Innlent

Handtekinn grunaður um heimilisofbeldi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Lögreglan handtók manninn á meðan frekari rannsókn fór fram.
Lögreglan handtók manninn á meðan frekari rannsókn fór fram. Vísir/Anton
Karlmaður var handtekinn í heimahúsi í Breiðholti á fimmta tímanum í nótt, eftir að lögreglan hafði verið kölluð til vegna heimilisofbeldis. Maðurinn var færður í fangageymslu á meðan lögreglan sinnti frekari rannsókn málsins.

Fyrr um nóttina hafði lögreglan í Hafnarfirði afskipti af konu sem var að fara inn í bíla við skemmtistað í bænum. Þetta var fjórða útkallið vegna sömu konu, að sögn lögreglunnar. Var hún handtekin og færð í fangageymslu lögreglunnar við Hverfisgötu.

Lögreglan bjargaði einnig tveimur úr sjónum við Austurbakka. Karlmaður hafði hent sér í sjóinn og kærasta hans kastað sér á eftir honum. Átta mínútum eftir að lögreglan var kölluð til voru þau bæði komin á land, en maðurinn var kaldur og meðvitundarlítill.

Þau voru bæði flutt á slysadeild til aðhlynningar og var maðurinn, að sögn lögreglu, farinn að hressast þegar lögreglumenn yfirgáfu slysadeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×