Rosberg á ráspól í Rússlandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 10. október 2015 12:32 Rosberg náði mikilvægum ráspól í Rússlandi. Vísir/getty Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í tímatökunni á Sochi brautinni í dag. Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Fyrsta lotan var fremur róleg, Pastor Maldonado snéri Lotus bílnum snemma í lotunni en annað gekk vel fyrir sig. Rosberg var fljótur að sýna að hann hefur ekki gefist upp, hann var lengi vel heilli sekúndu fljótari en Hamilton.Carlos Sainz á Toro Rosso lenti í hörðum árekstri á æfingu í morgun og tók því ekki þátt í tímatökunni. Hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Allar athuganir sýna að hann er heilsuhraustur og hann vonast til að keppa á morgun.Fernando Alonso á McLaren, Marcus Ericsson á Sauber, og Manor ökumennirnir, Will Stevens og Roberto Merhi duttu út í fyrstu lotu.Felipe Massa var sennilega sá ökumaður sem endaði lengst frá mögulegu sæti á ráslínu í dag. Liðsfélagi hans ræsir þriðji en hann 15.Vísir/GettyFelipe Massa var afar óheppinn undir lok annarrar lotu, hann lenti í umferð og gerði smá mistök sem kostuðu hann þátttökurétt í þriðju lotu. Ásamt Massa duttu út, Daniil Kvyat á Red Bull, Felipe Nasr á Sauber, Jenson Button á McLaren og Maldonado á Lotus. Þriðja lotan var að vanda spennandi barátta um ráspól. Mercedes menn höfðu alla tímatökuna slegist um hraðasta tíman á hverjum hluta brautarinnar. Rosberg var þriðjung úr sekúndu fljótari en Hamilton í fyrstu tilraun þeirra í þriðju lotu. Í annarri tilraun gerðu báðir mistök og Rosberg hreppti mikilvægan ráspól. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 10:30 á Stöð 2 Sport á morgun.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Red Bull fær lokafrest til að finna vél Eigandi Red Bull, Deitrich Mateschitz hefur gefið út að liðið ákveði í október hvort það yfirgef Formúlu 1. 9. október 2015 22:30 Hulkenberg og Massa fljótastir á blautum æfingum Nico Hulkenberg á Force India var fljótastur á fyrri æfingu dagsins í Rússlandi. Felipe Massa á Williams var fljótastur á seinni æfingu dagsins. 9. október 2015 23:00 Mercedes spennt fyrir þriggja bíla liðum Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff lýst vel á hugmyndir um þriggja bíla lið í þeim tilgangi að fjölga bílum í Formúlu 1. 8. október 2015 16:00 Honda klárar uppfærsluskammtana í Rússlandi Fernando Alonso, annar ökumanna McLaren-Honda liðsins mun nota ný uppfærða vél í rússneska kappakstrinum um helgina. Liðsfélagi hans, Jenson Button notar gömlu vélina. 8. október 2015 22:00 Rosberg: Titilbaráttan er ekki búin Nico Rosberg hefur ekki gefist upp á að verða heimsmeistari ökumanna í ár. Bilið milli hans og liðsfélaga hans hjá Mercedes Lewis Hamilton er breikkaði í síðustu keppni. 5. október 2015 22:45 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í tímatökunni á Sochi brautinni í dag. Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Fyrsta lotan var fremur róleg, Pastor Maldonado snéri Lotus bílnum snemma í lotunni en annað gekk vel fyrir sig. Rosberg var fljótur að sýna að hann hefur ekki gefist upp, hann var lengi vel heilli sekúndu fljótari en Hamilton.Carlos Sainz á Toro Rosso lenti í hörðum árekstri á æfingu í morgun og tók því ekki þátt í tímatökunni. Hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Allar athuganir sýna að hann er heilsuhraustur og hann vonast til að keppa á morgun.Fernando Alonso á McLaren, Marcus Ericsson á Sauber, og Manor ökumennirnir, Will Stevens og Roberto Merhi duttu út í fyrstu lotu.Felipe Massa var sennilega sá ökumaður sem endaði lengst frá mögulegu sæti á ráslínu í dag. Liðsfélagi hans ræsir þriðji en hann 15.Vísir/GettyFelipe Massa var afar óheppinn undir lok annarrar lotu, hann lenti í umferð og gerði smá mistök sem kostuðu hann þátttökurétt í þriðju lotu. Ásamt Massa duttu út, Daniil Kvyat á Red Bull, Felipe Nasr á Sauber, Jenson Button á McLaren og Maldonado á Lotus. Þriðja lotan var að vanda spennandi barátta um ráspól. Mercedes menn höfðu alla tímatökuna slegist um hraðasta tíman á hverjum hluta brautarinnar. Rosberg var þriðjung úr sekúndu fljótari en Hamilton í fyrstu tilraun þeirra í þriðju lotu. Í annarri tilraun gerðu báðir mistök og Rosberg hreppti mikilvægan ráspól. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 10:30 á Stöð 2 Sport á morgun.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Red Bull fær lokafrest til að finna vél Eigandi Red Bull, Deitrich Mateschitz hefur gefið út að liðið ákveði í október hvort það yfirgef Formúlu 1. 9. október 2015 22:30 Hulkenberg og Massa fljótastir á blautum æfingum Nico Hulkenberg á Force India var fljótastur á fyrri æfingu dagsins í Rússlandi. Felipe Massa á Williams var fljótastur á seinni æfingu dagsins. 9. október 2015 23:00 Mercedes spennt fyrir þriggja bíla liðum Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff lýst vel á hugmyndir um þriggja bíla lið í þeim tilgangi að fjölga bílum í Formúlu 1. 8. október 2015 16:00 Honda klárar uppfærsluskammtana í Rússlandi Fernando Alonso, annar ökumanna McLaren-Honda liðsins mun nota ný uppfærða vél í rússneska kappakstrinum um helgina. Liðsfélagi hans, Jenson Button notar gömlu vélina. 8. október 2015 22:00 Rosberg: Titilbaráttan er ekki búin Nico Rosberg hefur ekki gefist upp á að verða heimsmeistari ökumanna í ár. Bilið milli hans og liðsfélaga hans hjá Mercedes Lewis Hamilton er breikkaði í síðustu keppni. 5. október 2015 22:45 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Red Bull fær lokafrest til að finna vél Eigandi Red Bull, Deitrich Mateschitz hefur gefið út að liðið ákveði í október hvort það yfirgef Formúlu 1. 9. október 2015 22:30
Hulkenberg og Massa fljótastir á blautum æfingum Nico Hulkenberg á Force India var fljótastur á fyrri æfingu dagsins í Rússlandi. Felipe Massa á Williams var fljótastur á seinni æfingu dagsins. 9. október 2015 23:00
Mercedes spennt fyrir þriggja bíla liðum Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff lýst vel á hugmyndir um þriggja bíla lið í þeim tilgangi að fjölga bílum í Formúlu 1. 8. október 2015 16:00
Honda klárar uppfærsluskammtana í Rússlandi Fernando Alonso, annar ökumanna McLaren-Honda liðsins mun nota ný uppfærða vél í rússneska kappakstrinum um helgina. Liðsfélagi hans, Jenson Button notar gömlu vélina. 8. október 2015 22:00
Rosberg: Titilbaráttan er ekki búin Nico Rosberg hefur ekki gefist upp á að verða heimsmeistari ökumanna í ár. Bilið milli hans og liðsfélaga hans hjá Mercedes Lewis Hamilton er breikkaði í síðustu keppni. 5. október 2015 22:45