GM innkallar 1,4 milljón bíla vegna olíuleka Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2015 15:29 3,8 lítra V6 vél General Motors. Autoblog General Motors hefur innkallað 1.411.332 bíla vegna olíuleka sem leitt getur til eldhættu. Eru 1.283.340 þeirra í Bandaríkjunum. Allir þessir bílar eru með sömu 3,8 lítra V6 vélina. Eru þær í bílgerðunum Pontiac Grand Prix frá 1997 til 2004, Chevrolet Impala frá 2000 til 2004, Chevrolet Lumina frá 1998 til 1999, Chevrolet Monte Carlo frá 1998 til 2004, Oldsmobile Intrique frá 1998 til 1999 og Buick Regal frá 1997 til 2004. Olía frá vélum þessara bíla getur lekið á pústgreinar þeirra og í henni kviknað. Skráð eru 1.345 slík tilfelli frá síðustu 6 árum og hafa 19 þeirra valdið minniháttar slysum, en engum dauðsföllum. Þessi innköllun nú er sú fjórða vegna þessa galla og tók ein þeirra til 1,5 milljóna bíla. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent
General Motors hefur innkallað 1.411.332 bíla vegna olíuleka sem leitt getur til eldhættu. Eru 1.283.340 þeirra í Bandaríkjunum. Allir þessir bílar eru með sömu 3,8 lítra V6 vélina. Eru þær í bílgerðunum Pontiac Grand Prix frá 1997 til 2004, Chevrolet Impala frá 2000 til 2004, Chevrolet Lumina frá 1998 til 1999, Chevrolet Monte Carlo frá 1998 til 2004, Oldsmobile Intrique frá 1998 til 1999 og Buick Regal frá 1997 til 2004. Olía frá vélum þessara bíla getur lekið á pústgreinar þeirra og í henni kviknað. Skráð eru 1.345 slík tilfelli frá síðustu 6 árum og hafa 19 þeirra valdið minniháttar slysum, en engum dauðsföllum. Þessi innköllun nú er sú fjórða vegna þessa galla og tók ein þeirra til 1,5 milljóna bíla.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent