Haukar og Fram eru einu stigi á eftir toppliði ÍBV eftir sigra í sínum leikjum í Olísdeild kvenna í kvöld. Með sigrunum í kvöld fóru bæði lið upp fyrir Íslandsmeistara Gróttu.
Haukar höfðu betur gegn Fylki í Árbænum, 27-25, eftir að hafa verið með fimm marka forystu í hálfleik. Fram vann heldur öruggari sigur á FH-ingum í Kaplakrika, 26-17, en forysta Fram var strax orðin átta mörk að loknum fyrri hálfleiknum.
Fylkir (4 stig) og FH (3 stig) eru í 10. og 11. sæti deildarinnar.
Fylkir - Haukar 25-27 (11-16)
Mörk Fylkis: Thea Imani Sturludóttir 6, Þuríður Guðjónsdóttir 6, Patricia Szölösi 5, Vera Pálsdóttir 3, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 2, Hildur Karen Jóhannsdóttir 1, Eyrún Ósk Hjartardóttir 1, Rebekka Friðriksdóttir 1.
Mörk Hauka: Maria Pereira 7, Ramune Pekarskyte 7, Vilborg Pétursdóttir 6, María Karlsdóttir 3, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 2, Ragnheiður Sveinsdóttir 1, Karen Ósk Kolbeinsdóttir 1.
FH - Fram 17-26 (6-14)
Mörk FH: Elín Anna Baldursdóttir 5, Ingibjörg Pálmadóttir 4, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 3, Steinunn Snorradóttir 2, Arnheiður Guðmundsdóttir 1, Sara Kristjánsdóttir 1, Jóhanna Helga Jensdóttir 1.
Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 11, Hafdís Shizuka Iura 4, Elva Þóra Arnardóttir 4, Hekla Rún Ámundadóttir 1, Marthe Sördal 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1, Elísabet Gunnarsdóttir 1, Hildur Þorgeirsdóttir 1, Kristín Helgadóttir 1, Hulda Dagsdóttir 1.
Haukar og Fram nálgast toppinn
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn
