Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Ingvar Haraldsson skrifar 10. október 2015 07:00 Síminn í heild sinni var metinn á 32 milljarða króna eftir útboðið. Arion banki hafði áhyggjur af því að of mikið framboð hlutafjár í Símanum við skráningu félagsins á markað gæti haft í för með sér að minna fengist fyrir hlutaféð. Þá gæti sala alls hlutafjárins komið í veg fyrir góðan markað eftir skráningu. Þetta kemur fram í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fimmföld umframeftirspurn var við sölu Arion banka á 21 prósents hlut í Símanum. Eignarhluturinn var seldur á 6,7 milljarða króna eða 3,33 krónur á hlut að meðaltali en alls bárust boð frá tæplega fimm þúsund fjárfestum fyrir samtals 33 milljarða króna. Arion banki seldi samtals tíu prósenta hlut í Símanum til fjárfesta, stjórnenda hans, stórra viðskiptavina í einkabankaþjónustu hjá Arion banka og sjóðum í rekstri Stefnis, dótturfélags Arion banka, nokkrum vikum áður en almenningi var boðið að kaupa í Símanum. Verðmæti eignarhlutar þeirra sem fengu að kaupa fyrirfram hefur hækkað um 720 milljónir króna. Arion banki segir að ekki hafi legið fyrir fyrirfram hvert útboðsgengið yrði frekar en í fyrri útboðum bankans. „Í þeim hefur eftirspurn verið misjöfn og niðurstaðan hvað hlutabréfaverð varðar verið allt frá neðri hluta verðbils til efri marka. Eins og gefur að skilja þá lá ekki fyrir hver niðurstaða útboðsins yrði, hvorki hvað varðar eftirspurn né hlutabréfaverð, á þeim tímapunkti sem þessi viðskipti fóru fram.“ Salan fyrir útboðið fór fram í tvennu lagi. Í ágúst keypti hópur sem settur var saman að frumkvæði Orra Haukssonar, forstjóra Símans, hlutabréf á þriðjungi lægra verði en fékkst í hlutafjárútboðinu, eða á 2,5 krónur á hlut, og hefur virði þess hlutafjárins því hækkað um 440 milljónir króna. Orri eignaðist sjálfur 0,4 prósenta hlut í félaginu í viðskiptunum. Fjárfestarnir mega hins vegar ekki selja eignarhlut sinn fyrr en í mars árið 2017. Þá var fimm prósenta eignarhlutur seldur stórum viðskiptavinum í einkabankaþjónustu sem og sjóðum í rekstri Stefnis, dótturfélags Arion banka, á 2,8 krónur á hlut og hefur eignarhluturinn því hækkað um 280 milljónir króna í virði. Bankinn bendir á að hluturinn til viðskiptavina hafi verið seldur innan verðbils útboðsins sem hafi verið 2,7-3,1 króna á hlut. Þá séu söluhömlur á og því hafi verið eðlilegt að verðið væri í lægri enda verðbilsins þar sem meiri áhætta sé fólgin í því að kaupa hlutabréf með söluhömlum. Einnig sé óvissa sé um hvert hlutabréfaverðið verði þegar söluhömlunum verði aflétt. Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Arion banki hafði áhyggjur af því að of mikið framboð hlutafjár í Símanum við skráningu félagsins á markað gæti haft í för með sér að minna fengist fyrir hlutaféð. Þá gæti sala alls hlutafjárins komið í veg fyrir góðan markað eftir skráningu. Þetta kemur fram í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fimmföld umframeftirspurn var við sölu Arion banka á 21 prósents hlut í Símanum. Eignarhluturinn var seldur á 6,7 milljarða króna eða 3,33 krónur á hlut að meðaltali en alls bárust boð frá tæplega fimm þúsund fjárfestum fyrir samtals 33 milljarða króna. Arion banki seldi samtals tíu prósenta hlut í Símanum til fjárfesta, stjórnenda hans, stórra viðskiptavina í einkabankaþjónustu hjá Arion banka og sjóðum í rekstri Stefnis, dótturfélags Arion banka, nokkrum vikum áður en almenningi var boðið að kaupa í Símanum. Verðmæti eignarhlutar þeirra sem fengu að kaupa fyrirfram hefur hækkað um 720 milljónir króna. Arion banki segir að ekki hafi legið fyrir fyrirfram hvert útboðsgengið yrði frekar en í fyrri útboðum bankans. „Í þeim hefur eftirspurn verið misjöfn og niðurstaðan hvað hlutabréfaverð varðar verið allt frá neðri hluta verðbils til efri marka. Eins og gefur að skilja þá lá ekki fyrir hver niðurstaða útboðsins yrði, hvorki hvað varðar eftirspurn né hlutabréfaverð, á þeim tímapunkti sem þessi viðskipti fóru fram.“ Salan fyrir útboðið fór fram í tvennu lagi. Í ágúst keypti hópur sem settur var saman að frumkvæði Orra Haukssonar, forstjóra Símans, hlutabréf á þriðjungi lægra verði en fékkst í hlutafjárútboðinu, eða á 2,5 krónur á hlut, og hefur virði þess hlutafjárins því hækkað um 440 milljónir króna. Orri eignaðist sjálfur 0,4 prósenta hlut í félaginu í viðskiptunum. Fjárfestarnir mega hins vegar ekki selja eignarhlut sinn fyrr en í mars árið 2017. Þá var fimm prósenta eignarhlutur seldur stórum viðskiptavinum í einkabankaþjónustu sem og sjóðum í rekstri Stefnis, dótturfélags Arion banka, á 2,8 krónur á hlut og hefur eignarhluturinn því hækkað um 280 milljónir króna í virði. Bankinn bendir á að hluturinn til viðskiptavina hafi verið seldur innan verðbils útboðsins sem hafi verið 2,7-3,1 króna á hlut. Þá séu söluhömlur á og því hafi verið eðlilegt að verðið væri í lægri enda verðbilsins þar sem meiri áhætta sé fólgin í því að kaupa hlutabréf með söluhömlum. Einnig sé óvissa sé um hvert hlutabréfaverðið verði þegar söluhömlunum verði aflétt.
Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira