„Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann“ Höskuldur Kári Schram skrifar 12. október 2015 18:38 Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. Hópur fjárfesta sem fékk að kaupa í Símanum áður en formlegt útboð hófst hefur þegar hagnast um mörg hundruð milljónir á viðskiptunum. Höskuldur segir kaupverðið hafa verið ásættanlegt og að ekki hafi verið hægt að vita með vissu hvernig hlutabréfin myndu þróast í verði. Hlutabréfaútboði Arion banka á rúmlega 30 prósenta hlut í Símanum lauk í síðustu viku. Fimmföld umframeftirspurn var eftir bréfum í fyrirtækinu og var eignarhlutinn seldur á 6,7 milljarða eða 3,33 krónur á hvern hlut. Tveir hópar fjárfesta fengu hins vegar að kaupa samtals tíu prósenta hlut nokkrum vikum áður en formlegt útboð hófst og hafa þeir nú þegar hagnast um 720 milljónir. Margir hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag og telja að með þessu sé Arionbanki að handvelja hóp manna og veita þeim tækifæri sem almenningi standi ekki til boða. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn hafi fyrst og fremst haft það í huga að hámarka söluandvirði bréfanna.Lá ekki fyrir þegar til viðskiptanna var stofnað „Þetta lítur út hagfellt fyrir þennan hóp en þegar til þessara viðskipta var stofnað þá liggur það ekki fyrir. Þegar við náum saman um verð við þennan fyrri fjárfestahóp þá erum við með fyrirvara t.d. um sölubann. Þessi hópur má ekki eiga viðskipti með þessi bréf í 18 mánuði þá teljum við þetta vera mjög ásættanlegt verð. Það er í þessu eins og öllu að það er alltaf hægt að vera vitur eftir á en sannarlega vakti ekki annað fyrir okkur í þessu en að fá sem allra besta verð og styðja við útboðsferlið sem stóð þá fyrir dyrum,“ segir Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka. „Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann og tryggja farsæla skráningu og stuðla að góðum eftirmarkaði. við höfum náð öllu fram nema þessu síðasta,“ segir Höskuldur Hann segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða aðferðarfræði sína þegar kemur að hlutabréfaútboðum. „Við erum auðvitað til í að taka gagnrýni og við tökum þetta auðvitað í reynslubankann og metum það bara. Ég er kannski ekki til í segja það núna en við hlustum á gagnrýni og tökum það inn í reikninginn.“Í spilaranum að ofan má hlusta á stóran hluta viðtalsins sem fréttamaður Stöðvar 2 tók við Höskuld fyrr í dag. Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. Hópur fjárfesta sem fékk að kaupa í Símanum áður en formlegt útboð hófst hefur þegar hagnast um mörg hundruð milljónir á viðskiptunum. Höskuldur segir kaupverðið hafa verið ásættanlegt og að ekki hafi verið hægt að vita með vissu hvernig hlutabréfin myndu þróast í verði. Hlutabréfaútboði Arion banka á rúmlega 30 prósenta hlut í Símanum lauk í síðustu viku. Fimmföld umframeftirspurn var eftir bréfum í fyrirtækinu og var eignarhlutinn seldur á 6,7 milljarða eða 3,33 krónur á hvern hlut. Tveir hópar fjárfesta fengu hins vegar að kaupa samtals tíu prósenta hlut nokkrum vikum áður en formlegt útboð hófst og hafa þeir nú þegar hagnast um 720 milljónir. Margir hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag og telja að með þessu sé Arionbanki að handvelja hóp manna og veita þeim tækifæri sem almenningi standi ekki til boða. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn hafi fyrst og fremst haft það í huga að hámarka söluandvirði bréfanna.Lá ekki fyrir þegar til viðskiptanna var stofnað „Þetta lítur út hagfellt fyrir þennan hóp en þegar til þessara viðskipta var stofnað þá liggur það ekki fyrir. Þegar við náum saman um verð við þennan fyrri fjárfestahóp þá erum við með fyrirvara t.d. um sölubann. Þessi hópur má ekki eiga viðskipti með þessi bréf í 18 mánuði þá teljum við þetta vera mjög ásættanlegt verð. Það er í þessu eins og öllu að það er alltaf hægt að vera vitur eftir á en sannarlega vakti ekki annað fyrir okkur í þessu en að fá sem allra besta verð og styðja við útboðsferlið sem stóð þá fyrir dyrum,“ segir Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka. „Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann og tryggja farsæla skráningu og stuðla að góðum eftirmarkaði. við höfum náð öllu fram nema þessu síðasta,“ segir Höskuldur Hann segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða aðferðarfræði sína þegar kemur að hlutabréfaútboðum. „Við erum auðvitað til í að taka gagnrýni og við tökum þetta auðvitað í reynslubankann og metum það bara. Ég er kannski ekki til í segja það núna en við hlustum á gagnrýni og tökum það inn í reikninginn.“Í spilaranum að ofan má hlusta á stóran hluta viðtalsins sem fréttamaður Stöðvar 2 tók við Höskuld fyrr í dag.
Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira