Hærri greiðslur og lengra fæðingarorlof Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 23. október 2015 07:00 Það er fátt gleðilegra en að eignast lítið barn. Fæðingarorlofinu er ætlað að tryggja börnum samvistir við báða foreldra sína og jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Þessum markmiðum er nú ógnað vegna fjárskorts. Árið 2008 tók 91% feðra fæðingarorlof en ekki nema 78% árið 2014. Auðvitað taka flestir foreldrar fæðingarorlof þrátt fyrir að tekjurnar lækki mikið en æ fleiri þurfa að stytta þann tíma eða sleppa því alfarið. Fjölskyldur með ungbörn njóta ekki náðar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Hámarksgreiðslur fæðingarorlofsins eiga að standa í stað og verða 370.000 krónur á mánuði þriðja árið í röð. Hefði fæðingarorlofið ekki verið skert eftir Hrun væri það um 820.000 krónur í dag. Við í Samfylkingunni viljum hækka hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi úr 370.000 kr. í 500.000 kr. á mánuði. Foreldrar eiga rétt á 80% af tekjum sínum í fæðingarorlofi upp að vissu hámarki. Með 500.000 króna hámarki væri tryggt að fólk með meðallaun nyti fullra réttinda. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir nýbakaða foreldra sem oft eru með þunga framfærslu og háan húsnæðiskostnað og eiga því erfitt með að lækka verulega í tekjum mánuðum saman. Þegar fæðingarorlofinu sleppir tekur oftast við erfitt tímabil. Þetta vita allir sem beðið hafa vongóðir eftir leikskólaplássi mánuðum saman og þurft að treysta á dýrari dagvistun þann biðtíma, ef hún er þá til staðar. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur lengdi fæðingarorlofið í 12 mánuði og átti sú lenging að taka að fullu gildi 1. janúar 2016. Hægri stjórnin hætti við lenginguna til að geta lækkað veiðigjöldin. Við í Samfylkingunni viljum lengja orlofið aftur í 12 mánuði og leggja þeim fjölmörgu sveitarfélögum lið sem vilja hjálpa fjölskyldum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það er fátt gleðilegra en að eignast lítið barn. Fæðingarorlofinu er ætlað að tryggja börnum samvistir við báða foreldra sína og jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Þessum markmiðum er nú ógnað vegna fjárskorts. Árið 2008 tók 91% feðra fæðingarorlof en ekki nema 78% árið 2014. Auðvitað taka flestir foreldrar fæðingarorlof þrátt fyrir að tekjurnar lækki mikið en æ fleiri þurfa að stytta þann tíma eða sleppa því alfarið. Fjölskyldur með ungbörn njóta ekki náðar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Hámarksgreiðslur fæðingarorlofsins eiga að standa í stað og verða 370.000 krónur á mánuði þriðja árið í röð. Hefði fæðingarorlofið ekki verið skert eftir Hrun væri það um 820.000 krónur í dag. Við í Samfylkingunni viljum hækka hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi úr 370.000 kr. í 500.000 kr. á mánuði. Foreldrar eiga rétt á 80% af tekjum sínum í fæðingarorlofi upp að vissu hámarki. Með 500.000 króna hámarki væri tryggt að fólk með meðallaun nyti fullra réttinda. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir nýbakaða foreldra sem oft eru með þunga framfærslu og háan húsnæðiskostnað og eiga því erfitt með að lækka verulega í tekjum mánuðum saman. Þegar fæðingarorlofinu sleppir tekur oftast við erfitt tímabil. Þetta vita allir sem beðið hafa vongóðir eftir leikskólaplássi mánuðum saman og þurft að treysta á dýrari dagvistun þann biðtíma, ef hún er þá til staðar. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur lengdi fæðingarorlofið í 12 mánuði og átti sú lenging að taka að fullu gildi 1. janúar 2016. Hægri stjórnin hætti við lenginguna til að geta lækkað veiðigjöldin. Við í Samfylkingunni viljum lengja orlofið aftur í 12 mánuði og leggja þeim fjölmörgu sveitarfélögum lið sem vilja hjálpa fjölskyldum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar