Innlent

Dyraverðir stöðvuðu átta ára son Kjartans á landsfundinum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Kjartan segir að um einfaldan misskilning hafi verið að ræða.
Kjartan segir að um einfaldan misskilning hafi verið að ræða. Vísir/Vilhelm
Kjartani Gunnarssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, var tímabundið meinaður aðgangur að landsfundi flokksins um helgina. Ástæðan var sú að með honum á fundinum var átta ára sonur hans sem, sökum aldurs, var ekki fullgildur landsfundarfulltrúi.

Frásögn af atvikinu hefur vakið athygli á netinu eftir að pistlahöfundur á vef Stundarinnar greindi frá því í gær.

Kjartan segir þó um einfaldan misskilning að ræða. „Sonur minn lítill var með mér, hann er ekki nema átta ára, og það var bara einhver minniháttar misskilningur hjá dyraverðinum,“ segir Kjartan um atvikið. 

„Það voru fastar reglur um aðgang og þeir sem höfðu sótt gögn til þess, áttu þarna frjálsan aðgang. Aðrir þurftu þá að fá sérstaka gestapassa. Þetta er bara nákvæmlega eins og þegar ég var framkvæmdastjóri og bara sjálfsagt mál,“ segir Kjartan sem augljóslega lítur málið ekki alvarlegum augum.

Sonur Kjartans fékk gestapassa og gat í kjölfarið valsað um Laugardalshöllina án þess að vera stöðvaður af dyravörðum. „Ekkert vesen með það,“ segir Kjartan léttur yfir þessu öllu saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×