Neita að taka blóðsýni vegna meintra byrlana Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. október 2015 07:30 Að sögn Önnu Bentínu Hermansen, ráðgjafa hjá Stígamótum, hefur það færst í aukana að konur leyti til Stígamóta vegna tilraunar til lyfjanauðgunar á skemmtistöðum. vísir/getty „Ef við ætluðum að fara að taka og rannsaka blóðsýni í hverju einasta tilfelli sem einhver telur að honum hafi verið byrlað nauðgunarlyf, einungis miðað við frásögn þolanda, yrði það allt of kostnaðarsamt,“ segir Eyrún Jónsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttöku á Landspítalanum, en spítalinn tekur ekki blóðsýni úr einstaklingi sem grunar að sér hafi verið byrlað svokallað nauðgunarlyf. „Það er auðvitað dapurt en einstaklingurinn verður bara að lifa með því að geta ekki fengið blóðrannsókn bara vegna þess að hann grunar að sér hafi verið byrlað eitthvað. Það þurfa að vera ákveðnar forsendur fyrir slíkum blóðmælingum á kostnað löggæslunnar.“ Neyðarmóttakan tekur hins vegar blóð til rannsóknar úr einstaklingi, sem telur að sér hafi verið byrlað nauðgunarlyf, hafi málið verið kært til lögreglunnar. „Það er mat lögreglunnar hverju sinni og þá yrði farið í þessa dýru og miklu rannsókn.“ Eyrún segir að þó að einstaklingur hafi aldrei upplifað ástand sem hann er í merki það ekki endilega að um byrlun sé að ræða. Fólk geti til dæmis verið í annarlegu ástandi vegna drykkju.Anna Bentína HermansenAð sögn Önnu Bentínu Hermansen, ráðgjafa hjá Stígamótum, hefur það færst í aukana að konur leiti til Stígamóta vegna tilraunar til lyfjanauðgunar. „Okkur finnst hafa orðið aukning á þessu upp á síðkastið.“ Í vikunni leituðu tvær konur til Stígamóta vegna þess að þær töldu að þeim hefði verið byrlað nauðgunarlyf. Þær greindu frá því að þegar leitað hafi verið eftir blóðrannsókn hafi þau svör fengist frá lögreglu og spítalanum að ekkert væri hægt að gera. „Kærasti annarrar leitaði eftir því að sjúkrabíll kæmi á staðinn en fékk þau svör að hann ætti bara að reyna að fá hana til að æla. Það er auðvitað mjög alvarlegt. Hvað ef hún hefði fengið heilablóðfall?“ spyr Anna og bætir við að í hinu tilfellinu hafi konan sjálf haft samband við Landspítalann sem tjáði henni að fyrst nauðgun hefði ekki átt sér stað þá gæti spítalinn ekkert gert. Byrlun nauðgunarlyfs hefur aldrei verið staðfest á Íslandi. „Það er væntanlega af því að málið er ekkert rannsakað, hvorki af hálfu lögreglu né spítala. Það er líka erfitt að sanna að byrlun hafi átt sér stað því lyfin eru fljót að fara úr líkamanum. Það verður þó að gera eitthvað í málunum því þetta er klár tilraun til nauðgunar þó gerandanum takist ekki ætlunarverk sitt og þetta varðar við lög,“ segir Anna og bætir við að úrræðaleysið sé aðalvandamálið. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki geta tekið afstöðu til svara sjúkrahússins um að blóðrannsóknir séu of kostnaðarsamar og því ekki framkvæmdar í umræddum tilfellum. „Ef einstaklingur hefur rökstuddar grunsemdir um að öðrum hafi verið byrluð ólyfjan þá myndum við mæla með því að einstaklingurinn óskaði eftir því að blóðsýni yrði tekið á spítalanum,“ segir Árni Þór og bætir við að fátítt sé að svona mál komi til kasta lögreglunnar án þess að grunur sé um önnur brot samhliða. „Við erum þó sífellt að taka verklag okkar til endurskoðunar í samræmi við fjölda tilvika og það er eitthvað sem við munum gera núna.“ Tengdar fréttir Var byrlað nauðgunarlyf umkringd fjölskyldunni "Maður er greinilega aldrei óhultur, sama hvaða fólki maður er með,“ segir Helena Ósk Ívarsdóttir, sem byrlað var nauðgunarlyf á skemmtistað í Keflavík á laugardaginn. Helena deildi lífsreynslu sinni á Facebook-síðu sinni í gær og vonast til að þetta verði öðrum víti til varnaðar. 1. janúar 2014 23:18 Ungri konu byrlað ketamín í Keflavík Alexandra Marý Hauksdóttir varð fyrir vægast sagt slæmri lífsreynslu um helgina en henni var byrlað ketamín á skemmtistað í Reykjanesbæ. 28. janúar 2014 07:00 Aldrei tekist að greina nauðgunarlyf Rannsakendum hefur aldrei tekist að greina leifar af nauðgunarlyfjum í blóðsýnum þolenda kynferðisbrota á Íslandi. Í fyrra var 21 sýni sent til rannsóknar. Prófessor segir áfengi vera algengasta nauðgunarlyfið. 12. nóvember 2012 06:00 Sölvi Tryggva tók inn nauðgunarlyf „Mér leið furðulega daginn eftir, með hroll í líkamanum og allur rosa skrítinn. Á vissan hátt var eins og ég væri þunnur,“ segir fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason sem tók inn töflu af samheitalyfi Rohypnol á dögunum í rannsóknarskyni fyrir þátt sinn Málið, en næsti þáttur fjallar um nauðgunarlyf. 29. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Sjá meira
„Ef við ætluðum að fara að taka og rannsaka blóðsýni í hverju einasta tilfelli sem einhver telur að honum hafi verið byrlað nauðgunarlyf, einungis miðað við frásögn þolanda, yrði það allt of kostnaðarsamt,“ segir Eyrún Jónsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttöku á Landspítalanum, en spítalinn tekur ekki blóðsýni úr einstaklingi sem grunar að sér hafi verið byrlað svokallað nauðgunarlyf. „Það er auðvitað dapurt en einstaklingurinn verður bara að lifa með því að geta ekki fengið blóðrannsókn bara vegna þess að hann grunar að sér hafi verið byrlað eitthvað. Það þurfa að vera ákveðnar forsendur fyrir slíkum blóðmælingum á kostnað löggæslunnar.“ Neyðarmóttakan tekur hins vegar blóð til rannsóknar úr einstaklingi, sem telur að sér hafi verið byrlað nauðgunarlyf, hafi málið verið kært til lögreglunnar. „Það er mat lögreglunnar hverju sinni og þá yrði farið í þessa dýru og miklu rannsókn.“ Eyrún segir að þó að einstaklingur hafi aldrei upplifað ástand sem hann er í merki það ekki endilega að um byrlun sé að ræða. Fólk geti til dæmis verið í annarlegu ástandi vegna drykkju.Anna Bentína HermansenAð sögn Önnu Bentínu Hermansen, ráðgjafa hjá Stígamótum, hefur það færst í aukana að konur leiti til Stígamóta vegna tilraunar til lyfjanauðgunar. „Okkur finnst hafa orðið aukning á þessu upp á síðkastið.“ Í vikunni leituðu tvær konur til Stígamóta vegna þess að þær töldu að þeim hefði verið byrlað nauðgunarlyf. Þær greindu frá því að þegar leitað hafi verið eftir blóðrannsókn hafi þau svör fengist frá lögreglu og spítalanum að ekkert væri hægt að gera. „Kærasti annarrar leitaði eftir því að sjúkrabíll kæmi á staðinn en fékk þau svör að hann ætti bara að reyna að fá hana til að æla. Það er auðvitað mjög alvarlegt. Hvað ef hún hefði fengið heilablóðfall?“ spyr Anna og bætir við að í hinu tilfellinu hafi konan sjálf haft samband við Landspítalann sem tjáði henni að fyrst nauðgun hefði ekki átt sér stað þá gæti spítalinn ekkert gert. Byrlun nauðgunarlyfs hefur aldrei verið staðfest á Íslandi. „Það er væntanlega af því að málið er ekkert rannsakað, hvorki af hálfu lögreglu né spítala. Það er líka erfitt að sanna að byrlun hafi átt sér stað því lyfin eru fljót að fara úr líkamanum. Það verður þó að gera eitthvað í málunum því þetta er klár tilraun til nauðgunar þó gerandanum takist ekki ætlunarverk sitt og þetta varðar við lög,“ segir Anna og bætir við að úrræðaleysið sé aðalvandamálið. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki geta tekið afstöðu til svara sjúkrahússins um að blóðrannsóknir séu of kostnaðarsamar og því ekki framkvæmdar í umræddum tilfellum. „Ef einstaklingur hefur rökstuddar grunsemdir um að öðrum hafi verið byrluð ólyfjan þá myndum við mæla með því að einstaklingurinn óskaði eftir því að blóðsýni yrði tekið á spítalanum,“ segir Árni Þór og bætir við að fátítt sé að svona mál komi til kasta lögreglunnar án þess að grunur sé um önnur brot samhliða. „Við erum þó sífellt að taka verklag okkar til endurskoðunar í samræmi við fjölda tilvika og það er eitthvað sem við munum gera núna.“
Tengdar fréttir Var byrlað nauðgunarlyf umkringd fjölskyldunni "Maður er greinilega aldrei óhultur, sama hvaða fólki maður er með,“ segir Helena Ósk Ívarsdóttir, sem byrlað var nauðgunarlyf á skemmtistað í Keflavík á laugardaginn. Helena deildi lífsreynslu sinni á Facebook-síðu sinni í gær og vonast til að þetta verði öðrum víti til varnaðar. 1. janúar 2014 23:18 Ungri konu byrlað ketamín í Keflavík Alexandra Marý Hauksdóttir varð fyrir vægast sagt slæmri lífsreynslu um helgina en henni var byrlað ketamín á skemmtistað í Reykjanesbæ. 28. janúar 2014 07:00 Aldrei tekist að greina nauðgunarlyf Rannsakendum hefur aldrei tekist að greina leifar af nauðgunarlyfjum í blóðsýnum þolenda kynferðisbrota á Íslandi. Í fyrra var 21 sýni sent til rannsóknar. Prófessor segir áfengi vera algengasta nauðgunarlyfið. 12. nóvember 2012 06:00 Sölvi Tryggva tók inn nauðgunarlyf „Mér leið furðulega daginn eftir, með hroll í líkamanum og allur rosa skrítinn. Á vissan hátt var eins og ég væri þunnur,“ segir fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason sem tók inn töflu af samheitalyfi Rohypnol á dögunum í rannsóknarskyni fyrir þátt sinn Málið, en næsti þáttur fjallar um nauðgunarlyf. 29. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Sjá meira
Var byrlað nauðgunarlyf umkringd fjölskyldunni "Maður er greinilega aldrei óhultur, sama hvaða fólki maður er með,“ segir Helena Ósk Ívarsdóttir, sem byrlað var nauðgunarlyf á skemmtistað í Keflavík á laugardaginn. Helena deildi lífsreynslu sinni á Facebook-síðu sinni í gær og vonast til að þetta verði öðrum víti til varnaðar. 1. janúar 2014 23:18
Ungri konu byrlað ketamín í Keflavík Alexandra Marý Hauksdóttir varð fyrir vægast sagt slæmri lífsreynslu um helgina en henni var byrlað ketamín á skemmtistað í Reykjanesbæ. 28. janúar 2014 07:00
Aldrei tekist að greina nauðgunarlyf Rannsakendum hefur aldrei tekist að greina leifar af nauðgunarlyfjum í blóðsýnum þolenda kynferðisbrota á Íslandi. Í fyrra var 21 sýni sent til rannsóknar. Prófessor segir áfengi vera algengasta nauðgunarlyfið. 12. nóvember 2012 06:00
Sölvi Tryggva tók inn nauðgunarlyf „Mér leið furðulega daginn eftir, með hroll í líkamanum og allur rosa skrítinn. Á vissan hátt var eins og ég væri þunnur,“ segir fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason sem tók inn töflu af samheitalyfi Rohypnol á dögunum í rannsóknarskyni fyrir þátt sinn Málið, en næsti þáttur fjallar um nauðgunarlyf. 29. febrúar 2012 06:00