Gilmore Girls snúa aftur á skjáinn: Lét ömmu alltaf taka Mæðgurnar upp á spólu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 21. október 2015 16:33 Sigrún Ingibjörg er mikill aðdáandi þáttanna og mæðgurnar Lorelai og Rory Gilmore hafa fylgt henni alla ævi. Vísir/Sigrún/EPA Mæðgurnar eða Gilmore Girls snúa aftur á skjáinn í formi Netflix-þáttaraðar. Tímasetningin er óráðin en TV line segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Netflix hafi náð samningum við rétthafa þáttanna Warner Bros um endurkomu þáttaraðarinnar. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögfræðingur og nemi við Harvard, er aðdáandi þáttanna. „Ég fylgdist með öllum þáttunum. Við systurnar vorum raunar svo miklir aðdáendur að þegar við fluttum erlendis þá létum við ömmu okkar taka þættina upp á VHS-spólur og senda okkur út,“ segir Sigrún. Fyrir þá sem ekki vita eru VHS-spólur forveri DVD-diskanna. Sigrún segist hafa getað speglað sig í mæðgunum. Hún hafi löngum verið þekkt fyrir að tala hratt og mikið og drekka ótæpilegt magn af kaffi. Það er einmitt eitt einkennismerki þáttanna, hraður díalógur og hnyttin tilsvör. Sigrún ólst upp í mikilli mæðgnastemningu en hún bjó lengst af ásamt móður sinni og systur. Hér að neðan má sjá brot úr þáttunum.Í frétt TV line er greint frá því að þær Lauren Graham og Alexis Bledel sem léku Mægðurnar Lorelai og Rory Gilmore séu klárar í slaginn auk Kelly Bishop og Scott Patterson. Bishop lék móður og ömmu mægðnanna og Patterson var ástmaður Lorelai og fjölskylduvinur. Þar er einnig sagt frá því að þáttaröðin muni samanstanda af fjórum níutíu mínútna þáttum. Warner Bros og Netflix hafa þó ekki staðfest fréttirnar enn sem komið er. Amy Sherman-Palladino sem skapaði þættina og aðalframleiðandinn Daniel Palladino munu sjá um endurkomuna en þau tóku ekki þátt í að skrifa og framleiða síðustu þáttaröð Mæðgnanna sem er samkvæmt aðdáendum sú allra versta.Sigrún fellst á að vissulega sé áhætta fólgin í að færa svo vinsæla þætti aftur á skjáinn. „Aðdáendur eru væntanlega spenntir að fá nýja þætti en þeir verða auðvitað ekki eins þegar þetta langur tími er liðinn, sumir leikarar fallnir frá og aðrir 10 árum eldri.“ Það verði spennandi að fylgjast með því hvernig allt verður útfært.Michael Ausiello, blaðamaður TV line, hefur sökkt sér í málið og komist að því að líkast til verður hoppað fram í tíma um þau átta ár sem liðin eru frá því að síðasti þátturinn fór í loftið. Það var 15. maí 2007. Aðdáendur þáttanna þekkja söguna um „hin síðustu fjögur orð“ en Amy Sherman-Palladino hafði löngu fyrir síðustu þáttaröðina ákveðið hver lokaorð Gilmore Girls ættu að vera. Hún fékk hins vegar ekki að ljúka sínu verki eins og áður sagði og því hafa aðdáendur aldrei fengið að heyra hvernig hún hefði viljað enda seríuna.Edward Hermann lék Richard föður Lorelai en hann féll frá í desember síðastliðnum og hans karakter verður því ekki með í þáttunum.Mynd/GettyHópurinn kom allur saman í sumar í panel á vegum ATX hátíðarinnar og Entertainment Weekly. Þar ræddu þau hvar karakterarnir þeirra væru staddir í dag. Umræðurnar í heild sinni má sjá hér að ofan.En hversu stóran þátt hafa þær mæðgur átt í lífi aðdáenda sinna?Sigrún segir í öllu falli að aðdáendur hafi saknað þeirra beggja og þáttanna og það þó Netflix hafi tekið upp á að sýna alla þættina á síðasta ári. „Frá því því við systurnar fengum þær sendar á VHS milli landa hafa þær færst yfir á DVD safn og nú síðast Netflix, svo þær hafa fengið að fylgja mér. Kannski er besti mælikvarðinn sá að þær skipuðu svo stóran part af sjónvarpsdagskrá minni að ég uppgötvaði ekki Friends fyrr en í sjöundu seríu og missti algerlega af Fóstbræðrum,“ segir einn stærsti aðdáandi Mægðnanna á Íslandi, Sigrún Ingibjörg. Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira
Mæðgurnar eða Gilmore Girls snúa aftur á skjáinn í formi Netflix-þáttaraðar. Tímasetningin er óráðin en TV line segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Netflix hafi náð samningum við rétthafa þáttanna Warner Bros um endurkomu þáttaraðarinnar. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögfræðingur og nemi við Harvard, er aðdáandi þáttanna. „Ég fylgdist með öllum þáttunum. Við systurnar vorum raunar svo miklir aðdáendur að þegar við fluttum erlendis þá létum við ömmu okkar taka þættina upp á VHS-spólur og senda okkur út,“ segir Sigrún. Fyrir þá sem ekki vita eru VHS-spólur forveri DVD-diskanna. Sigrún segist hafa getað speglað sig í mæðgunum. Hún hafi löngum verið þekkt fyrir að tala hratt og mikið og drekka ótæpilegt magn af kaffi. Það er einmitt eitt einkennismerki þáttanna, hraður díalógur og hnyttin tilsvör. Sigrún ólst upp í mikilli mæðgnastemningu en hún bjó lengst af ásamt móður sinni og systur. Hér að neðan má sjá brot úr þáttunum.Í frétt TV line er greint frá því að þær Lauren Graham og Alexis Bledel sem léku Mægðurnar Lorelai og Rory Gilmore séu klárar í slaginn auk Kelly Bishop og Scott Patterson. Bishop lék móður og ömmu mægðnanna og Patterson var ástmaður Lorelai og fjölskylduvinur. Þar er einnig sagt frá því að þáttaröðin muni samanstanda af fjórum níutíu mínútna þáttum. Warner Bros og Netflix hafa þó ekki staðfest fréttirnar enn sem komið er. Amy Sherman-Palladino sem skapaði þættina og aðalframleiðandinn Daniel Palladino munu sjá um endurkomuna en þau tóku ekki þátt í að skrifa og framleiða síðustu þáttaröð Mæðgnanna sem er samkvæmt aðdáendum sú allra versta.Sigrún fellst á að vissulega sé áhætta fólgin í að færa svo vinsæla þætti aftur á skjáinn. „Aðdáendur eru væntanlega spenntir að fá nýja þætti en þeir verða auðvitað ekki eins þegar þetta langur tími er liðinn, sumir leikarar fallnir frá og aðrir 10 árum eldri.“ Það verði spennandi að fylgjast með því hvernig allt verður útfært.Michael Ausiello, blaðamaður TV line, hefur sökkt sér í málið og komist að því að líkast til verður hoppað fram í tíma um þau átta ár sem liðin eru frá því að síðasti þátturinn fór í loftið. Það var 15. maí 2007. Aðdáendur þáttanna þekkja söguna um „hin síðustu fjögur orð“ en Amy Sherman-Palladino hafði löngu fyrir síðustu þáttaröðina ákveðið hver lokaorð Gilmore Girls ættu að vera. Hún fékk hins vegar ekki að ljúka sínu verki eins og áður sagði og því hafa aðdáendur aldrei fengið að heyra hvernig hún hefði viljað enda seríuna.Edward Hermann lék Richard föður Lorelai en hann féll frá í desember síðastliðnum og hans karakter verður því ekki með í þáttunum.Mynd/GettyHópurinn kom allur saman í sumar í panel á vegum ATX hátíðarinnar og Entertainment Weekly. Þar ræddu þau hvar karakterarnir þeirra væru staddir í dag. Umræðurnar í heild sinni má sjá hér að ofan.En hversu stóran þátt hafa þær mæðgur átt í lífi aðdáenda sinna?Sigrún segir í öllu falli að aðdáendur hafi saknað þeirra beggja og þáttanna og það þó Netflix hafi tekið upp á að sýna alla þættina á síðasta ári. „Frá því því við systurnar fengum þær sendar á VHS milli landa hafa þær færst yfir á DVD safn og nú síðast Netflix, svo þær hafa fengið að fylgja mér. Kannski er besti mælikvarðinn sá að þær skipuðu svo stóran part af sjónvarpsdagskrá minni að ég uppgötvaði ekki Friends fyrr en í sjöundu seríu og missti algerlega af Fóstbræðrum,“ segir einn stærsti aðdáandi Mægðnanna á Íslandi, Sigrún Ingibjörg.
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira