Æfir uppistandið í bílnum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 23. október 2015 09:00 Anna Þóra er ekki stressuð fyrir sýningu kvöldsins enda var hún búin að gleyma henni. Hún steig fyrst á svið í gullbuxum og kemur fram í silfurbuxum í Silfurbergi í kvöld. Vísir/Stefán Anna Þóra Björnsdóttir, fimmtíu og þriggja ára móðir og eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu í miðbænum er einn þeirra uppistandara sem koma fram á opnunarsýningu Reykjavík Comedy Festival í kvöld. Anna Þóra leiddist hálf óvart út í uppistand í desember síðastliðnum þegar hún ákvað að skella sér á námskeið hjá Þorsteini Guðmundssyni. Nú söðlar hún um og það er nóg að gera en hún segir samt ekki já við hvaða verkefni sem er. „Ég er bara búin að hafa fullt að gera þannig. Ég segi ekkert já við öllu, bara því sem mig langar að gera,“ segir hún og hlær en hún hefur meðal annars verið að troða upp í gæsa- og steggjapartýum og árshátíðum.Gert margt miklu erfiðara Anna Þóra segir að hún hafi hlotið talsverða athygli í kjölfar uppistandana og fólki finnist stundum skrýtið að kona á hennar aldri standi upp á sviði og segi brandara. „Þetta hefur bara spurst út og fólki virðist finnast það alveg ofboðslega fyndið að kona komin yfir fimmtugt geti sagt brandara,“ segir hún ögn hneyksluð en bætir við að hún hafi rosalega gaman af uppistandinu. Hún neitar þó ekki að hún verði vör við örlítið stress áður en hún stígur á svið. Það örlar þó ekki á því fyrir kvöldið, að minnsta kosti ekki ennþá en að hennar sögn er það aðallega vegna þess að hún var búin að gleyma sýningunni. „Ég er ekkert búin að hugsa um þetta. Ég var hreinlega búin að gleyma þessu þar til frænka mín minnti mig á þetta og sagði mér að ég þyrfti að fara að æfa mig,“ segir hún glöð í bragði og bætir við: „Ég hef nú gert margt miklu erfiðara en þetta.“ Anna Þóra notar bílinn oft sem vettvang til æfinga en einnig prufar hún efnið á nákomnum. „Ég æfi mig mikið í bílnum og er líka alltaf að tala við sjálfan mig í hausnum og reyni svo bara að þrusa þessu út. Svo æfi ég mig á manninum, strákunum mínum og vinkonunum. Strákarnir mínir eru mjög kritískir en vinkonum mínum finnst allt sem ég segi fyndið.“Í silfurbuxum í Silfurbergi Líkt og áður sagði fór Anna Þóra á uppistandsnámskeið hjá Þorsteini Guðmundssyni á síðasta ári, það var þó hálf óvart og hún hafði aldrei látið sig dreyma um feril sem uppistandir fyrir námskeiðið. „Ég hef oft verið að taka völdin í selskap og svoleiðis. Mér finnst voð gaman að sjokkera og ganga fram af fólki. Mér finnst gaman að dansa á þessari línu og sjá viðbrögðin,“ segir Anna Þóra og bætir við að hún sæki yfirleitt innblástur í atburði úr eigin lífi. „Maður þarf að geta gert grín að sjálfum sér.“ Í kvöld stígur Anna Þóra á svið í silfurbuxum sem voru sérstaklega keyptar fyrir tilefnið. „Ég var í gullbuxum þegar ég fór á svið í fyrsta skipti og nú verð ég í silfrinu og á bleikum skóm. Þetta eru voða pælingar og daman verður tekin á þetta,“ segir hún hlæjandi og segir hugmyndir um að konur eigi að vera dömur stundum trufla sig og oft hafi verið haft orð á því á hennar yngri árum að hún væri ekki nógu dömuleg. „Ég vona að það sé að grotna upp úr þessum staðalímyndum. Ég held að ég sé bara fædd tuttugu árum of snemma.“ Opnunarsýning Reykjavík Comedy Festival fer fram í Silfurbergi klukkan 20.00 í kvöld og munu þau Björk Jakobsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Helga Braga, Laddi, Ólafía Hrönn, Snjólaug Lúðvíksdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Vala Kristín og Júlíana Sara stíga á svið ásamt Önnu Þóru. Anna Þóra er að vonum spennt fyrir kvöldinu og segist fá mikið kikk út úr því að standa upp á sviði. Hún bætir við að hún hafi nú ekki enn lent í því að vera púuð niður en stressar sig ekki mikið á því að það gæti komið fyrir. „Það hafa víst allir lent í því, kannski gerist það á morgun,“ segir hún og skellir upp úr. Tengdar fréttir Segir brandara á líknardeild Anna Þóra Björnsdóttir sér björtu hliðarnar. 11. júlí 2015 10:00 52 ára móðir sló í gegn í uppistandinu Anna Þóra Björnsdóttir, þriggja barna móðir, sagði staðalímyndum stríði á hendur og tók þátt í námskeiði. 8. desember 2014 12:00 Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
Anna Þóra Björnsdóttir, fimmtíu og þriggja ára móðir og eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu í miðbænum er einn þeirra uppistandara sem koma fram á opnunarsýningu Reykjavík Comedy Festival í kvöld. Anna Þóra leiddist hálf óvart út í uppistand í desember síðastliðnum þegar hún ákvað að skella sér á námskeið hjá Þorsteini Guðmundssyni. Nú söðlar hún um og það er nóg að gera en hún segir samt ekki já við hvaða verkefni sem er. „Ég er bara búin að hafa fullt að gera þannig. Ég segi ekkert já við öllu, bara því sem mig langar að gera,“ segir hún og hlær en hún hefur meðal annars verið að troða upp í gæsa- og steggjapartýum og árshátíðum.Gert margt miklu erfiðara Anna Þóra segir að hún hafi hlotið talsverða athygli í kjölfar uppistandana og fólki finnist stundum skrýtið að kona á hennar aldri standi upp á sviði og segi brandara. „Þetta hefur bara spurst út og fólki virðist finnast það alveg ofboðslega fyndið að kona komin yfir fimmtugt geti sagt brandara,“ segir hún ögn hneyksluð en bætir við að hún hafi rosalega gaman af uppistandinu. Hún neitar þó ekki að hún verði vör við örlítið stress áður en hún stígur á svið. Það örlar þó ekki á því fyrir kvöldið, að minnsta kosti ekki ennþá en að hennar sögn er það aðallega vegna þess að hún var búin að gleyma sýningunni. „Ég er ekkert búin að hugsa um þetta. Ég var hreinlega búin að gleyma þessu þar til frænka mín minnti mig á þetta og sagði mér að ég þyrfti að fara að æfa mig,“ segir hún glöð í bragði og bætir við: „Ég hef nú gert margt miklu erfiðara en þetta.“ Anna Þóra notar bílinn oft sem vettvang til æfinga en einnig prufar hún efnið á nákomnum. „Ég æfi mig mikið í bílnum og er líka alltaf að tala við sjálfan mig í hausnum og reyni svo bara að þrusa þessu út. Svo æfi ég mig á manninum, strákunum mínum og vinkonunum. Strákarnir mínir eru mjög kritískir en vinkonum mínum finnst allt sem ég segi fyndið.“Í silfurbuxum í Silfurbergi Líkt og áður sagði fór Anna Þóra á uppistandsnámskeið hjá Þorsteini Guðmundssyni á síðasta ári, það var þó hálf óvart og hún hafði aldrei látið sig dreyma um feril sem uppistandir fyrir námskeiðið. „Ég hef oft verið að taka völdin í selskap og svoleiðis. Mér finnst voð gaman að sjokkera og ganga fram af fólki. Mér finnst gaman að dansa á þessari línu og sjá viðbrögðin,“ segir Anna Þóra og bætir við að hún sæki yfirleitt innblástur í atburði úr eigin lífi. „Maður þarf að geta gert grín að sjálfum sér.“ Í kvöld stígur Anna Þóra á svið í silfurbuxum sem voru sérstaklega keyptar fyrir tilefnið. „Ég var í gullbuxum þegar ég fór á svið í fyrsta skipti og nú verð ég í silfrinu og á bleikum skóm. Þetta eru voða pælingar og daman verður tekin á þetta,“ segir hún hlæjandi og segir hugmyndir um að konur eigi að vera dömur stundum trufla sig og oft hafi verið haft orð á því á hennar yngri árum að hún væri ekki nógu dömuleg. „Ég vona að það sé að grotna upp úr þessum staðalímyndum. Ég held að ég sé bara fædd tuttugu árum of snemma.“ Opnunarsýning Reykjavík Comedy Festival fer fram í Silfurbergi klukkan 20.00 í kvöld og munu þau Björk Jakobsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Helga Braga, Laddi, Ólafía Hrönn, Snjólaug Lúðvíksdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Vala Kristín og Júlíana Sara stíga á svið ásamt Önnu Þóru. Anna Þóra er að vonum spennt fyrir kvöldinu og segist fá mikið kikk út úr því að standa upp á sviði. Hún bætir við að hún hafi nú ekki enn lent í því að vera púuð niður en stressar sig ekki mikið á því að það gæti komið fyrir. „Það hafa víst allir lent í því, kannski gerist það á morgun,“ segir hún og skellir upp úr.
Tengdar fréttir Segir brandara á líknardeild Anna Þóra Björnsdóttir sér björtu hliðarnar. 11. júlí 2015 10:00 52 ára móðir sló í gegn í uppistandinu Anna Þóra Björnsdóttir, þriggja barna móðir, sagði staðalímyndum stríði á hendur og tók þátt í námskeiði. 8. desember 2014 12:00 Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
52 ára móðir sló í gegn í uppistandinu Anna Þóra Björnsdóttir, þriggja barna móðir, sagði staðalímyndum stríði á hendur og tók þátt í námskeiði. 8. desember 2014 12:00