Dómnefndir og Hæstiréttur Birgir Guðjónsson skrifar 22. október 2015 07:00 Nú er skrattanum skemmt og mér líka. Virðulegir hæstaréttarlögmenn sem sækjast eftir stöðu hæstaréttardómara leyfa sér að mótmæla verðleikamati (merita) kollega sinna í dómnefnd um ágæti þeirra til starfans. Þeir ættu að fara varlega og muna að þetta þótti hin mesta óhæfa þegar þetta var fyrst gert fyrir nokkrum áratugum og leiddi til brottrekstrar og útilokunar frá viðkomandi starfskerfi, þrátt fyrir að leitað hefði verið um leiðréttingu til þeirrar stofnunar sem þeir sóttu til. Dómnefndir um umsækjendur hafa einstæða stöðu á Íslandi sem á sér engan líka þótt víða væri leitað og mætti helst líkja við spánska rannsóknarréttinn á sínum tíma. Nefndirnar geta upphafið uppskafninga og niðurlægt afburðamenn að vild án nokkurs aðhalds. Veitingavaldið er bundið af áliti þessara dómnefnda sem ekki eru ábyrgar fyrir neinum. Engin áfrýjun og endurskoðun er leyfð þrátt fyrir skýrar reglur um slíkt í norrænum fyrirmyndum og auðsótt í öðrum réttarkerfum. Máli því sem vísað er til í upphafi mætti líkja við að 6 lögmenn sæktu um stöðu forseta hæstaréttar og auglýsing skilgreindi hæstaréttarlögmennsku sem skilyrði. Fimm umsækjenda væru vel menntaðir hæstaréttarlögmenn en einn héraðsdómslögmaður en með þokkalega menntun og reynslu á afmörkuðu sviði en vel ættaður og pólitískt tengdur. Héraðsdómslögmaðurinn fengi stöðuna, ábendingu um að þetta passaði ekki við skilyrði í auglýsingu væri ekki tekið mark á. Þrír aðrir umsækjendur hefðu fengið sína sérmenntun í sama landi og námskerfi. Aðeins einn þeirra hafði starfað á háskólastofnun samfellt í um 6 ár lengst Íslendinga, þar af nokkur ár sem kennari, tekið nokkur sérfræðipróf, unnið rannsóknastörf sem dómnefnd taldi einskis virði en væri síðar vitnað til í kennslubókum og fræðiritum greinarinnar. Honum væri samt skipað neðstum sem vanhæfum enda hættulegasti keppinauturinn. Starfsreglur viðkomandi dómnefndar væru nánast þýddar úr sænsku en áfrýjunarrétti sleppt. Dómnefndarálita er vitnað til við síðari umsóknir. Augljóst væri að slíkur dómur væri dauðadómur fyrir frekari ábyrgðarstöðum í viðkomandi starfskerfi. Málsókn væri reynd en hvorki héraðsdómari né Hæstiréttur sæju nokkuð athugavert við þetta og blessuðu þar með til frambúðar yfir skáldskap og níð í verðleikamati. Umsækjanda væri sagt upp störfum meðan hann í leyfi kenndi við einn virtasta skóla í viðkomandi starfsgrein og fengi aldrei stöðu aftur í viðkomandi fræðslu- og starfskerfi. Eftir frekari frama erlendis, þ.á.m. kennslu og fyrirlestra við virta háskóla og á sérfræðingaþingum, ritstjórnargreinar og bókarkafla allt byggt á upphaflegu framlögðum verðleikum væri endurupptaka reynd m.t.t. röðunar en algjörlega hafnað. Viðkomandi gæti þó glatt sig við hafa komið ungum kollegum að til náms við virtan háskóla og sæi íslenska nemendur sinna fyrri erlendu nemenda snúa heim.Slík mál ekki einsdæmi Slík mál eru ekki einsdæmi. Nokkrir hafa reynt málsókn og unnið mál gagnvart dómnefndum vegna meiðyrða og brota á jafnréttislögum en ekki fengið mat endurskoðað. Eitthvert grófasta málið var þegar umsækjandi með 100 sinnum fleiri vísindatilvitnanir en sá útvaldi var dæmdur óhæfur og vonlaust var að hnekkja álitinu jafnvel í viðkomandi háskóladeild. Slík mál eru sennilega skýringin á vantrú almennings á stjórnvöldum og því að á ákveðnu tímabili höfðu 4 af 7 fremstu vísindamönnum samkvæmt tilvitnanatíðni sótt um stöðu við Háskóla Íslands en þremur þeirra var hafnað. Allir þrír náðu síðan miklum frama við erlenda háskóla sem vísindamenn á alþjóðavettvangi. Ég hef fulla samúð með hinum forsmáðu særðu hæstaréttarlögmönnum og mér finnst sjálfsagt að þeir fái endurskoðun á verðleikamati þeirra með skipun sinna manna í dómnefnd. Það væri í fullu samræmi við ættar- og kunningsskapskerfið í mannavali. Alvöru verðleikar skipta ekki máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nú er skrattanum skemmt og mér líka. Virðulegir hæstaréttarlögmenn sem sækjast eftir stöðu hæstaréttardómara leyfa sér að mótmæla verðleikamati (merita) kollega sinna í dómnefnd um ágæti þeirra til starfans. Þeir ættu að fara varlega og muna að þetta þótti hin mesta óhæfa þegar þetta var fyrst gert fyrir nokkrum áratugum og leiddi til brottrekstrar og útilokunar frá viðkomandi starfskerfi, þrátt fyrir að leitað hefði verið um leiðréttingu til þeirrar stofnunar sem þeir sóttu til. Dómnefndir um umsækjendur hafa einstæða stöðu á Íslandi sem á sér engan líka þótt víða væri leitað og mætti helst líkja við spánska rannsóknarréttinn á sínum tíma. Nefndirnar geta upphafið uppskafninga og niðurlægt afburðamenn að vild án nokkurs aðhalds. Veitingavaldið er bundið af áliti þessara dómnefnda sem ekki eru ábyrgar fyrir neinum. Engin áfrýjun og endurskoðun er leyfð þrátt fyrir skýrar reglur um slíkt í norrænum fyrirmyndum og auðsótt í öðrum réttarkerfum. Máli því sem vísað er til í upphafi mætti líkja við að 6 lögmenn sæktu um stöðu forseta hæstaréttar og auglýsing skilgreindi hæstaréttarlögmennsku sem skilyrði. Fimm umsækjenda væru vel menntaðir hæstaréttarlögmenn en einn héraðsdómslögmaður en með þokkalega menntun og reynslu á afmörkuðu sviði en vel ættaður og pólitískt tengdur. Héraðsdómslögmaðurinn fengi stöðuna, ábendingu um að þetta passaði ekki við skilyrði í auglýsingu væri ekki tekið mark á. Þrír aðrir umsækjendur hefðu fengið sína sérmenntun í sama landi og námskerfi. Aðeins einn þeirra hafði starfað á háskólastofnun samfellt í um 6 ár lengst Íslendinga, þar af nokkur ár sem kennari, tekið nokkur sérfræðipróf, unnið rannsóknastörf sem dómnefnd taldi einskis virði en væri síðar vitnað til í kennslubókum og fræðiritum greinarinnar. Honum væri samt skipað neðstum sem vanhæfum enda hættulegasti keppinauturinn. Starfsreglur viðkomandi dómnefndar væru nánast þýddar úr sænsku en áfrýjunarrétti sleppt. Dómnefndarálita er vitnað til við síðari umsóknir. Augljóst væri að slíkur dómur væri dauðadómur fyrir frekari ábyrgðarstöðum í viðkomandi starfskerfi. Málsókn væri reynd en hvorki héraðsdómari né Hæstiréttur sæju nokkuð athugavert við þetta og blessuðu þar með til frambúðar yfir skáldskap og níð í verðleikamati. Umsækjanda væri sagt upp störfum meðan hann í leyfi kenndi við einn virtasta skóla í viðkomandi starfsgrein og fengi aldrei stöðu aftur í viðkomandi fræðslu- og starfskerfi. Eftir frekari frama erlendis, þ.á.m. kennslu og fyrirlestra við virta háskóla og á sérfræðingaþingum, ritstjórnargreinar og bókarkafla allt byggt á upphaflegu framlögðum verðleikum væri endurupptaka reynd m.t.t. röðunar en algjörlega hafnað. Viðkomandi gæti þó glatt sig við hafa komið ungum kollegum að til náms við virtan háskóla og sæi íslenska nemendur sinna fyrri erlendu nemenda snúa heim.Slík mál ekki einsdæmi Slík mál eru ekki einsdæmi. Nokkrir hafa reynt málsókn og unnið mál gagnvart dómnefndum vegna meiðyrða og brota á jafnréttislögum en ekki fengið mat endurskoðað. Eitthvert grófasta málið var þegar umsækjandi með 100 sinnum fleiri vísindatilvitnanir en sá útvaldi var dæmdur óhæfur og vonlaust var að hnekkja álitinu jafnvel í viðkomandi háskóladeild. Slík mál eru sennilega skýringin á vantrú almennings á stjórnvöldum og því að á ákveðnu tímabili höfðu 4 af 7 fremstu vísindamönnum samkvæmt tilvitnanatíðni sótt um stöðu við Háskóla Íslands en þremur þeirra var hafnað. Allir þrír náðu síðan miklum frama við erlenda háskóla sem vísindamenn á alþjóðavettvangi. Ég hef fulla samúð með hinum forsmáðu særðu hæstaréttarlögmönnum og mér finnst sjálfsagt að þeir fái endurskoðun á verðleikamati þeirra með skipun sinna manna í dómnefnd. Það væri í fullu samræmi við ættar- og kunningsskapskerfið í mannavali. Alvöru verðleikar skipta ekki máli.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar