Kári sakar hæstaréttardómara um að hafa logið fyrir rétti Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. október 2015 07:43 Kári Stefánsson höfðaði mál á hendur Karli Axelssyni sem nú er settur hæstaréttardómari. Vísir/GVA „Ég vil því miklu frekar að hæstaréttardómarar gyrði sig í brók og dæmi í málinu okkar Karls heldur en fá tunglin litlu til þess að rembast við að varpa geislum þeirra,“ skrifar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í pistlinum „Gyrðið ykkur í brók: Opið bréf til forseta Hæstaréttar Íslands á Vísi í dag. Karlinn sem Kári á við mun vera Karl Axelsson, skipaður hæstaréttardómari, en Kári á í málaferlum við hann. Karl var nýverið skipaður dómari við Hæstarétt og því verða allir dómarar við Hæstarétt vanhæfir í málinu en við það er Kári afar ósáttur. Karl hefur um tíma verið settur hæstaréttardómari. Þá er Kári ósáttur við að Karl hafi yfirhöfuð verið skipaður í Hæstarétt þar sem hann standi í málaferlum og að með því hafi innanríkisráðherra skaðað möguleika Kára á réttlátri málsmeðferð.Kári segist ekki hafa skellt á heldur hafi slitnað Forsaga málsins er sú að Kári segist hafa ráðið Karl í vinnu og að þeir hafi gert með sér samkomulag um það. Hann pantaði tíma hjá Karli sem tók á móti honum á lögmannstofu sinni LEX, þar funduðu þeir um málið og með á fundinum var ungur maður sem Kári kunni ekki deili á.Karl Axelsson hefur víðtæka reynslu af stjórnsýslu- og lögmannsstörfum.Vísir/GVA„Með Karli í fundarherberginu var ungur maður sem ég kunni engin deili á og spurði því Karl hvers vegna hann væri þarna. Karl svaraði að pilturinn myndi hjálpa honum lítillega.“ Kári segir reikninginn frá Karli ekki hafa passað við samkomulag þeirra þar sem hinn ungi maður og fulltrúi Karls, Þórhallur Bergmann, var skráður fyrir um 150 tímum af vinnunni en Karl fyrir minna en tuttugu tímum. Sjá einnig: Kári þarf að greiða reikninginn „Karl brást ókvæða við og sagði að það væri ekki mitt mál hvernig hann ynni vinnuna sína. Ég sagði að þetta væri farið að líta út eins og hann ætlaði að afhenda málið piltinum, sem kæmi ekki til greina. Karl sagði að það hefði ekki verið planið til að byrja með en nú væri hann sjálfur hættur að flytja mál í héraði þannig að ekki væri úr mörgum kostum að velja,“ skrifar Kári. „Þegar hér var komið sögu var ég staddur við Rauðavatn þar sem farsímasamband er lélegt og samtöl rofna gjarnan sem það og gerði í þetta skiptið.“ Mál þetta var tekið fyrir í héraðsdómi á síðasta ári og dómur kveðinn upp í desember sem gerði Kára að greiða Karli þóknunina, tvær milljónir króna. Með dómnum var staðfestur úrskurður Lögmannafélags Íslands. Í dómnum var deilt um það hvort Karl hefði í raun og veru sagst vera hættur að flytja mál í héraði en hann hélt því fram að hann hefði aldrei sagt nokkuð slíkt. Fulltrúinn hans var skráður í fyrirtökur í málinu en ekki Karl sjálfur, sagði Karl það vera mistök. „Hæstaréttardómarinn sem var settur á því augnabliki en er skipaður í embættið í dag, laug sem sagt fyrir rétti. Það var honum að vísu með öllu áhættulaust vegna þess að hann sagði þetta við mig í síma og engin leið fyrir mig að sanna það,“ skrifar Kári.Sjá einnig: Kári stefnir lögmanni sínumMálið verður tekið fyrir í Hæstarétti.vísir/gvaTelur hagsmunum sínum betur borgið í höndum núverandi dómara Hann hefur áfrýjað málinu en þegar það verður tekið fyrir í Hæstarétti þurfa allir dómarar réttarins að víkja eins og fyrr segir. Eins og fram kom á mbl.is í síðustu viku verður skipaður sérstakur dómari í forsæti málsins sem Hæstiréttur tilnefnir og hann velji sér svo meðdómara. Þeir munu svo að öllum líkindum koma úr röðum héraðsdómara, lagaprófessora eða lögmanna. „Héraðsdómarar og lögfræðingar eiga gjarnan töluvert undir því hvernig Hæstiréttur fer með þeirra mál og ekki ólíklegt að þegar þeir eru settir í aðstöðu til þess að fella dóma yfir hæstaréttardómurum fari þeir að giska, annaðhvort á meðvitaðan eða ómeðvitaðan hátt,“ skrifar Kári og telur því líklegra að mál hans fái sanngjarnari málsmeðferð ef dómarar Hæstaréttar verði ekki taldir vanhæfir.Sjá einnig: Kári Stefánsson þarf ekki að greiða verksamning „Markús, þetta er krafa af minni hendi sem er sjálfsagt að fara að vegna þess að ruðningurinn átti að vera til þess að verja mína hagsmuni. Ég lít hins vegar þannig á að mínum hagsmunum yrði betur borgið í þínum höndum og þinnar sveitar en þeirra sem reglulega lúta dómum ykkar.“ Tengdar fréttir Gyrðið ykkur í brók. Opið bréf til forseta Hæstaréttar Íslands Ágæti Markús, ég las það í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum að það yrði að ryðja allan Hæstarétt þegar mál mitt gegn Karli Axelssyni, nýskipuðum hæstaréttardómara, yrði tekið fyrir á því heimili. 23. október 2015 07:00 Enn deilir Kári við verktaka Kári Stefánsson hefur verið dæmdur til að greiða tæplega fimm milljónir vegna ógreiddra reikninga fyrir framkvæmdir við hús sitt. 5. október 2015 16:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
„Ég vil því miklu frekar að hæstaréttardómarar gyrði sig í brók og dæmi í málinu okkar Karls heldur en fá tunglin litlu til þess að rembast við að varpa geislum þeirra,“ skrifar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í pistlinum „Gyrðið ykkur í brók: Opið bréf til forseta Hæstaréttar Íslands á Vísi í dag. Karlinn sem Kári á við mun vera Karl Axelsson, skipaður hæstaréttardómari, en Kári á í málaferlum við hann. Karl var nýverið skipaður dómari við Hæstarétt og því verða allir dómarar við Hæstarétt vanhæfir í málinu en við það er Kári afar ósáttur. Karl hefur um tíma verið settur hæstaréttardómari. Þá er Kári ósáttur við að Karl hafi yfirhöfuð verið skipaður í Hæstarétt þar sem hann standi í málaferlum og að með því hafi innanríkisráðherra skaðað möguleika Kára á réttlátri málsmeðferð.Kári segist ekki hafa skellt á heldur hafi slitnað Forsaga málsins er sú að Kári segist hafa ráðið Karl í vinnu og að þeir hafi gert með sér samkomulag um það. Hann pantaði tíma hjá Karli sem tók á móti honum á lögmannstofu sinni LEX, þar funduðu þeir um málið og með á fundinum var ungur maður sem Kári kunni ekki deili á.Karl Axelsson hefur víðtæka reynslu af stjórnsýslu- og lögmannsstörfum.Vísir/GVA„Með Karli í fundarherberginu var ungur maður sem ég kunni engin deili á og spurði því Karl hvers vegna hann væri þarna. Karl svaraði að pilturinn myndi hjálpa honum lítillega.“ Kári segir reikninginn frá Karli ekki hafa passað við samkomulag þeirra þar sem hinn ungi maður og fulltrúi Karls, Þórhallur Bergmann, var skráður fyrir um 150 tímum af vinnunni en Karl fyrir minna en tuttugu tímum. Sjá einnig: Kári þarf að greiða reikninginn „Karl brást ókvæða við og sagði að það væri ekki mitt mál hvernig hann ynni vinnuna sína. Ég sagði að þetta væri farið að líta út eins og hann ætlaði að afhenda málið piltinum, sem kæmi ekki til greina. Karl sagði að það hefði ekki verið planið til að byrja með en nú væri hann sjálfur hættur að flytja mál í héraði þannig að ekki væri úr mörgum kostum að velja,“ skrifar Kári. „Þegar hér var komið sögu var ég staddur við Rauðavatn þar sem farsímasamband er lélegt og samtöl rofna gjarnan sem það og gerði í þetta skiptið.“ Mál þetta var tekið fyrir í héraðsdómi á síðasta ári og dómur kveðinn upp í desember sem gerði Kára að greiða Karli þóknunina, tvær milljónir króna. Með dómnum var staðfestur úrskurður Lögmannafélags Íslands. Í dómnum var deilt um það hvort Karl hefði í raun og veru sagst vera hættur að flytja mál í héraði en hann hélt því fram að hann hefði aldrei sagt nokkuð slíkt. Fulltrúinn hans var skráður í fyrirtökur í málinu en ekki Karl sjálfur, sagði Karl það vera mistök. „Hæstaréttardómarinn sem var settur á því augnabliki en er skipaður í embættið í dag, laug sem sagt fyrir rétti. Það var honum að vísu með öllu áhættulaust vegna þess að hann sagði þetta við mig í síma og engin leið fyrir mig að sanna það,“ skrifar Kári.Sjá einnig: Kári stefnir lögmanni sínumMálið verður tekið fyrir í Hæstarétti.vísir/gvaTelur hagsmunum sínum betur borgið í höndum núverandi dómara Hann hefur áfrýjað málinu en þegar það verður tekið fyrir í Hæstarétti þurfa allir dómarar réttarins að víkja eins og fyrr segir. Eins og fram kom á mbl.is í síðustu viku verður skipaður sérstakur dómari í forsæti málsins sem Hæstiréttur tilnefnir og hann velji sér svo meðdómara. Þeir munu svo að öllum líkindum koma úr röðum héraðsdómara, lagaprófessora eða lögmanna. „Héraðsdómarar og lögfræðingar eiga gjarnan töluvert undir því hvernig Hæstiréttur fer með þeirra mál og ekki ólíklegt að þegar þeir eru settir í aðstöðu til þess að fella dóma yfir hæstaréttardómurum fari þeir að giska, annaðhvort á meðvitaðan eða ómeðvitaðan hátt,“ skrifar Kári og telur því líklegra að mál hans fái sanngjarnari málsmeðferð ef dómarar Hæstaréttar verði ekki taldir vanhæfir.Sjá einnig: Kári Stefánsson þarf ekki að greiða verksamning „Markús, þetta er krafa af minni hendi sem er sjálfsagt að fara að vegna þess að ruðningurinn átti að vera til þess að verja mína hagsmuni. Ég lít hins vegar þannig á að mínum hagsmunum yrði betur borgið í þínum höndum og þinnar sveitar en þeirra sem reglulega lúta dómum ykkar.“
Tengdar fréttir Gyrðið ykkur í brók. Opið bréf til forseta Hæstaréttar Íslands Ágæti Markús, ég las það í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum að það yrði að ryðja allan Hæstarétt þegar mál mitt gegn Karli Axelssyni, nýskipuðum hæstaréttardómara, yrði tekið fyrir á því heimili. 23. október 2015 07:00 Enn deilir Kári við verktaka Kári Stefánsson hefur verið dæmdur til að greiða tæplega fimm milljónir vegna ógreiddra reikninga fyrir framkvæmdir við hús sitt. 5. október 2015 16:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Gyrðið ykkur í brók. Opið bréf til forseta Hæstaréttar Íslands Ágæti Markús, ég las það í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum að það yrði að ryðja allan Hæstarétt þegar mál mitt gegn Karli Axelssyni, nýskipuðum hæstaréttardómara, yrði tekið fyrir á því heimili. 23. október 2015 07:00
Enn deilir Kári við verktaka Kári Stefánsson hefur verið dæmdur til að greiða tæplega fimm milljónir vegna ógreiddra reikninga fyrir framkvæmdir við hús sitt. 5. október 2015 16:00