Haukur Helgi: Búinn að gleyma því hvað deildin er hröð Ingvi Þór Sæmundsson í DHL-höllinni skrifar 30. október 2015 21:46 Haukur skoraði 13 stig og tók 13 fráköst í sínum fyrsta leik fyrir Njarðvík. vísir/anton Það er ekki hægt að segja að Haukur Helgi Pálsson hafi fengið draumabyrjun með Njarðvík en liðið steinlá, 105-76, fyrir KR í fyrsta leik landsliðsmannsins fyrir þá grænu. "Þetta var gaman og á sama tíma erfitt," sagði Haukur aðspurður hvernig það hafi verið að spila í græna búningnum í fyrsta skipti. "Ég var búinn að gleyma hvað þessi deild er hröð, það er mikið hlaupið og mikið skotið og ég þarf að læra aðeins inn á deildina," sagði Haukur sem lék síðast á Íslandi tímabilið 2008-09 með uppeldisfélaginu Fjölni í 1. deild. Njarðvíkingar voru heillum horfnir í kvöld og voru hreinlega rassskelltir af Íslandsmeisturunum sem voru í miklum ham. Haukur segir að varnarleikurinn hafi orðið Njarðvíkingum að falli í kvöld. "Það var vörnin. Við skorum 76 stig og mér finnst það eiga vera nóg, það var það allavega oftast úti, en við eigum eftir að bæta okkur sem lið," sagði Haukur. "Þeir skora 105 stig og við vorum að týnast og töluðum ekki saman í vörninni. Þetta var aðallega vörnin," bætti Haukur við en hann hefur takmarkaðar áhyggjur af framhaldinu. "Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu. Ég hef fulla trú á þessu liði og við eigum eftir að verða hörku varnarlið. Ég skal lofa þér því," sagði Haukur að lokum en hann verður aftur á ferðinni með Njarðvík á mánudaginn þegar liðið tekur á móti Tindastóli í Powerade-bikarnum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi: Gott að hafa pressu á sér Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, er maðurinn sem á að koma Njarðvíkingum alla leið í Domino's-deildinni í vetur. 29. október 2015 08:00 Friðrik Ingi: Haukur stórkostlegur | Reiknar ekki með Bonneau Þjálfari Njarðvíkur fagnar liðsstyrknum sem Ljónin fengu í dag. 28. október 2015 16:03 Haukur Helgi skrifaði undir hjá Njarðvík Haukur Helgi Pálsson, einn besti leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins á Eurobasket í Berlín 2015 mun spila í Domino´s deild karla í vetur. 28. október 2015 15:00 Haukur Helgi í góðum hópi leikmanna sem komið hafa heim til að hlaða batteríin Haukur Helgi Pálsson spilar í kvöld sinn fyrsta leik með Njarðvíkingum og það á heimavelli Íslandsmeistaranna. Haukur er ekki fyrsti lykilleikmaður íslenska landsliðsins sem kemur heim til að endurnýja sig. 30. október 2015 06:00 Haukur Helgi: „Gott að koma heim til að hlaða batteríin“ Íslenski landsliðsmaðurinn samdi við Njarðvík út tímabilið en er ekki kominn heim til að vera. 28. október 2015 15:49 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira
Það er ekki hægt að segja að Haukur Helgi Pálsson hafi fengið draumabyrjun með Njarðvík en liðið steinlá, 105-76, fyrir KR í fyrsta leik landsliðsmannsins fyrir þá grænu. "Þetta var gaman og á sama tíma erfitt," sagði Haukur aðspurður hvernig það hafi verið að spila í græna búningnum í fyrsta skipti. "Ég var búinn að gleyma hvað þessi deild er hröð, það er mikið hlaupið og mikið skotið og ég þarf að læra aðeins inn á deildina," sagði Haukur sem lék síðast á Íslandi tímabilið 2008-09 með uppeldisfélaginu Fjölni í 1. deild. Njarðvíkingar voru heillum horfnir í kvöld og voru hreinlega rassskelltir af Íslandsmeisturunum sem voru í miklum ham. Haukur segir að varnarleikurinn hafi orðið Njarðvíkingum að falli í kvöld. "Það var vörnin. Við skorum 76 stig og mér finnst það eiga vera nóg, það var það allavega oftast úti, en við eigum eftir að bæta okkur sem lið," sagði Haukur. "Þeir skora 105 stig og við vorum að týnast og töluðum ekki saman í vörninni. Þetta var aðallega vörnin," bætti Haukur við en hann hefur takmarkaðar áhyggjur af framhaldinu. "Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu. Ég hef fulla trú á þessu liði og við eigum eftir að verða hörku varnarlið. Ég skal lofa þér því," sagði Haukur að lokum en hann verður aftur á ferðinni með Njarðvík á mánudaginn þegar liðið tekur á móti Tindastóli í Powerade-bikarnum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi: Gott að hafa pressu á sér Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, er maðurinn sem á að koma Njarðvíkingum alla leið í Domino's-deildinni í vetur. 29. október 2015 08:00 Friðrik Ingi: Haukur stórkostlegur | Reiknar ekki með Bonneau Þjálfari Njarðvíkur fagnar liðsstyrknum sem Ljónin fengu í dag. 28. október 2015 16:03 Haukur Helgi skrifaði undir hjá Njarðvík Haukur Helgi Pálsson, einn besti leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins á Eurobasket í Berlín 2015 mun spila í Domino´s deild karla í vetur. 28. október 2015 15:00 Haukur Helgi í góðum hópi leikmanna sem komið hafa heim til að hlaða batteríin Haukur Helgi Pálsson spilar í kvöld sinn fyrsta leik með Njarðvíkingum og það á heimavelli Íslandsmeistaranna. Haukur er ekki fyrsti lykilleikmaður íslenska landsliðsins sem kemur heim til að endurnýja sig. 30. október 2015 06:00 Haukur Helgi: „Gott að koma heim til að hlaða batteríin“ Íslenski landsliðsmaðurinn samdi við Njarðvík út tímabilið en er ekki kominn heim til að vera. 28. október 2015 15:49 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira
Haukur Helgi: Gott að hafa pressu á sér Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, er maðurinn sem á að koma Njarðvíkingum alla leið í Domino's-deildinni í vetur. 29. október 2015 08:00
Friðrik Ingi: Haukur stórkostlegur | Reiknar ekki með Bonneau Þjálfari Njarðvíkur fagnar liðsstyrknum sem Ljónin fengu í dag. 28. október 2015 16:03
Haukur Helgi skrifaði undir hjá Njarðvík Haukur Helgi Pálsson, einn besti leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins á Eurobasket í Berlín 2015 mun spila í Domino´s deild karla í vetur. 28. október 2015 15:00
Haukur Helgi í góðum hópi leikmanna sem komið hafa heim til að hlaða batteríin Haukur Helgi Pálsson spilar í kvöld sinn fyrsta leik með Njarðvíkingum og það á heimavelli Íslandsmeistaranna. Haukur er ekki fyrsti lykilleikmaður íslenska landsliðsins sem kemur heim til að endurnýja sig. 30. október 2015 06:00
Haukur Helgi: „Gott að koma heim til að hlaða batteríin“ Íslenski landsliðsmaðurinn samdi við Njarðvík út tímabilið en er ekki kominn heim til að vera. 28. október 2015 15:49