Halldór: Öll lið líta út eins og snillingar og heimsmeistarar gegn okkur Anton Ingi Leifsson í Kaplakrika skrifar 12. október 2015 22:00 Halldór Jóhann Sigfússon fylgist svekktur með af hliðarlínunni í kvöld. vísir/pjetur „Það var bara hrikalegt andleysi í fyrri hálfleik. Það var smá kraftur í upphafi síðari hálfleiks. Við breyttum liðinu dálítið í hálfleik og ætluðum aðeins að reyna breyta einhverju. Það kom kraftur, en menn voru að flýta sér of mikið og ætluðu sér of mikið,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við Vísi í leikslok eftir tíu marka tap gegn Val í Olís-deild karla í kvöld. FH-liðið var langt því frá að sýna sitt rétta andlit og var meðal annars átta mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 14-6. Inn komu nýjir og ferskir menn í hálfleik, en þeir voru ekki langlífir og tíu marka sigur Vals, staðreynd eins og áður segir. „Það komu þarna inn ungir menn sem hafa ekki spilað margar mínútur, en þeir safna bara að sér reynslu líka. Þetta var algjört andleysi í byrjun og þar töpuðum við leiknum. Við erum bara í virkilegum vandræðum og það verður bara að viðurkennast.” „Það líta öll lið út eins og snillingar og heimsmeistarar á mót okkur núna og við náum ekki að sýna okkar rétta andlit nema á litlum köflum í leiknum.” Reynslumiklir menn eins og Andri Berg Haraldsson, Ísak Rafnsson og Ásbjörn Friðriksson eru ekki að draga FH-vagninn og Halldór hefur áhyggjur af því. „Það er bara þannig að mínir reynslumestu menn verða bara í framhaldinu að stíga upp ef við ætlum okkur einhverja hluti í vetur. Ef þetta heldur áfram sem horfir þá erum við bara að fara berjast um neðstu sætin. Það er klárlega ekki það sem við ætlum okkur.” „Það er ljóst að yngstu mennirinir í liðinu munu ekki draga þennan vagn, en þeir eru tilbúnir til þess að hjálpa við það og koma að því. Við þurfum mikið frá elstu leikmönnunum í liðinu og þeim reynslumestu,” segir Halldór sem segir framhaldið áhyggjuefni ef liðið heldur áfram að spila eins illa á löngum köflum eins og í undanförnum leikjum: „Við erum bara virkilega daprir í 30 mínútur í dag. Við erum einnig virkilega daprir í 30 mínútur í síðasta leik og það er bara mikið áhyggjuefni. Við náum ekki þeirri frammistöðu sem við viljum ná og það er mikið áhyggjuefni,” sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Sjá meira
„Það var bara hrikalegt andleysi í fyrri hálfleik. Það var smá kraftur í upphafi síðari hálfleiks. Við breyttum liðinu dálítið í hálfleik og ætluðum aðeins að reyna breyta einhverju. Það kom kraftur, en menn voru að flýta sér of mikið og ætluðu sér of mikið,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við Vísi í leikslok eftir tíu marka tap gegn Val í Olís-deild karla í kvöld. FH-liðið var langt því frá að sýna sitt rétta andlit og var meðal annars átta mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 14-6. Inn komu nýjir og ferskir menn í hálfleik, en þeir voru ekki langlífir og tíu marka sigur Vals, staðreynd eins og áður segir. „Það komu þarna inn ungir menn sem hafa ekki spilað margar mínútur, en þeir safna bara að sér reynslu líka. Þetta var algjört andleysi í byrjun og þar töpuðum við leiknum. Við erum bara í virkilegum vandræðum og það verður bara að viðurkennast.” „Það líta öll lið út eins og snillingar og heimsmeistarar á mót okkur núna og við náum ekki að sýna okkar rétta andlit nema á litlum köflum í leiknum.” Reynslumiklir menn eins og Andri Berg Haraldsson, Ísak Rafnsson og Ásbjörn Friðriksson eru ekki að draga FH-vagninn og Halldór hefur áhyggjur af því. „Það er bara þannig að mínir reynslumestu menn verða bara í framhaldinu að stíga upp ef við ætlum okkur einhverja hluti í vetur. Ef þetta heldur áfram sem horfir þá erum við bara að fara berjast um neðstu sætin. Það er klárlega ekki það sem við ætlum okkur.” „Það er ljóst að yngstu mennirinir í liðinu munu ekki draga þennan vagn, en þeir eru tilbúnir til þess að hjálpa við það og koma að því. Við þurfum mikið frá elstu leikmönnunum í liðinu og þeim reynslumestu,” segir Halldór sem segir framhaldið áhyggjuefni ef liðið heldur áfram að spila eins illa á löngum köflum eins og í undanförnum leikjum: „Við erum bara virkilega daprir í 30 mínútur í dag. Við erum einnig virkilega daprir í 30 mínútur í síðasta leik og það er bara mikið áhyggjuefni. Við náum ekki þeirri frammistöðu sem við viljum ná og það er mikið áhyggjuefni,” sagði Halldór að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti