„Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann“ Höskuldur Kári Schram skrifar 12. október 2015 18:38 Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. Hópur fjárfesta sem fékk að kaupa í Símanum áður en formlegt útboð hófst hefur þegar hagnast um mörg hundruð milljónir á viðskiptunum. Höskuldur segir kaupverðið hafa verið ásættanlegt og að ekki hafi verið hægt að vita með vissu hvernig hlutabréfin myndu þróast í verði. Hlutabréfaútboði Arion banka á rúmlega 30 prósenta hlut í Símanum lauk í síðustu viku. Fimmföld umframeftirspurn var eftir bréfum í fyrirtækinu og var eignarhlutinn seldur á 6,7 milljarða eða 3,33 krónur á hvern hlut. Tveir hópar fjárfesta fengu hins vegar að kaupa samtals tíu prósenta hlut nokkrum vikum áður en formlegt útboð hófst og hafa þeir nú þegar hagnast um 720 milljónir. Margir hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag og telja að með þessu sé Arionbanki að handvelja hóp manna og veita þeim tækifæri sem almenningi standi ekki til boða. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn hafi fyrst og fremst haft það í huga að hámarka söluandvirði bréfanna.Lá ekki fyrir þegar til viðskiptanna var stofnað „Þetta lítur út hagfellt fyrir þennan hóp en þegar til þessara viðskipta var stofnað þá liggur það ekki fyrir. Þegar við náum saman um verð við þennan fyrri fjárfestahóp þá erum við með fyrirvara t.d. um sölubann. Þessi hópur má ekki eiga viðskipti með þessi bréf í 18 mánuði þá teljum við þetta vera mjög ásættanlegt verð. Það er í þessu eins og öllu að það er alltaf hægt að vera vitur eftir á en sannarlega vakti ekki annað fyrir okkur í þessu en að fá sem allra besta verð og styðja við útboðsferlið sem stóð þá fyrir dyrum,“ segir Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka. „Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann og tryggja farsæla skráningu og stuðla að góðum eftirmarkaði. við höfum náð öllu fram nema þessu síðasta,“ segir Höskuldur Hann segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða aðferðarfræði sína þegar kemur að hlutabréfaútboðum. „Við erum auðvitað til í að taka gagnrýni og við tökum þetta auðvitað í reynslubankann og metum það bara. Ég er kannski ekki til í segja það núna en við hlustum á gagnrýni og tökum það inn í reikninginn.“Í spilaranum að ofan má hlusta á stóran hluta viðtalsins sem fréttamaður Stöðvar 2 tók við Höskuld fyrr í dag. Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira
Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. Hópur fjárfesta sem fékk að kaupa í Símanum áður en formlegt útboð hófst hefur þegar hagnast um mörg hundruð milljónir á viðskiptunum. Höskuldur segir kaupverðið hafa verið ásættanlegt og að ekki hafi verið hægt að vita með vissu hvernig hlutabréfin myndu þróast í verði. Hlutabréfaútboði Arion banka á rúmlega 30 prósenta hlut í Símanum lauk í síðustu viku. Fimmföld umframeftirspurn var eftir bréfum í fyrirtækinu og var eignarhlutinn seldur á 6,7 milljarða eða 3,33 krónur á hvern hlut. Tveir hópar fjárfesta fengu hins vegar að kaupa samtals tíu prósenta hlut nokkrum vikum áður en formlegt útboð hófst og hafa þeir nú þegar hagnast um 720 milljónir. Margir hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag og telja að með þessu sé Arionbanki að handvelja hóp manna og veita þeim tækifæri sem almenningi standi ekki til boða. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn hafi fyrst og fremst haft það í huga að hámarka söluandvirði bréfanna.Lá ekki fyrir þegar til viðskiptanna var stofnað „Þetta lítur út hagfellt fyrir þennan hóp en þegar til þessara viðskipta var stofnað þá liggur það ekki fyrir. Þegar við náum saman um verð við þennan fyrri fjárfestahóp þá erum við með fyrirvara t.d. um sölubann. Þessi hópur má ekki eiga viðskipti með þessi bréf í 18 mánuði þá teljum við þetta vera mjög ásættanlegt verð. Það er í þessu eins og öllu að það er alltaf hægt að vera vitur eftir á en sannarlega vakti ekki annað fyrir okkur í þessu en að fá sem allra besta verð og styðja við útboðsferlið sem stóð þá fyrir dyrum,“ segir Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka. „Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann og tryggja farsæla skráningu og stuðla að góðum eftirmarkaði. við höfum náð öllu fram nema þessu síðasta,“ segir Höskuldur Hann segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða aðferðarfræði sína þegar kemur að hlutabréfaútboðum. „Við erum auðvitað til í að taka gagnrýni og við tökum þetta auðvitað í reynslubankann og metum það bara. Ég er kannski ekki til í segja það núna en við hlustum á gagnrýni og tökum það inn í reikninginn.“Í spilaranum að ofan má hlusta á stóran hluta viðtalsins sem fréttamaður Stöðvar 2 tók við Höskuld fyrr í dag.
Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira