Lífið

Með typpið fast í hænu

Samúel Karl Ólason skrifar
Sjónvarpsmaðurinn Pétur Jóhann Sigfússon fór á kostum í FM95BLÖ á FM057 í dag. Hann tók þátt í símahrekk þar sem hann hringdi á Heilsugæslustöðina í Mosfellsbæ og sagðist vera með typpið fast í hænu. Hann þyrfti hjálp til að losa hana.

Fyrst reyndi hann þó að hringja í Arion banka og leita hjálpar þar. Konan sem svaraði kannaðist þó við röddina og ekki gekk að hrekkja hana.

Því næst hringdi hann í Mosfellsbæinn og fékk samband við lækni eftir að útskýra mál sitt. Eftir smá hik, virðist læknirinn ákveða að þetta gæti verið satt og reynir að hjálpa Pétri. Þennan óborganlega símhrekk má hlusta á hér að ofan.

Óneitanlega vekur þetta þó upp spurningar um hverslags spurningum læknar þurfa að svara á degi hverjum?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×