Halldór: Öll lið líta út eins og snillingar og heimsmeistarar gegn okkur Anton Ingi Leifsson í Kaplakrika skrifar 12. október 2015 22:00 Halldór Jóhann Sigfússon fylgist svekktur með af hliðarlínunni í kvöld. vísir/pjetur „Það var bara hrikalegt andleysi í fyrri hálfleik. Það var smá kraftur í upphafi síðari hálfleiks. Við breyttum liðinu dálítið í hálfleik og ætluðum aðeins að reyna breyta einhverju. Það kom kraftur, en menn voru að flýta sér of mikið og ætluðu sér of mikið,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við Vísi í leikslok eftir tíu marka tap gegn Val í Olís-deild karla í kvöld. FH-liðið var langt því frá að sýna sitt rétta andlit og var meðal annars átta mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 14-6. Inn komu nýjir og ferskir menn í hálfleik, en þeir voru ekki langlífir og tíu marka sigur Vals, staðreynd eins og áður segir. „Það komu þarna inn ungir menn sem hafa ekki spilað margar mínútur, en þeir safna bara að sér reynslu líka. Þetta var algjört andleysi í byrjun og þar töpuðum við leiknum. Við erum bara í virkilegum vandræðum og það verður bara að viðurkennast.” „Það líta öll lið út eins og snillingar og heimsmeistarar á mót okkur núna og við náum ekki að sýna okkar rétta andlit nema á litlum köflum í leiknum.” Reynslumiklir menn eins og Andri Berg Haraldsson, Ísak Rafnsson og Ásbjörn Friðriksson eru ekki að draga FH-vagninn og Halldór hefur áhyggjur af því. „Það er bara þannig að mínir reynslumestu menn verða bara í framhaldinu að stíga upp ef við ætlum okkur einhverja hluti í vetur. Ef þetta heldur áfram sem horfir þá erum við bara að fara berjast um neðstu sætin. Það er klárlega ekki það sem við ætlum okkur.” „Það er ljóst að yngstu mennirinir í liðinu munu ekki draga þennan vagn, en þeir eru tilbúnir til þess að hjálpa við það og koma að því. Við þurfum mikið frá elstu leikmönnunum í liðinu og þeim reynslumestu,” segir Halldór sem segir framhaldið áhyggjuefni ef liðið heldur áfram að spila eins illa á löngum köflum eins og í undanförnum leikjum: „Við erum bara virkilega daprir í 30 mínútur í dag. Við erum einnig virkilega daprir í 30 mínútur í síðasta leik og það er bara mikið áhyggjuefni. Við náum ekki þeirri frammistöðu sem við viljum ná og það er mikið áhyggjuefni,” sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Sjá meira
„Það var bara hrikalegt andleysi í fyrri hálfleik. Það var smá kraftur í upphafi síðari hálfleiks. Við breyttum liðinu dálítið í hálfleik og ætluðum aðeins að reyna breyta einhverju. Það kom kraftur, en menn voru að flýta sér of mikið og ætluðu sér of mikið,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við Vísi í leikslok eftir tíu marka tap gegn Val í Olís-deild karla í kvöld. FH-liðið var langt því frá að sýna sitt rétta andlit og var meðal annars átta mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 14-6. Inn komu nýjir og ferskir menn í hálfleik, en þeir voru ekki langlífir og tíu marka sigur Vals, staðreynd eins og áður segir. „Það komu þarna inn ungir menn sem hafa ekki spilað margar mínútur, en þeir safna bara að sér reynslu líka. Þetta var algjört andleysi í byrjun og þar töpuðum við leiknum. Við erum bara í virkilegum vandræðum og það verður bara að viðurkennast.” „Það líta öll lið út eins og snillingar og heimsmeistarar á mót okkur núna og við náum ekki að sýna okkar rétta andlit nema á litlum köflum í leiknum.” Reynslumiklir menn eins og Andri Berg Haraldsson, Ísak Rafnsson og Ásbjörn Friðriksson eru ekki að draga FH-vagninn og Halldór hefur áhyggjur af því. „Það er bara þannig að mínir reynslumestu menn verða bara í framhaldinu að stíga upp ef við ætlum okkur einhverja hluti í vetur. Ef þetta heldur áfram sem horfir þá erum við bara að fara berjast um neðstu sætin. Það er klárlega ekki það sem við ætlum okkur.” „Það er ljóst að yngstu mennirinir í liðinu munu ekki draga þennan vagn, en þeir eru tilbúnir til þess að hjálpa við það og koma að því. Við þurfum mikið frá elstu leikmönnunum í liðinu og þeim reynslumestu,” segir Halldór sem segir framhaldið áhyggjuefni ef liðið heldur áfram að spila eins illa á löngum köflum eins og í undanförnum leikjum: „Við erum bara virkilega daprir í 30 mínútur í dag. Við erum einnig virkilega daprir í 30 mínútur í síðasta leik og það er bara mikið áhyggjuefni. Við náum ekki þeirri frammistöðu sem við viljum ná og það er mikið áhyggjuefni,” sagði Halldór að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Sjá meira