Segja rekstrargrundvöll í uppnámi Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2015 16:55 "Samningarnir fela í sér grundvallarbreytingu á rekstrarumhverfi svínaræktar.“ Vísir/Auðunn „Nýgerðir tollasamningar sem landbúnaðarráðherra gerði við Evrópusambandið eru stóráfall fyrir íslenska svínabændur og setja rekstrarumhverfi svínaræktar á Íslandi í uppnám.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Svínaræktarfélagi Íslands, þar sem félagið átelur landbúnaðarráðherra harðlega fyrir að hafa ekki haft samráð við við svínabændur áður en hann samþykkti aukinn tollfrjálsan innflutning á svínakjöti. Einnig hafi ekki legið fyrir hvernig rekstrarumhverfi greinarinnar yrði tryggt til framtíðar. „Samningarnir fela í sér grundvallarbreytingu á rekstrarumhverfi svínaræktar.“Veikt samkeppnisstaða Í tilkynningunni segir að ríkið geri miklar kröfur á svínabændur varðandi velferð og aðbúnað dýra. Þar að auki séu takmarkanir á lyfjanotkun mun meiri en í þeim löndum sem svínakjöt er flutt frá til Íslands. „Þessar kröfur tryggja að aðstæður við íslenskan svínabúskap eru með því besta sem gerist en leiða á móti til aukins kostnaðar sem veikir samkeppnisstöðu íslenskra svínabænda. Til þess að rétta þessa samkeppnisstöðu hafa verið lagðir tollar á innflutt kjöt, en íslenskir svínabændur njóta nær engra beinna styrkja frá hinu opinbera eins og til dæmis sauðfjárrækt og kúabúskapur.“ Félagið segir að kjaradeila ríkisins og dýralækna hafi valdið svínabændum hundruð milljóna króna tjóni og að ráðherra hafi verið gert grein fyrir því. Auknar kröfur um aðbúnað á svínabúum hafi þar að auki útheimt mikinn kostnað. „Í mörgum samkeppnislöndum Íslands fá svínabændur opinbera styrki til að mæta slíkum kröfum en enginn slíkur stuðningur er í boði hér á landi. Vegna þeirrar óvissu fyrir rekstrarumhverfi svínaræktar á Íslandi sem samningurinn við Evrópusambandið hefur skapað er ófært að leggja í nauðsynlegar fjárfestingar á svínabúum til að bæta aðbúnað í samræmi við auknar kröfur stjórnvalda.“Á versta tíma Einnig segir að það skjóti skökku við að ráðherra hafi ákveðið að stórauka innflutning frá löndum þar sem svínabúskapur uppfylli ekki þær kröfur sem séu gerðar til bænda hér á landi. „Nýgerðir tollasamningar við Evrópusambandið koma á versta tíma fyrir greinina. Svínabændur krefjast þess að stjórnvöld útskýri hvernig þau ætla að koma til móts við svínabændur vegna þeirrar grundvallarbreytinga sem samningarnir fela í sér. Það er ekki sanngjarnt að tollfrjáls innflutningur sé margfaldaður án þess að fyrir liggi útfærsla á því hvernig jafna skuli samkeppnisaðstöðu svínabænda og tryggja rekstrarforsendur til framtíðar.“ Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
„Nýgerðir tollasamningar sem landbúnaðarráðherra gerði við Evrópusambandið eru stóráfall fyrir íslenska svínabændur og setja rekstrarumhverfi svínaræktar á Íslandi í uppnám.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Svínaræktarfélagi Íslands, þar sem félagið átelur landbúnaðarráðherra harðlega fyrir að hafa ekki haft samráð við við svínabændur áður en hann samþykkti aukinn tollfrjálsan innflutning á svínakjöti. Einnig hafi ekki legið fyrir hvernig rekstrarumhverfi greinarinnar yrði tryggt til framtíðar. „Samningarnir fela í sér grundvallarbreytingu á rekstrarumhverfi svínaræktar.“Veikt samkeppnisstaða Í tilkynningunni segir að ríkið geri miklar kröfur á svínabændur varðandi velferð og aðbúnað dýra. Þar að auki séu takmarkanir á lyfjanotkun mun meiri en í þeim löndum sem svínakjöt er flutt frá til Íslands. „Þessar kröfur tryggja að aðstæður við íslenskan svínabúskap eru með því besta sem gerist en leiða á móti til aukins kostnaðar sem veikir samkeppnisstöðu íslenskra svínabænda. Til þess að rétta þessa samkeppnisstöðu hafa verið lagðir tollar á innflutt kjöt, en íslenskir svínabændur njóta nær engra beinna styrkja frá hinu opinbera eins og til dæmis sauðfjárrækt og kúabúskapur.“ Félagið segir að kjaradeila ríkisins og dýralækna hafi valdið svínabændum hundruð milljóna króna tjóni og að ráðherra hafi verið gert grein fyrir því. Auknar kröfur um aðbúnað á svínabúum hafi þar að auki útheimt mikinn kostnað. „Í mörgum samkeppnislöndum Íslands fá svínabændur opinbera styrki til að mæta slíkum kröfum en enginn slíkur stuðningur er í boði hér á landi. Vegna þeirrar óvissu fyrir rekstrarumhverfi svínaræktar á Íslandi sem samningurinn við Evrópusambandið hefur skapað er ófært að leggja í nauðsynlegar fjárfestingar á svínabúum til að bæta aðbúnað í samræmi við auknar kröfur stjórnvalda.“Á versta tíma Einnig segir að það skjóti skökku við að ráðherra hafi ákveðið að stórauka innflutning frá löndum þar sem svínabúskapur uppfylli ekki þær kröfur sem séu gerðar til bænda hér á landi. „Nýgerðir tollasamningar við Evrópusambandið koma á versta tíma fyrir greinina. Svínabændur krefjast þess að stjórnvöld útskýri hvernig þau ætla að koma til móts við svínabændur vegna þeirrar grundvallarbreytinga sem samningarnir fela í sér. Það er ekki sanngjarnt að tollfrjáls innflutningur sé margfaldaður án þess að fyrir liggi útfærsla á því hvernig jafna skuli samkeppnisaðstöðu svínabænda og tryggja rekstrarforsendur til framtíðar.“
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira