Viðskipti innlent

Matarkarfan gæti lækkað um tugi þúsunda

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Í skýrslunni leggur Félag atvinnurekenda meðal annars til að almennir tollar á landbúnaðarvörum verði lækkaðir um 50 prósent.
Í skýrslunni leggur Félag atvinnurekenda meðal annars til að almennir tollar á landbúnaðarvörum verði lækkaðir um 50 prósent. vísir/vilhelm
Matarkarfan gæti lækkað um allt að 23.423 krónur ef að tollar á svínakjöt, fuglakjöt, nautakjöt og unnar kartöfluvörur yrðu afnumdir. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í viðauka við nýja skýrslu Félags atvinnurekenda um matartolla en fram kemur í viðaukanum að sú tala sem nefnd er hér sé nokkurri óvissu háð.

Segir meðal annars að líklegra sé en hitt að áhrif séu vanmetin og því geti afnám tolla haft mun jákvæðari áhrif á buddu neytenda.

Í skýrslunni sjálfri leggur Félag atvinnurekenda meðal annars til að almennir tollar á landbúnaðarvörum verði lækkaðir um 50 prósent og að tollar á svína-og alifuglakjöt verði afnumdir með öllu.

Sama er lagt til varðandi tolla á vörur sem ekki keppa við innlenda framleiðslu, til að mynda parmesanostur, dádýrakjöt, franskar kartöflur, pítsur og pasta.

Skýrsluna má sjá í heild sinni hér.


Tengdar fréttir

Tollabreytingar risaskref fyrir neytendur

Kjúklingakjöt og ostar eru meðal þeirra vöruflokka sem ættu að lækka í verði í kjölfar nýs tollasamnings við Evrópusambandið sem skrifað var undir í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×