkan tólf í dag og stendur til fjögur. Það er vísbendingaleikur þar sem krakkarnir safna vísbendingum víðsvegar um Strandgötuna en þær vísa á nornina sem gefur þeim svo nammi og þar verður draugadiskó líka,“ segir hann. „Tvö af aðalatriðum draugabæjarins þetta árið eru annars vegar tónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins í Bæjarbíói klukkan tvö og fimm í dag. Fyrri tónleikarnir eru fyrir börn og þeir seinni fyrir fullorðna. Þetta er mjög metnaðarfull dagskrá sem þau eru búin að æfa, þau eru í flottum búningum og það er frítt inn fyrir alla. Svo um kvöldið mun Samúel J. Samúelsson Big band mun blása til vúdúveislu í Bæjarbíói,“ segir hann og tekur fram að hægt sé að nálgast miða á tónleikana um kvöldið á midi.is og eins verði selt inn við innganginn. Kristinn segir mikla stemmingu hafa myndast fyrir hátíðinni í bænum og margir taki þátt. Nánast allar búðir í verslunarmiðstöðinni Firði eru skreyttar í anda hátíðarinnar auk þess sem margir íbúar skreyti heima hjá sér. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-síðu Draugabæjar Hafnarfjarðar en fjölbreytt dagskrá verður alla helgina. „Við vonumst til að sjá sem flesta alveg hræðilega hressa og það eru allir velkomnir, bæjarbúar og allir landsmenn.“ Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira
Frá verslunarmannahelgi og fram að jólum eru engar skemmtilegar hátíðir í gangi þannig að okkur fannst tilvalið að fagna vetrinum og myrkrinu hér heima á Íslandi, þar sem hefur ekki verið mikil hefð fyrir því hér á landi,“ segir Kristinn Sæmundsson sem kalla mætti bæjarstjóra draugabæjarins, hátíðar sem fram fer í Hafnarfirði um helgina í tilefni hrekkjavöku. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en hún hófst á fimmtudag. „Við Íslendingar erum ekki alveg rétt stemmdir gagnvart forferðum okkar, dýrkum ekki og dáum forfeður okkar eins og margar aðrar þjóðir gera. Allraheilagramessa snýst í grunninn um það að minnast forfeðranna. Tengja yfir í heim hinna dauðu og færa gjafir og tengingar á milli heimanna. Þetta er mjög fagur tilgangur í eðli sínu og verið að búa til smá gleði og glaum í kringum þetta. Það má sprella, hrekkja, klæða sig í búninga, ærslast um og hafa gaman,“ segir Kristinn. Það er Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar og fyrirtæki og stofnanir í bænum sem hafa sameinast um að standa fyrir hátíðinni. Dagskráin er af fjölbreyttum toga. Meðal annars draugadiskó, nornaleit, tónleikar, andlitsmálning, upplestrar og margt fleira. „Við erum með nornaleit sem hefst klukkan tólf í dag og stendur til fjögur. Það er vísbendingaleikur þar sem krakkarnir safna vísbendingum víðsvegar um Strandgötuna en þær vísa á nornina sem gefur þeim svo nammi og þar verður draugadiskó líka,“ segir hann. „Tvö af aðalatriðum draugabæjarins þetta árið eru annars vegar tónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins í Bæjarbíói klukkan tvö og fimm í dag. Fyrri tónleikarnir eru fyrir börn og þeir seinni fyrir fullorðna. Þetta er mjög metnaðarfull dagskrá sem þau eru búin að æfa, þau eru í flottum búningum og það er frítt inn fyrir alla. Svo um kvöldið mun Samúel J. Samúelsson Big band mun blása til vúdúveislu í Bæjarbíói,“ segir hann og tekur fram að hægt sé að nálgast miða á tónleikana um kvöldið á midi.is og eins verði selt inn við innganginn. Kristinn segir mikla stemmingu hafa myndast fyrir hátíðinni í bænum og margir taki þátt. Nánast allar búðir í verslunarmiðstöðinni Firði eru skreyttar í anda hátíðarinnar auk þess sem margir íbúar skreyti heima hjá sér. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-síðu Draugabæjar Hafnarfjarðar en fjölbreytt dagskrá verður alla helgina. „Við vonumst til að sjá sem flesta alveg hræðilega hressa og það eru allir velkomnir, bæjarbúar og allir landsmenn.“
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira