GM innkallar 1,4 milljón bíla vegna olíuleka Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2015 15:29 3,8 lítra V6 vél General Motors. Autoblog General Motors hefur innkallað 1.411.332 bíla vegna olíuleka sem leitt getur til eldhættu. Eru 1.283.340 þeirra í Bandaríkjunum. Allir þessir bílar eru með sömu 3,8 lítra V6 vélina. Eru þær í bílgerðunum Pontiac Grand Prix frá 1997 til 2004, Chevrolet Impala frá 2000 til 2004, Chevrolet Lumina frá 1998 til 1999, Chevrolet Monte Carlo frá 1998 til 2004, Oldsmobile Intrique frá 1998 til 1999 og Buick Regal frá 1997 til 2004. Olía frá vélum þessara bíla getur lekið á pústgreinar þeirra og í henni kviknað. Skráð eru 1.345 slík tilfelli frá síðustu 6 árum og hafa 19 þeirra valdið minniháttar slysum, en engum dauðsföllum. Þessi innköllun nú er sú fjórða vegna þessa galla og tók ein þeirra til 1,5 milljóna bíla. Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent
General Motors hefur innkallað 1.411.332 bíla vegna olíuleka sem leitt getur til eldhættu. Eru 1.283.340 þeirra í Bandaríkjunum. Allir þessir bílar eru með sömu 3,8 lítra V6 vélina. Eru þær í bílgerðunum Pontiac Grand Prix frá 1997 til 2004, Chevrolet Impala frá 2000 til 2004, Chevrolet Lumina frá 1998 til 1999, Chevrolet Monte Carlo frá 1998 til 2004, Oldsmobile Intrique frá 1998 til 1999 og Buick Regal frá 1997 til 2004. Olía frá vélum þessara bíla getur lekið á pústgreinar þeirra og í henni kviknað. Skráð eru 1.345 slík tilfelli frá síðustu 6 árum og hafa 19 þeirra valdið minniháttar slysum, en engum dauðsföllum. Þessi innköllun nú er sú fjórða vegna þessa galla og tók ein þeirra til 1,5 milljóna bíla.
Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent