Elliði og Eyjamenn allir gáfu Gústaf einnig rauða spjaldið Jakob Bjarnar skrifar 26. október 2015 16:19 Elliði hefur nú lýst því yfir að það hafi ekki bara verið ungliðarnir sem púuðu á Gústaf; Eyjamennirnir voru allir með í því líka. „Ég vil taka undir með Áslaugu Örnu, þar sem hún segir: „...að það hafi ekki aðeins verið ungir sjálfstæðismenn sem höfnuðu þessum hugmyndum, meirihluti landsfundarins hafi gert það líka.“ Það er rétt hjá henni,“ skrifar Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Eyjamenn allir með rauða spjaldið á loftVísir greindi frá því í morgun að Gústaf Níelsson sagnfræðingur hafi verið púaður úr ræðustól á Landsfundi Sjálfstæðismanna í gærkvöldi, þegar hann fylgdi breytingartillögu sinni og Jóns Magnússonar lögmanns eftir varðandi útlendingamál. Fréttin hefur vakið mikla athygli og DV ræddi við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýkjörinn ritara Sjálfstæðisflokksins, í framhaldinu en Gústaf sagði hana hafa farið fyrir skrílslátunum. Elliði tengir við þá frétt og segir: „Ég stóð líka þögull með rauða „neið“ á lofti og ég hygg að allir aðrir fulltrúar í Vestmannaeyjum hafi einnig gert það eins og meginn þorri viðstaddra. Ástæðan var sú að við vorum ósátt við margt í tillögunni. Það var okkar réttur og sá hinn sami er réttur Áslaugar, hvaða embætti sem hún gegnir.“Umdeilt er hvernig tillaga þeirra Gústafs og Jóns var afgreidd. Margir telja sér til tekna að hafa tekið þátt í að púa þá úr púltinu. En, aðrir telja það skandal.Jón Magnússon hefur sagt að þarna hafi verið farið illa með málið af hálfu fundarstjóra, það hafi dregist mjög að taka málið fyrir og flestir nema unga fólkið farnir þegar það var tekið fyrir. En, svo virðist sem Jón hafi gleymt flokki Eyjamanna, með þau Elliða og Páley Borgþórsdóttur lögreglustjóra í broddi fylkingar. Þau voru ekki ánægð með framlag Gústafs og Jóns og létu það í ljós með.Unnur Brá dansar í gervi herkerlingarOg ekki eru allir á einu máli um að rétt hafi verið að afgreiða þá félaga Gústaf og Jón með þessum hætti, síður en svo. Þannig skrifar Halldór Jónsson athyglisvert blogg þar sem hann lýsir atburðum eins og þeir horfðu við honum. Þetta tók svo mikið á Halldór að hann þurfti að bregða sér út til að róa sig niður: „Tók í hnjúkana í slúttið á Landsfundinum,“ skrifar Halldór: „Það varð eiginlega allt vitlaust á fundinum þegar ungliðarnir létu Unni Brá í gervi herkerlingar dansa fyrir sig um gólfið veifandi rauðu nei-spjaldi áður en framsögmaður hafði talað, æsa sig upp í að fara í óeirðir , öskur og hark til að kveða niður ígrundaðar tillögur Jóns Magnússonar hrl. um málefni útlendinga og flóttamanna. Einstakt upphlaup ofbeldis og skoðanakúgunar á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem ég hef aldrei séð áður á þessum samkundum og hef ég þó séð ýmislegt af Landsfundum á langri ævi.“Ég vil taka undir með Áslaugu Örnu, þar sem hún segir: "...að það hafi ekki aðeins verið ungir sjálfstæðismenn sem höfnu...Posted by Elliði Vignisson on 26. október 2015 Tengdar fréttir Gústaf Níelsson púaður úr pontu á Landsfundi Gústaf Níelsson og Jón Magnússon fengu óblíðar viðtökur á Landfundi Sjálfstæðismanna í gærkvöldi. 26. október 2015 10:19 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
„Ég vil taka undir með Áslaugu Örnu, þar sem hún segir: „...að það hafi ekki aðeins verið ungir sjálfstæðismenn sem höfnuðu þessum hugmyndum, meirihluti landsfundarins hafi gert það líka.“ Það er rétt hjá henni,“ skrifar Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Eyjamenn allir með rauða spjaldið á loftVísir greindi frá því í morgun að Gústaf Níelsson sagnfræðingur hafi verið púaður úr ræðustól á Landsfundi Sjálfstæðismanna í gærkvöldi, þegar hann fylgdi breytingartillögu sinni og Jóns Magnússonar lögmanns eftir varðandi útlendingamál. Fréttin hefur vakið mikla athygli og DV ræddi við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýkjörinn ritara Sjálfstæðisflokksins, í framhaldinu en Gústaf sagði hana hafa farið fyrir skrílslátunum. Elliði tengir við þá frétt og segir: „Ég stóð líka þögull með rauða „neið“ á lofti og ég hygg að allir aðrir fulltrúar í Vestmannaeyjum hafi einnig gert það eins og meginn þorri viðstaddra. Ástæðan var sú að við vorum ósátt við margt í tillögunni. Það var okkar réttur og sá hinn sami er réttur Áslaugar, hvaða embætti sem hún gegnir.“Umdeilt er hvernig tillaga þeirra Gústafs og Jóns var afgreidd. Margir telja sér til tekna að hafa tekið þátt í að púa þá úr púltinu. En, aðrir telja það skandal.Jón Magnússon hefur sagt að þarna hafi verið farið illa með málið af hálfu fundarstjóra, það hafi dregist mjög að taka málið fyrir og flestir nema unga fólkið farnir þegar það var tekið fyrir. En, svo virðist sem Jón hafi gleymt flokki Eyjamanna, með þau Elliða og Páley Borgþórsdóttur lögreglustjóra í broddi fylkingar. Þau voru ekki ánægð með framlag Gústafs og Jóns og létu það í ljós með.Unnur Brá dansar í gervi herkerlingarOg ekki eru allir á einu máli um að rétt hafi verið að afgreiða þá félaga Gústaf og Jón með þessum hætti, síður en svo. Þannig skrifar Halldór Jónsson athyglisvert blogg þar sem hann lýsir atburðum eins og þeir horfðu við honum. Þetta tók svo mikið á Halldór að hann þurfti að bregða sér út til að róa sig niður: „Tók í hnjúkana í slúttið á Landsfundinum,“ skrifar Halldór: „Það varð eiginlega allt vitlaust á fundinum þegar ungliðarnir létu Unni Brá í gervi herkerlingar dansa fyrir sig um gólfið veifandi rauðu nei-spjaldi áður en framsögmaður hafði talað, æsa sig upp í að fara í óeirðir , öskur og hark til að kveða niður ígrundaðar tillögur Jóns Magnússonar hrl. um málefni útlendinga og flóttamanna. Einstakt upphlaup ofbeldis og skoðanakúgunar á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem ég hef aldrei séð áður á þessum samkundum og hef ég þó séð ýmislegt af Landsfundum á langri ævi.“Ég vil taka undir með Áslaugu Örnu, þar sem hún segir: "...að það hafi ekki aðeins verið ungir sjálfstæðismenn sem höfnu...Posted by Elliði Vignisson on 26. október 2015
Tengdar fréttir Gústaf Níelsson púaður úr pontu á Landsfundi Gústaf Níelsson og Jón Magnússon fengu óblíðar viðtökur á Landfundi Sjálfstæðismanna í gærkvöldi. 26. október 2015 10:19 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Gústaf Níelsson púaður úr pontu á Landsfundi Gústaf Níelsson og Jón Magnússon fengu óblíðar viðtökur á Landfundi Sjálfstæðismanna í gærkvöldi. 26. október 2015 10:19