Innlent

Ljósleiðari í sundur og tölvukerfi Reykjavíkurborgar liggur niðri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að skapa. Unnið er að viðgerð og er vonast til að búið verði að komast fyrir bilunina bráðlega.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að skapa. Unnið er að viðgerð og er vonast til að búið verði að komast fyrir bilunina bráðlega. Vísiri/Stefán
Tölvukerfi Reykjavíkurborgar liggur niðri vegna bilunar. Af þeim sökum er ekki hægt að ná sambandi við símaver borgarinnar. Heimasíðan liggur einnig niðri. 

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að skapa. Vonast er til að búið verði að komast fyrir bilunina bráðlega. Hún er rakin til bilaðs ljósleiðarastrengs sem liggur að Höfðatorgi og vinna starfsmenn Gagnaveitu Reykjavíkur nú að viðgerð. 

Uppfært klukkan 12:40

Tölvukerfið er komið í lag. Samkvæmt upplýsingum frá Gagnaveitu Reykjavíkur var grafið í tvo ljósleiðarastrengi í Þórunnartúni sem þjóna skrifstofum Reykjavíkurborgar á Höfðatorgi. 
Unnið verður áfram að tengingum fram eftir degi og má reikna með einhverjum truflunum á sambandi á meðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×