Hvar gifta hinir ópassandi sig? Svanur Sigurbjörnsson skrifar 22. október 2015 15:00 Stöku sinnum kemur það fyrir að trúlaust par vill fá húmaníska athöfn í kirkju með athafnarstjóra frá Siðmennt. Það var velkomið í Viðeyjarkirkju í sumar (sem er safn í eigu Reykjavíkur). En í Skógakirkju (sem er líka safn) fékk kirkjuvörðurinn áfall yfir því að hann hefði óvart leyft trúlausri athöfn að fara þar fram og var svekktur yfir því að borðkross var færður til. Í kjölfarið fékk hann því nærliggjandi kirkjusókn í lið með sér til að banna trúlausar athafnir í Skógakirkju þaðan í frá. Almennt er staðan sú að Þjóðkirkjan hefur ekki leyft athafnir annarra en kristinna safnaða í kirkjum sínum frá árinu 2011. Nú skil ég ekki nema að hluta hvers vegna sumt trúlaust fólk vill gifta sig í kirkju en að sama skapi skil ég bara að hluta af hverju Þjóðkirkjan (og kirkjuverðir sumra safnkirkna) vill ekki leyfa þessum fáu trúlausu pörum að halda þar trúlausa athöfn. Stundum vill fólk beygja svolítið leikreglurnar. Það vill fá rómantíkina sem fylgir því að vera í fallegu kirkjuhúsi og fá jafnframt að halda í heiðri eigin lífsgildi án trúar í athöfninni. Þetta er skrítið í huga hreinlínufólks en er eins konar rómantísk gagnsemishyggja. Nota á það besta úr því sem umhverfið hefur upp á að bjóða sama hvað hverjum finnst. Kirkjur Þjóðkirkjunnar voru byggðar fyrir skattfé okkar allra og eru í raun þjóðareign. Hvers vegna opnar Þjóðkirkjan ekki hinn breiða faðm umburðarlyndis til "skrítinna" trúlausra líka? Við hvað er hún hrædd? Svo er líka slatti af „blönduðum“ pörum (annað hjónaefna er trúað, hitt ekki) sem vilja sitthvað úr hvorum heimi, þeim trúaða/kristna og þeim veraldlega/húmaníska. Er það sjálfgefið að slík athöfn fari fram hjá presti í kirkju? Gæti það ekki verið hjá athafnarstjóra í kirkju eða presti í félagsheimili? Dæmigerð athöfn hjá sýslumanni í Reykjavík tekur um þrjár mínútur og fjallar um skyldur hjónabandsins. Er ekki gott að „blönduð“ pör hafi val um eitthvað annað?Spyrjum okkur:Eiga hjónaefni tilkall til þjóðareigna? Er það virkilega vanhelgun á kirkju að látlaus og falleg trúlaus athöfn fari þar fram? Hefur þjóðkirkjuprestur rétt á því að móðgast svo yfir því þegar hann er í raun sjálfur notandi kirkjuhúss í þjóðareign? Ættu athafnarstjórar Siðmenntar að neita fólki um að stýra athöfnum þeirra í kirkju bara af því það er trúarleg bygging? Sem athafnarstjóri hjá Siðmennt get ég svarað fyrir sjálfan mig að það er ekki hið ákjósanlegasta að stýra trúlausri athöfn í kirkju. Ég get þó auðveldlega leitt hugann frá byggingunni og einbeitt mér að fólkinu og athöfninni sjálfri. Það er sambræðingur lífsskoðana í þjóðfélaginu og ég held að það sé óvarlegt að heimta af öllum að vera alltaf sitt hvoru megin við þröskulda félaganna, trúarlegra sem veraldlegra. Sumir vilja bara, eða þurfa, að vera báðum megin og þeir eru ekki að skaða einn eða neinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Stöku sinnum kemur það fyrir að trúlaust par vill fá húmaníska athöfn í kirkju með athafnarstjóra frá Siðmennt. Það var velkomið í Viðeyjarkirkju í sumar (sem er safn í eigu Reykjavíkur). En í Skógakirkju (sem er líka safn) fékk kirkjuvörðurinn áfall yfir því að hann hefði óvart leyft trúlausri athöfn að fara þar fram og var svekktur yfir því að borðkross var færður til. Í kjölfarið fékk hann því nærliggjandi kirkjusókn í lið með sér til að banna trúlausar athafnir í Skógakirkju þaðan í frá. Almennt er staðan sú að Þjóðkirkjan hefur ekki leyft athafnir annarra en kristinna safnaða í kirkjum sínum frá árinu 2011. Nú skil ég ekki nema að hluta hvers vegna sumt trúlaust fólk vill gifta sig í kirkju en að sama skapi skil ég bara að hluta af hverju Þjóðkirkjan (og kirkjuverðir sumra safnkirkna) vill ekki leyfa þessum fáu trúlausu pörum að halda þar trúlausa athöfn. Stundum vill fólk beygja svolítið leikreglurnar. Það vill fá rómantíkina sem fylgir því að vera í fallegu kirkjuhúsi og fá jafnframt að halda í heiðri eigin lífsgildi án trúar í athöfninni. Þetta er skrítið í huga hreinlínufólks en er eins konar rómantísk gagnsemishyggja. Nota á það besta úr því sem umhverfið hefur upp á að bjóða sama hvað hverjum finnst. Kirkjur Þjóðkirkjunnar voru byggðar fyrir skattfé okkar allra og eru í raun þjóðareign. Hvers vegna opnar Þjóðkirkjan ekki hinn breiða faðm umburðarlyndis til "skrítinna" trúlausra líka? Við hvað er hún hrædd? Svo er líka slatti af „blönduðum“ pörum (annað hjónaefna er trúað, hitt ekki) sem vilja sitthvað úr hvorum heimi, þeim trúaða/kristna og þeim veraldlega/húmaníska. Er það sjálfgefið að slík athöfn fari fram hjá presti í kirkju? Gæti það ekki verið hjá athafnarstjóra í kirkju eða presti í félagsheimili? Dæmigerð athöfn hjá sýslumanni í Reykjavík tekur um þrjár mínútur og fjallar um skyldur hjónabandsins. Er ekki gott að „blönduð“ pör hafi val um eitthvað annað?Spyrjum okkur:Eiga hjónaefni tilkall til þjóðareigna? Er það virkilega vanhelgun á kirkju að látlaus og falleg trúlaus athöfn fari þar fram? Hefur þjóðkirkjuprestur rétt á því að móðgast svo yfir því þegar hann er í raun sjálfur notandi kirkjuhúss í þjóðareign? Ættu athafnarstjórar Siðmenntar að neita fólki um að stýra athöfnum þeirra í kirkju bara af því það er trúarleg bygging? Sem athafnarstjóri hjá Siðmennt get ég svarað fyrir sjálfan mig að það er ekki hið ákjósanlegasta að stýra trúlausri athöfn í kirkju. Ég get þó auðveldlega leitt hugann frá byggingunni og einbeitt mér að fólkinu og athöfninni sjálfri. Það er sambræðingur lífsskoðana í þjóðfélaginu og ég held að það sé óvarlegt að heimta af öllum að vera alltaf sitt hvoru megin við þröskulda félaganna, trúarlegra sem veraldlegra. Sumir vilja bara, eða þurfa, að vera báðum megin og þeir eru ekki að skaða einn eða neinn.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar