Átta leyndarmál sem starfsfólk hótela myndu aldrei segja þér Stefán Árni Pálsson skrifar 26. október 2015 12:30 Eitt af mestu leyndarmálum hótela er hversu margir falla frá inni á hótelherbergjum. vísir/getty Ónafngreindir starfsmenn á hótelum tjá sig um hvað í raun og veru gengur á þar á bæ inni á Reddit. Á vefsíðu The Independent hefur þetta verið tekið saman og þar má lesa um átta leyndarmál sem starfsfólk á hótelum myndu aldrei segja viðskiptavinum.1. DauðsföllEitt af mestu leyndarmálum hótela er hversu margir falla frá inni á hótelherbergjum. „Lögreglan mætti á svæðið og flutti líkið út eins fljótlega og hægt var. Gestir hótelsins urðu í raun ekkert varir við það að einhver hefði látið lífið í næsta herbergi. Þetta rataði oftast ekki einu sinni í fjölmiðla,“ segir fyrrum starfsmaður á Reddit. Hann segir það nokkuð algengt að fólk fremji sjálfsmorð innan veggja hótelsins.2. StjörnurMjög líklega hefur þú dvalið á hóteli á sama tíma og einhver heimsþekktur einstaklingur. „Venjulegir gestir vita í raun aldrei af því að það sé heimsfræg Hollywood stjarna á hótelinu,“ segir Stacey Jean á Reddit. „Við vorum einu sinni með heilt hafnarboltalið á hótelinu og það tók ekki ein manneskja eftir því.“3. FramhjáhöldStarfsfólkið gerir sér strax grein fyrir því þegar fólk bókar sig inn á hótel til að halda framhjá maka sínum. „Já, við vitum það strax en okkur er í raun nákvæmlega sama.“4. LögreglanNánast öll hótel eru í nánu samstarfi við nærliggjandi lögreglustöð. „Þegar margt fólk er undir sama þaki gerast oft hlutir sem við ráðum ekki við,“ segir einn notandi.5. Hreinlæti Flest allir notendur Reddit sem vildu tjá sig um þetta mál gátu ekki mælt með því að fólk snerti fjarstýringarnar. Fjarstýringarnar eru aldrei þrifnar.6. AfbókunÞað gilda oft ákveðnar reglur þegar kemur að því að bóka hótelbergi. Þú þarft stundum að greiða tryggingu fyrirfram og ekki er leyfilegt að afbóka nema með ákveðnum fyrirvara. Ef þú vilt afbóka herbergið þitt og fá endurgreitt, þá hringir þú í afgreiðsluna og færð að færa bókunina fram um nokkra daga. Þú bíður síðan í nokkrar klukkustundir og hringir síðan aftur og afbókar herbergið. Þá ættirðu að fá endurgreitt að fullu.7. BókunAldrei bóka hótelherbergi í gegnum þriðja aðila. Það er oftast ódýrara að hringja beint á hótelið. Ef þú labbar beint inn á hótelið, og sérstaklega seint um kvöld, þá ættir þú að fá herbergið á góðu verði.8. ÓkeypisMælt er með því að vera kurteis við allt starfsfólk. „Ég get gefið þér fría vatnsflösku, túrtappa, frítt bílastæði, sett fötin þín í hreinsun og jafnvel komið þér í betra herbergi, en það talar aldrei neinn við mig,“ segir einn sem starfar á hóteli. Tengdar fréttir Heilræði Magga Mix: Hvað á ekki að gera á fyrsta stefnumóti „Ég er með lista um það hvað á ekki að gera á fyrsta stefnumóti,“ segir Magnús Valdimarsson, betur þekktur sem Maggi Mix, í morgunþættinum á FM957. Magnús virðist þekkja þessa menningu vel og því vel til fundið hjá honum að deila visku sinni. 12. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Ónafngreindir starfsmenn á hótelum tjá sig um hvað í raun og veru gengur á þar á bæ inni á Reddit. Á vefsíðu The Independent hefur þetta verið tekið saman og þar má lesa um átta leyndarmál sem starfsfólk á hótelum myndu aldrei segja viðskiptavinum.1. DauðsföllEitt af mestu leyndarmálum hótela er hversu margir falla frá inni á hótelherbergjum. „Lögreglan mætti á svæðið og flutti líkið út eins fljótlega og hægt var. Gestir hótelsins urðu í raun ekkert varir við það að einhver hefði látið lífið í næsta herbergi. Þetta rataði oftast ekki einu sinni í fjölmiðla,“ segir fyrrum starfsmaður á Reddit. Hann segir það nokkuð algengt að fólk fremji sjálfsmorð innan veggja hótelsins.2. StjörnurMjög líklega hefur þú dvalið á hóteli á sama tíma og einhver heimsþekktur einstaklingur. „Venjulegir gestir vita í raun aldrei af því að það sé heimsfræg Hollywood stjarna á hótelinu,“ segir Stacey Jean á Reddit. „Við vorum einu sinni með heilt hafnarboltalið á hótelinu og það tók ekki ein manneskja eftir því.“3. FramhjáhöldStarfsfólkið gerir sér strax grein fyrir því þegar fólk bókar sig inn á hótel til að halda framhjá maka sínum. „Já, við vitum það strax en okkur er í raun nákvæmlega sama.“4. LögreglanNánast öll hótel eru í nánu samstarfi við nærliggjandi lögreglustöð. „Þegar margt fólk er undir sama þaki gerast oft hlutir sem við ráðum ekki við,“ segir einn notandi.5. Hreinlæti Flest allir notendur Reddit sem vildu tjá sig um þetta mál gátu ekki mælt með því að fólk snerti fjarstýringarnar. Fjarstýringarnar eru aldrei þrifnar.6. AfbókunÞað gilda oft ákveðnar reglur þegar kemur að því að bóka hótelbergi. Þú þarft stundum að greiða tryggingu fyrirfram og ekki er leyfilegt að afbóka nema með ákveðnum fyrirvara. Ef þú vilt afbóka herbergið þitt og fá endurgreitt, þá hringir þú í afgreiðsluna og færð að færa bókunina fram um nokkra daga. Þú bíður síðan í nokkrar klukkustundir og hringir síðan aftur og afbókar herbergið. Þá ættirðu að fá endurgreitt að fullu.7. BókunAldrei bóka hótelherbergi í gegnum þriðja aðila. Það er oftast ódýrara að hringja beint á hótelið. Ef þú labbar beint inn á hótelið, og sérstaklega seint um kvöld, þá ættir þú að fá herbergið á góðu verði.8. ÓkeypisMælt er með því að vera kurteis við allt starfsfólk. „Ég get gefið þér fría vatnsflösku, túrtappa, frítt bílastæði, sett fötin þín í hreinsun og jafnvel komið þér í betra herbergi, en það talar aldrei neinn við mig,“ segir einn sem starfar á hóteli.
Tengdar fréttir Heilræði Magga Mix: Hvað á ekki að gera á fyrsta stefnumóti „Ég er með lista um það hvað á ekki að gera á fyrsta stefnumóti,“ segir Magnús Valdimarsson, betur þekktur sem Maggi Mix, í morgunþættinum á FM957. Magnús virðist þekkja þessa menningu vel og því vel til fundið hjá honum að deila visku sinni. 12. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Heilræði Magga Mix: Hvað á ekki að gera á fyrsta stefnumóti „Ég er með lista um það hvað á ekki að gera á fyrsta stefnumóti,“ segir Magnús Valdimarsson, betur þekktur sem Maggi Mix, í morgunþættinum á FM957. Magnús virðist þekkja þessa menningu vel og því vel til fundið hjá honum að deila visku sinni. 12. ágúst 2015 11:00