Séreignarsparnaður framlengdur til greiðslu skulda og kaupa á fyrstu íbúð Heimir Már Pétursson skrifar 24. október 2015 20:06 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, boðar frumvarp um varanlega útfærslu á að fólk geti notað lífeyrissparnað til kaupa á fyrstu íbúð og greiðslutímabilið verði lengt. Þetta sagði Bjarni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. „Það ætti bara að vera viðvarandi þriggja, jafnvel fimm ára heimild til að taka af séreignarsparnaði sínum fyrir útborgun í fyrstu íbúð. Þar er ég sem sagt að tala um að afnema þessi tímamörk. Varðandi heimildina til að taka út og greiða inn á lán af íbúð sem þú ert þegar búinn að kaupa gildir í raun alveg það sama. Við ættum bara að vera með viðvarandi heimild sem þú gætir nýtt í ákveðinn árafjölda í stað þess að láta það bara gilda núna í þessi ár,“ segir Bjarni. Þannig gæti þetta úrræði mögulega framlengst um tvö ár fyrir þá sem nú þegar eru að nýta það samkvæmt gildandi lögum til þriggja ára. „Það gæti verið að við færum t.d. upp í fimm ára heimild. Þá myndum við segja; hér er hópur sem nýtt hefur heimildina í þrjú ár og við bætum þá við tveimur. Fyrir aðra og yngri kynslóðir sem eru að koma inn á fasteignamarkaðinn, eða aðra til framtíðar sem ekki hafa nýtt úrræðið, gæti opnast ný fimm ára heimild sem þeir gætu gripið til þegar þeim hentaði,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni boðar að frumvarp um þessi mál líti dagsins ljós á yfirstandandi þingi. „Já ég tel að við verðum að fara að veita svör við því hvað á að taka við þegar þetta kerfi sem við erum með núna og gengur vel; við erum að veita hálfan milljarð á mánuði í skattaafslátt fyrir þá sem eru að nota úrræðið og greiða niður skuldir sínar – og við þurfum að svara því hvað á að taka við áður en kerfið hefur runnið sitt skeið,“ segir Bjarni. Það er mikill hugur í Sjálfstæðismönnum á landsfundinum og fyrir honum liggja fjölmargar tillögur til breytinga í samfélaginu sem nokkur einhugur virðist ríkja um. Flokkurinn mælist hins vegar með eitt minnsta fylgi í sögu sinni um þessar mundir. Það var talað um það hér í fyrirspurnatíma í spurningu til þín og ykkar ráðherranna, hvort Sjálfstæðisflokkurinn væri grár og gugginn. Hvernig sýnist þér heilsufarið á flokknum miðað við fylgið eins og það er og stöðuna hér á landsfundinum? „Við höfum verið að mælast rétt undir kjörfylginu frá því síðast. Við höfum verið að sveiflast öðru hvoru megin við 25 prósentin í flestum könnunum. Auðvitað viljum við ná meiri árangri. Við höfum mikinn metnað til þess. Þessi fundur verður okkur mikil vítamínsprauta í framhaldinu. Við komum með sterkar ályktanir, mikinn kraft frá yngri kynslóðinni inn á þennan fund. Mér finnst vera mikil samstaða, gleði og hamingja og bjartsýni hér á fundinum,“ segir Bjarni Benediktsson. Tengdar fréttir Guðlaugur Þór stígur til hliðar sem ritari Sjálfstæðisflokksins og hleypir Áslaugu Örnu að Segir þetta bestu leiðina til að efla aðkomu ungs fólks og kvenna í flokknum. 24. október 2015 19:14 Sjáðu brot úr ræðu Hönnu Birnu: „Ég verð áfram í forystusveit Sjálfstæðisflokksins“ Hanna Birna Kristjánsdóttir segir ákvörðunina um að stíga til hlíðar hefði ekkert að gera með óbilandi trú hennar á hugsjónum Sjálfstæðisflokksins. 24. október 2015 14:04 Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Síðasta ræða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem varaformaður, í bili að minnsta kosti. 24. október 2015 11:03 SUS styður ekki kynjakvóta í Sjálfstæðisflokknum Tvö sterk félög innan flokksins takast á um kynjakvóta og jafnréttismál. 24. október 2015 14:30 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, boðar frumvarp um varanlega útfærslu á að fólk geti notað lífeyrissparnað til kaupa á fyrstu íbúð og greiðslutímabilið verði lengt. Þetta sagði Bjarni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. „Það ætti bara að vera viðvarandi þriggja, jafnvel fimm ára heimild til að taka af séreignarsparnaði sínum fyrir útborgun í fyrstu íbúð. Þar er ég sem sagt að tala um að afnema þessi tímamörk. Varðandi heimildina til að taka út og greiða inn á lán af íbúð sem þú ert þegar búinn að kaupa gildir í raun alveg það sama. Við ættum bara að vera með viðvarandi heimild sem þú gætir nýtt í ákveðinn árafjölda í stað þess að láta það bara gilda núna í þessi ár,“ segir Bjarni. Þannig gæti þetta úrræði mögulega framlengst um tvö ár fyrir þá sem nú þegar eru að nýta það samkvæmt gildandi lögum til þriggja ára. „Það gæti verið að við færum t.d. upp í fimm ára heimild. Þá myndum við segja; hér er hópur sem nýtt hefur heimildina í þrjú ár og við bætum þá við tveimur. Fyrir aðra og yngri kynslóðir sem eru að koma inn á fasteignamarkaðinn, eða aðra til framtíðar sem ekki hafa nýtt úrræðið, gæti opnast ný fimm ára heimild sem þeir gætu gripið til þegar þeim hentaði,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni boðar að frumvarp um þessi mál líti dagsins ljós á yfirstandandi þingi. „Já ég tel að við verðum að fara að veita svör við því hvað á að taka við þegar þetta kerfi sem við erum með núna og gengur vel; við erum að veita hálfan milljarð á mánuði í skattaafslátt fyrir þá sem eru að nota úrræðið og greiða niður skuldir sínar – og við þurfum að svara því hvað á að taka við áður en kerfið hefur runnið sitt skeið,“ segir Bjarni. Það er mikill hugur í Sjálfstæðismönnum á landsfundinum og fyrir honum liggja fjölmargar tillögur til breytinga í samfélaginu sem nokkur einhugur virðist ríkja um. Flokkurinn mælist hins vegar með eitt minnsta fylgi í sögu sinni um þessar mundir. Það var talað um það hér í fyrirspurnatíma í spurningu til þín og ykkar ráðherranna, hvort Sjálfstæðisflokkurinn væri grár og gugginn. Hvernig sýnist þér heilsufarið á flokknum miðað við fylgið eins og það er og stöðuna hér á landsfundinum? „Við höfum verið að mælast rétt undir kjörfylginu frá því síðast. Við höfum verið að sveiflast öðru hvoru megin við 25 prósentin í flestum könnunum. Auðvitað viljum við ná meiri árangri. Við höfum mikinn metnað til þess. Þessi fundur verður okkur mikil vítamínsprauta í framhaldinu. Við komum með sterkar ályktanir, mikinn kraft frá yngri kynslóðinni inn á þennan fund. Mér finnst vera mikil samstaða, gleði og hamingja og bjartsýni hér á fundinum,“ segir Bjarni Benediktsson.
Tengdar fréttir Guðlaugur Þór stígur til hliðar sem ritari Sjálfstæðisflokksins og hleypir Áslaugu Örnu að Segir þetta bestu leiðina til að efla aðkomu ungs fólks og kvenna í flokknum. 24. október 2015 19:14 Sjáðu brot úr ræðu Hönnu Birnu: „Ég verð áfram í forystusveit Sjálfstæðisflokksins“ Hanna Birna Kristjánsdóttir segir ákvörðunina um að stíga til hlíðar hefði ekkert að gera með óbilandi trú hennar á hugsjónum Sjálfstæðisflokksins. 24. október 2015 14:04 Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Síðasta ræða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem varaformaður, í bili að minnsta kosti. 24. október 2015 11:03 SUS styður ekki kynjakvóta í Sjálfstæðisflokknum Tvö sterk félög innan flokksins takast á um kynjakvóta og jafnréttismál. 24. október 2015 14:30 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
Guðlaugur Þór stígur til hliðar sem ritari Sjálfstæðisflokksins og hleypir Áslaugu Örnu að Segir þetta bestu leiðina til að efla aðkomu ungs fólks og kvenna í flokknum. 24. október 2015 19:14
Sjáðu brot úr ræðu Hönnu Birnu: „Ég verð áfram í forystusveit Sjálfstæðisflokksins“ Hanna Birna Kristjánsdóttir segir ákvörðunina um að stíga til hlíðar hefði ekkert að gera með óbilandi trú hennar á hugsjónum Sjálfstæðisflokksins. 24. október 2015 14:04
Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Síðasta ræða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem varaformaður, í bili að minnsta kosti. 24. október 2015 11:03
SUS styður ekki kynjakvóta í Sjálfstæðisflokknum Tvö sterk félög innan flokksins takast á um kynjakvóta og jafnréttismál. 24. október 2015 14:30
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði