„Geta tæplega verið heilbrigðir og eðlilegir viðskiptahættir“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. október 2015 13:59 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður fjárlaganefndar, ætlar að kalla fulltrúa Bankasýslu ríkisins á fund nefndarinnar, til að fá svör við nokkrum spurningum er varðar sölu Arion banka á hlutum í Símanum, en bankinn valdi viðskiptavini og fjárfesta sem fengu að kaupa hlut í félaginu stuttu áður en að almennt útboð fór fram á félaginu. Fjárfestarnir sem handvaldir voru fengu hluti í Símanum á talsvert betra verði en í útboðinu. „Þetta er ekkert flókið. Það sitja ekki allir fjárfestar við sama borð. Og það er sumum boðið að kaupa þetta á mun hagstæðara verði heldur en öðrum og munu hagnast sem því nemur og það er því eðlilegt að spyrja af hverju það er og á hvaða forsendum það er gert,“ segir Guðlaugur. Íslenska ríkið á, í gegnum Bankasýsluna, á 13 prósenta hlut í Arion banka sem stóð fyrir sölunni. Guðlaugur segir að leið nefndarinnar til að kanna málið sé í gegnum Bankasýsluna. „Þetta er auðvitað að hluta til banki í eigu ríkisins, þannig að þarna er um að ræða ríkiseigu, að hluta til,” segir hann. En finnst þér viðskiptin eðlileg yfir höfuð, jafnvel þó að ríkið ætti ekki hlut að máli? „Nei mér finnst það ekki. Ef þú spyrð um það hvernig við getum nálgast þetta, þá eiga að vera til eftirlitsstofnanir sem eiga að fylgjast með þessu,“ segir hann. „Menn hafa spurt sig, ekki bara út af því þarna sitja aðilar ekki aðilar við sama borð, og það er verið að velja ákveðna viðskiptavini og gera þeim kleift að hagnast með þessum hætti, sem geta tæplega verið heilbrigðir og eðlilegir viðskiptahættir, þá eru líka menn að velta fyrir sér hvort þarna gæti verið um markaðsmisnotkun að ræða, það sé verið að tryggja og búa til verð á fjármálagjörningi.“ Guðlaugur vill að Fjármálaeftirlitið taki málið fyrir hjá sér. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að stjórn Kaupskila, félags sem heldur utan um 87 prósent hlut kröfuhafa Kaupþings í Arion banka, ætli einnig að skoða málið og að mögulega verði stjórn bankans krafin um svör um söluna á hlutum til valinna aðila. Alþingi Tengdar fréttir Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27 „Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann“ Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. 12. október 2015 18:38 Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00 Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður fjárlaganefndar, ætlar að kalla fulltrúa Bankasýslu ríkisins á fund nefndarinnar, til að fá svör við nokkrum spurningum er varðar sölu Arion banka á hlutum í Símanum, en bankinn valdi viðskiptavini og fjárfesta sem fengu að kaupa hlut í félaginu stuttu áður en að almennt útboð fór fram á félaginu. Fjárfestarnir sem handvaldir voru fengu hluti í Símanum á talsvert betra verði en í útboðinu. „Þetta er ekkert flókið. Það sitja ekki allir fjárfestar við sama borð. Og það er sumum boðið að kaupa þetta á mun hagstæðara verði heldur en öðrum og munu hagnast sem því nemur og það er því eðlilegt að spyrja af hverju það er og á hvaða forsendum það er gert,“ segir Guðlaugur. Íslenska ríkið á, í gegnum Bankasýsluna, á 13 prósenta hlut í Arion banka sem stóð fyrir sölunni. Guðlaugur segir að leið nefndarinnar til að kanna málið sé í gegnum Bankasýsluna. „Þetta er auðvitað að hluta til banki í eigu ríkisins, þannig að þarna er um að ræða ríkiseigu, að hluta til,” segir hann. En finnst þér viðskiptin eðlileg yfir höfuð, jafnvel þó að ríkið ætti ekki hlut að máli? „Nei mér finnst það ekki. Ef þú spyrð um það hvernig við getum nálgast þetta, þá eiga að vera til eftirlitsstofnanir sem eiga að fylgjast með þessu,“ segir hann. „Menn hafa spurt sig, ekki bara út af því þarna sitja aðilar ekki aðilar við sama borð, og það er verið að velja ákveðna viðskiptavini og gera þeim kleift að hagnast með þessum hætti, sem geta tæplega verið heilbrigðir og eðlilegir viðskiptahættir, þá eru líka menn að velta fyrir sér hvort þarna gæti verið um markaðsmisnotkun að ræða, það sé verið að tryggja og búa til verð á fjármálagjörningi.“ Guðlaugur vill að Fjármálaeftirlitið taki málið fyrir hjá sér. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að stjórn Kaupskila, félags sem heldur utan um 87 prósent hlut kröfuhafa Kaupþings í Arion banka, ætli einnig að skoða málið og að mögulega verði stjórn bankans krafin um svör um söluna á hlutum til valinna aðila.
Alþingi Tengdar fréttir Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27 „Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann“ Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. 12. október 2015 18:38 Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00 Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sjá meira
Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27
„Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann“ Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. 12. október 2015 18:38
Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent