Innlent

Rændu og rupluðu í Macland: Hálf milljón í fundarlaun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hörður Ágústsson, eigandi og framkvæmdastjóri Macland, segir að verslunin verði opin í dag. Þau haldi sínu striki.
Hörður Ágústsson, eigandi og framkvæmdastjóri Macland, segir að verslunin verði opin í dag. Þau haldi sínu striki. Vísir/Vilhelm
Þjófar létu greipar sópa í verslun Macland í Helluhrauni í Hafnarfirði í nótt og komust undan með fimm tölvur, tvo iPhone og tvo iPad. Hörður Ágústsson, eigandi og framkvæmdastjóri, Macland staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Hörður mætti í verslunina snemma í morgun og aðstoðaði við tiltekt. Þjófarnir höfðu brotið sér leið inn í verslunina á einfaldasta máta en þeir brutu rúðuna í hurðinni. Sérstaklega sterkt gler er reyndar í umræddri hurð þannig að ljóst er að þeir hafa þurft að taka á honum stóra sínum.

Hörður hafði ekki séð myndskeið úr eftirlitsmyndavélum þegar blaðamaður ræddi við hann en sagði að verslunin yrði opin í dag. Menn héldu sínu striki og verslunin væri sem betur fer tryggð fyrir þessu.

Finni Karlsson, best þekktur sem eigandi Priksins sem verið hefur viðloðandi rekstur Macland undanfarin ár, auglýsir hálfa milljón króna í fundarlaun fyrir búnaðinn sem stolið var í nótt.

Helvítis fucking fuck!! Here er GO..Ég býð 500 þús kr í fundarlaun fyrir, 5 tölvur, 2 iPhone og 2 iPad sem var stolið í nótt!!

Posted by Finni Karlsson on Monday, October 26, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×