Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á ingvar haraldsson skrifar 8. október 2015 10:27 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Hlutabréf í Símanum voru seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og stjórnendur Símans greiddu þegar þeir keyptu 5 prósenta hlut fyrirtækinu í í ágúst. Fjárfestarnir, undir merkjum félagsins L1088 ehf, keyptu hlutina á 1.330 milljónir króna eða 2,5 krónur á hlut samkvæmt því sem fram kom í frétt Kjarnans. Orri Hauksson, forstjóri Símans, átti frumkvæði að því að hópurinn var myndaður. Orri keypti sjálfur 0,4 prósenta hlut í Símanum sem Kjarninn áætlar að hann hafi greitt 106 milljónir króna fyrir. Sjá einnig: Síminn metinn á 32 milljarða Meðalútboðsgengið þegar Arion banki seldi 21 prósenta hlut í Símanum var 3,33 krónur á hlut sem þýðir að 5 prósenta hlutur í Símanum er nú metin á um 1.770 milljónir króna eða um 440 milljónum krónum meira en hópurinn keypti bréfin á. Þá er hlutur Orra nú metinn á um 128 milljónir króna og hefur því hækkað um 22 milljónir króna. L1088 ehf, má hins vegar ekki selja bréf sín fyrr en í janúar 2017 og yfirstjórnendur Símans mega ekki selja bréf sín fyrr en 1. mars 2016. Þá var ákveðnum viðskiptavinum í einkabankaþjónustu Arion banka boðið að kaupa hluti í félaginu á genginu 2,8 krónur fyrir útboðið er Kjarninn greinir frá. Hlutur þeirra viðskiptavina sem gengu að boðinu er nú orðinn um 19 prósentum verðmætari. Starfsmenn Símans munu einnig fá kost á því að kaupa hlutafé í Símanum fyrir allt að 600 þúsund krónur á ári í þrjú ár. Virði kaupréttarins er metinn á 1,2 milljarða króna. Tengdar fréttir Kaupréttur starfsmanna Símans samþykktur Á hluthafafundi Símans í dag mótmælti enginn tillögu um kauprétt starfsmanna. 8. september 2015 15:33 Meta Símann á 26 milljarða króna Almennt útboð á hlutabréfum í Símanum fer fram dagana 5.-7. október næstkomandi. 25. september 2015 21:00 Fjárfestar kaupa 5% hlut í Símanum Fjárfestahópur erlendra og innlendra fjárfesta hefur keypt 5% hlut í Símanum af Arion banka 21. ágúst 2015 13:15 Þurfa að bæta við sig 300 hluthöfum Síminn þarf að bæta við sig 300 hluthöfum til að fá skráningu á Aðalmarkaði. 30. september 2015 11:09 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Hlutabréf í Símanum voru seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og stjórnendur Símans greiddu þegar þeir keyptu 5 prósenta hlut fyrirtækinu í í ágúst. Fjárfestarnir, undir merkjum félagsins L1088 ehf, keyptu hlutina á 1.330 milljónir króna eða 2,5 krónur á hlut samkvæmt því sem fram kom í frétt Kjarnans. Orri Hauksson, forstjóri Símans, átti frumkvæði að því að hópurinn var myndaður. Orri keypti sjálfur 0,4 prósenta hlut í Símanum sem Kjarninn áætlar að hann hafi greitt 106 milljónir króna fyrir. Sjá einnig: Síminn metinn á 32 milljarða Meðalútboðsgengið þegar Arion banki seldi 21 prósenta hlut í Símanum var 3,33 krónur á hlut sem þýðir að 5 prósenta hlutur í Símanum er nú metin á um 1.770 milljónir króna eða um 440 milljónum krónum meira en hópurinn keypti bréfin á. Þá er hlutur Orra nú metinn á um 128 milljónir króna og hefur því hækkað um 22 milljónir króna. L1088 ehf, má hins vegar ekki selja bréf sín fyrr en í janúar 2017 og yfirstjórnendur Símans mega ekki selja bréf sín fyrr en 1. mars 2016. Þá var ákveðnum viðskiptavinum í einkabankaþjónustu Arion banka boðið að kaupa hluti í félaginu á genginu 2,8 krónur fyrir útboðið er Kjarninn greinir frá. Hlutur þeirra viðskiptavina sem gengu að boðinu er nú orðinn um 19 prósentum verðmætari. Starfsmenn Símans munu einnig fá kost á því að kaupa hlutafé í Símanum fyrir allt að 600 þúsund krónur á ári í þrjú ár. Virði kaupréttarins er metinn á 1,2 milljarða króna.
Tengdar fréttir Kaupréttur starfsmanna Símans samþykktur Á hluthafafundi Símans í dag mótmælti enginn tillögu um kauprétt starfsmanna. 8. september 2015 15:33 Meta Símann á 26 milljarða króna Almennt útboð á hlutabréfum í Símanum fer fram dagana 5.-7. október næstkomandi. 25. september 2015 21:00 Fjárfestar kaupa 5% hlut í Símanum Fjárfestahópur erlendra og innlendra fjárfesta hefur keypt 5% hlut í Símanum af Arion banka 21. ágúst 2015 13:15 Þurfa að bæta við sig 300 hluthöfum Síminn þarf að bæta við sig 300 hluthöfum til að fá skráningu á Aðalmarkaði. 30. september 2015 11:09 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Kaupréttur starfsmanna Símans samþykktur Á hluthafafundi Símans í dag mótmælti enginn tillögu um kauprétt starfsmanna. 8. september 2015 15:33
Meta Símann á 26 milljarða króna Almennt útboð á hlutabréfum í Símanum fer fram dagana 5.-7. október næstkomandi. 25. september 2015 21:00
Fjárfestar kaupa 5% hlut í Símanum Fjárfestahópur erlendra og innlendra fjárfesta hefur keypt 5% hlut í Símanum af Arion banka 21. ágúst 2015 13:15
Þurfa að bæta við sig 300 hluthöfum Síminn þarf að bæta við sig 300 hluthöfum til að fá skráningu á Aðalmarkaði. 30. september 2015 11:09