Íþróttaálfur sveiflar hamrinum á nýjan leik Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 22. október 2015 07:00 Magnús stendur hér fyrir framan húsið en hann velti því fyrir sér hvort hann hefði enn allt sem til þyrfti í smíðavinnu. Vísir/GVA Athafnamanninn Magnús Scheving kannast flestir við í tengslum við hinn vinsæla þátt Latabæ en honum er margt annað til lista lagt. „Ég er smiður og ég ákvað að vera ekkert að tapa niður þeirri þekkingu,“ segir hann glaður í bragði en Magnús vinnur nú hörðum höndum að því að gera upp hús í miðbænum. Húsið var illa farið og lætur Magnús nú hendur standa fram úr ermum við lagfæringar. „Það er staðsett í hjarta Reykjavíkur, beint á móti Hallgrímskirkju á einu fallegasta torgi borgarinnar og mér fannst ég bara þurfa að laga þetta hús.“ Húsið á hann ásamt kærustu sinni, Hrefnu Björk Sverrisdóttur. Magnús er líkt og áður sagði smiður að mennt en hefur þó ekki starfað við þá iðn í töluverðan tíma og segir ekki standa til að fara að starfa við smíðar. „Ég er náttúrulega ennþá í vinnu hjá Turner en má svona vinna verkefni fyrir sjálfan mig líka með.“ Hann hefur þó augljóslega talsverða ánægju af smíðunum sem hann segir vera hörkuvinnu. „Hvað er betra en að taka í hamarinn aftur og kynnast því aftur að vinna alvöru vinnu?“ Og hann er fljótur til svara þegar hann er spurður að því hvort smíðarnar séu ekki ólíkar þeirri vinnu sem hann sinnir að staðaldri hjá Turner. „Þetta er meira líkamlegt. Ég ber mikla virðingu fyrir öllum iðnaðarmönnum því þetta er hörkuvinna. Þetta er duglegt fólk sem byggir þetta land.“ Hann segir vera komin nokkur ár síðan hann greip í hamarinn síðast. „Ég byggði húsið mitt frá grunni og allt í því. Glugga, veggi og allt bara. En það eru nú orðin dálítið mörg ár síðan þannig að maður var svona að velta því fyrir sér hvort maður gæti þetta ennþá.“ Hann skellir upp úr þegar hann fær í kjölfarið spurninguna hvort hann sé ekki ennþá með það sem þarf til að byggja eitt stykki hús. „Ég verð nú að viðurkenna að ég er lélegastur í hópnum. Ég sagði við strákana að ég tæki að mér allt sem væri líkamlega erfitt. Lyfta, bera timbur, moka og svona,“ segir hann hlæjandi og bætir við að ákveðna fagkunnáttu þurfi sem fáist meðal annars með reynslu. Þrátt fyrir að vanta talsvert upp á hana, að eigin sögn, hefur hann þó þrælgaman af verkefninu en tekur þó fyrir að áhugasamir geti ráðið hann í smíðaverkefni. „Ég er ekki viss um að ég geti tekið að mér mikið af verkum. Ég held að ég væri ekki sá besti í það, þeir eru betri þessir sem eru þarna með mér.“ Stefnt er á að húsið verið tilbúið í desember en að öllum líkindum mun verða rekið veitingahús þar sem Magnús mun þó hvergi koma nálægt. „Ég er bara að sjá til þess að húsið verði fínt,“ segir hann og bætir við að nú sé hann að velta því fyrir sér hvort skella eigi torfþaki á húsið. Magnús er sjálfsagt í betra formi en flestir enda á hann að baki áralangan feril í þolfimi en hann neitar því samt ekki að smíðavinnan taki talsvert á og sé að mörgu leyti prýðileg líkamsrækt. „Ég verð að viðurkenna að ég kvarta og kveina á kvöldin yfir harðsperrum, þetta er algjörlega ný tegund af hreyfingu.“ Það er nóg annað um að vera hjá íþróttaálfinum en hans aðalvinna felst í því að halda fyrirlestra. „Ég held mikið af fyrirlestrum um allan heim, það er svona mín aðalvinna núna. Þetta fer vel saman, fljúga út og koma svo heim og smíða. Hvað er betra en að vera úti í íslenskri náttúru?“ segir hann glaður í bragði að lokum. Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
Athafnamanninn Magnús Scheving kannast flestir við í tengslum við hinn vinsæla þátt Latabæ en honum er margt annað til lista lagt. „Ég er smiður og ég ákvað að vera ekkert að tapa niður þeirri þekkingu,“ segir hann glaður í bragði en Magnús vinnur nú hörðum höndum að því að gera upp hús í miðbænum. Húsið var illa farið og lætur Magnús nú hendur standa fram úr ermum við lagfæringar. „Það er staðsett í hjarta Reykjavíkur, beint á móti Hallgrímskirkju á einu fallegasta torgi borgarinnar og mér fannst ég bara þurfa að laga þetta hús.“ Húsið á hann ásamt kærustu sinni, Hrefnu Björk Sverrisdóttur. Magnús er líkt og áður sagði smiður að mennt en hefur þó ekki starfað við þá iðn í töluverðan tíma og segir ekki standa til að fara að starfa við smíðar. „Ég er náttúrulega ennþá í vinnu hjá Turner en má svona vinna verkefni fyrir sjálfan mig líka með.“ Hann hefur þó augljóslega talsverða ánægju af smíðunum sem hann segir vera hörkuvinnu. „Hvað er betra en að taka í hamarinn aftur og kynnast því aftur að vinna alvöru vinnu?“ Og hann er fljótur til svara þegar hann er spurður að því hvort smíðarnar séu ekki ólíkar þeirri vinnu sem hann sinnir að staðaldri hjá Turner. „Þetta er meira líkamlegt. Ég ber mikla virðingu fyrir öllum iðnaðarmönnum því þetta er hörkuvinna. Þetta er duglegt fólk sem byggir þetta land.“ Hann segir vera komin nokkur ár síðan hann greip í hamarinn síðast. „Ég byggði húsið mitt frá grunni og allt í því. Glugga, veggi og allt bara. En það eru nú orðin dálítið mörg ár síðan þannig að maður var svona að velta því fyrir sér hvort maður gæti þetta ennþá.“ Hann skellir upp úr þegar hann fær í kjölfarið spurninguna hvort hann sé ekki ennþá með það sem þarf til að byggja eitt stykki hús. „Ég verð nú að viðurkenna að ég er lélegastur í hópnum. Ég sagði við strákana að ég tæki að mér allt sem væri líkamlega erfitt. Lyfta, bera timbur, moka og svona,“ segir hann hlæjandi og bætir við að ákveðna fagkunnáttu þurfi sem fáist meðal annars með reynslu. Þrátt fyrir að vanta talsvert upp á hana, að eigin sögn, hefur hann þó þrælgaman af verkefninu en tekur þó fyrir að áhugasamir geti ráðið hann í smíðaverkefni. „Ég er ekki viss um að ég geti tekið að mér mikið af verkum. Ég held að ég væri ekki sá besti í það, þeir eru betri þessir sem eru þarna með mér.“ Stefnt er á að húsið verið tilbúið í desember en að öllum líkindum mun verða rekið veitingahús þar sem Magnús mun þó hvergi koma nálægt. „Ég er bara að sjá til þess að húsið verði fínt,“ segir hann og bætir við að nú sé hann að velta því fyrir sér hvort skella eigi torfþaki á húsið. Magnús er sjálfsagt í betra formi en flestir enda á hann að baki áralangan feril í þolfimi en hann neitar því samt ekki að smíðavinnan taki talsvert á og sé að mörgu leyti prýðileg líkamsrækt. „Ég verð að viðurkenna að ég kvarta og kveina á kvöldin yfir harðsperrum, þetta er algjörlega ný tegund af hreyfingu.“ Það er nóg annað um að vera hjá íþróttaálfinum en hans aðalvinna felst í því að halda fyrirlestra. „Ég held mikið af fyrirlestrum um allan heim, það er svona mín aðalvinna núna. Þetta fer vel saman, fljúga út og koma svo heim og smíða. Hvað er betra en að vera úti í íslenskri náttúru?“ segir hann glaður í bragði að lokum.
Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira