Fór til Slóvakíu og sótti soninn: „Þarf að tryggja að þetta gerist aldrei aftur“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. október 2015 12:00 Ragnar og Adam sonur hans. Ragnar Hafsteinsson, sem undanfarnar vikur hefur staðið í ströngu við að endurheimta sex ára son sinn, Adam, frá móður hans í Slóvakíu, sótti drenginn þangað til lands í vikunni. Hann er með fullt forræði fyrir drengnum en telur að nú taki við löng og ströng forræðisdeila. Ragnar kynntist fyrrverandi sambýliskonu sinni, sem er frá Slóvakíu, árið 2004. Þeim fæddist drengur árið 2009 en ári síðar slitu þau samvistum. Bæði kröfðust þau fullrar forsjár yfir drengnum en að loknu sálfræðimati var það niðurstaða dóms að Ragnar fengi fullt forræði. Konan hafði lýst því yfir að hún hygðist flytja til Slóvakíu og var umgengni hennar ákveðin einn mánuð yfir sumarið auk jóla og páska annað hvert ár.Sjá einnig: Býr sig undir stranga forsjárdeilu milli landa Þeir feðgar eru nú búsettir í Noregi en drengurinn fór til móður sinnar hinn 4. október síðastliðinn. Dvöl hans átti að standa yfir í eina viku.Móðirin komin með forræði „Daginn áður en hann átti að koma fékk ég skilaboð um að hann væri veikur og myndi ekki koma til baka. Strax í kjölfarið var lokað á öll samskipti við mig," sagði Ragnar í Bítinu í morgun. Hann sagðist strax hafa áttað sig á hversu alvarlegt málið væru og hafði því samband við lögregluyfirvöld og innan- og utanríkisráðuneyti hérlendis og í Noregi. „Ég komst að því í gegnum sameiginlega vini að það væri búið að melda hann inn í slóvakískan skóla. Svo fékk ég nýjar upplýsingar að hún [móðirin] hefði á einhvern ótrúlegan hátt fengið forræði fyrir drenginn þar í landi. Enginn hafði fyrir því að láta mig vita." Ragnar leitaði að sögn aðstoðar erlendra sérfræðinga í kjölfarið. Þannig hafi hann sótt barnið, án dóms og laga.Strákurinn tekinn „Þegar gluggi opnaðist var strákurinn tekinn. Þetta er aðgerð sem tekur innan við mínútu og ég var á staðnum, þannig að það er ekki eins og einhverjir ókunnugir komi og taki hann. Hann fríkaði út, en ég samt á staðnum. Stærsti hlutinn af þessari aðgerð er að gera þetta án skaða fyrir barnið," segir hann. Þeir feðgar eru nú komnir til síns heima og Ragnar segir drenginn hafa það gott. Þó séu erfiðir tímar framundan. „Nú þarf ég að tryggja að þetta gerist aldrei aftur. Það er í rauninni stærsta baráttan."Hlusta má á viðtalið við Ragnar í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Ragnar Hafsteinsson, sem undanfarnar vikur hefur staðið í ströngu við að endurheimta sex ára son sinn, Adam, frá móður hans í Slóvakíu, sótti drenginn þangað til lands í vikunni. Hann er með fullt forræði fyrir drengnum en telur að nú taki við löng og ströng forræðisdeila. Ragnar kynntist fyrrverandi sambýliskonu sinni, sem er frá Slóvakíu, árið 2004. Þeim fæddist drengur árið 2009 en ári síðar slitu þau samvistum. Bæði kröfðust þau fullrar forsjár yfir drengnum en að loknu sálfræðimati var það niðurstaða dóms að Ragnar fengi fullt forræði. Konan hafði lýst því yfir að hún hygðist flytja til Slóvakíu og var umgengni hennar ákveðin einn mánuð yfir sumarið auk jóla og páska annað hvert ár.Sjá einnig: Býr sig undir stranga forsjárdeilu milli landa Þeir feðgar eru nú búsettir í Noregi en drengurinn fór til móður sinnar hinn 4. október síðastliðinn. Dvöl hans átti að standa yfir í eina viku.Móðirin komin með forræði „Daginn áður en hann átti að koma fékk ég skilaboð um að hann væri veikur og myndi ekki koma til baka. Strax í kjölfarið var lokað á öll samskipti við mig," sagði Ragnar í Bítinu í morgun. Hann sagðist strax hafa áttað sig á hversu alvarlegt málið væru og hafði því samband við lögregluyfirvöld og innan- og utanríkisráðuneyti hérlendis og í Noregi. „Ég komst að því í gegnum sameiginlega vini að það væri búið að melda hann inn í slóvakískan skóla. Svo fékk ég nýjar upplýsingar að hún [móðirin] hefði á einhvern ótrúlegan hátt fengið forræði fyrir drenginn þar í landi. Enginn hafði fyrir því að láta mig vita." Ragnar leitaði að sögn aðstoðar erlendra sérfræðinga í kjölfarið. Þannig hafi hann sótt barnið, án dóms og laga.Strákurinn tekinn „Þegar gluggi opnaðist var strákurinn tekinn. Þetta er aðgerð sem tekur innan við mínútu og ég var á staðnum, þannig að það er ekki eins og einhverjir ókunnugir komi og taki hann. Hann fríkaði út, en ég samt á staðnum. Stærsti hlutinn af þessari aðgerð er að gera þetta án skaða fyrir barnið," segir hann. Þeir feðgar eru nú komnir til síns heima og Ragnar segir drenginn hafa það gott. Þó séu erfiðir tímar framundan. „Nú þarf ég að tryggja að þetta gerist aldrei aftur. Það er í rauninni stærsta baráttan."Hlusta má á viðtalið við Ragnar í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira